Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.03.1988, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 30.03.1988, Blaðsíða 14
14 BÆJARINS BESTA Hafsteinn við glæsilegt verðlaunasafn sitt. þarna miklu meira en ég, en ég tók þátt í þessu eins og ég gat. Og það var alveg ofboðs- leg breyting að fá efri lyftuna. Þegar neðri lyftan var komin að þá vorum við sem vorum að æfa vitanlega mjög ánægðir með hana en horfðum samt sem áður alltaf upp í fjallið, við vildum meira. Enda fór svo að við ætluðum að setja upp toglyftu á staurum og vorum komnir með draslið upp í fjall. Þá kom Guðmund- ur heitinn Sveinsson til okkar og sagði að ef við myndum hætta þessari vitleysu að þá skildi hann sjá til þess að það yrði keypt lyfta næsta ár, og hann gerði það. Það var alveg ótrúlegt, þó svo að það væri enn mikil skuld hvílandi á neðri lyftunni. Og þetta var allt drifið upp í sjálfboða- vinnu. Það var mjög erfitt að byggja þessa lyftu en þeir voru alveg ódrepandi þessir karlar sem stóðu að þessu, eins og Gummi Sveins, Búbbi prent- ari, Gulli í Bókhlöðunni, og Gummi Ágústar, þeir voru alveg ódrepandi í þessu. Gullfoss, fljótandi hótel Með tilkomu lyftanna byrjaði almenningur fyrir al- vöru að fara á skíði og upp úr því fór Gullfoss að koma hingað á páskunum með fullt af fólki. Þá lá hann hérna í höfninni um páskana eins og fljótandi hótel. Þarna fór að aukast gífurlega aðsóknin að Dalnum af heimafólki en hefur svo farið dvínandi aftur undanfarin ár. Örugglega af því að það hefur ekkert verið byggt síðan, lyfturnar eru orðnar þetta 15 til 20 ára gamlar. Það vantar alveg of- boðslega mikið nýja lyftu á svæðið. Seljalandsdalurinn er alveg ólýsanlegur staður í góðu veðri, það er ekkert sem líkist þessu. Það má ekki gleyma Dalnum og halda að allt sé í góðu lagi eins og hefur alltaf verið, það er alls ekki svo. Landsliðsþj álfari í 4 ár Ef við tölian aðeins um það sem þú hefur verið að gerafyr- ir skíðaíþróttina síðari ár, nú varst þú landsliðsþjálfari í alpagreinum í fjögur ár, frá 1983 til 1987, hvernig kom það til? Ég hafði nú aldrei hugsað mér að verða það. Ég var að fara á svokallað C-námskeið fyrir þjálfara er þetta var orðað við mig og mér fannst þá alveg fráleitt að hugsa um þetta. Það var pressað dálítið á mig að taka þetta að mér þannig að ég lét til leiðast. Þarna var um að ræða að vinna við mál sem ég hafði alveg ofsalegan áhuga á, þetta var fyrst um það að ræða að æfa upp lið fyrir ólympíuleik- ana1984. Eftir ólympíuleikana stóð- um við síðan frammi fyrir því að hætta, eins og alltaf hafði verið gert vegna peningaleys- is, eða dreifa kostnaðinum á fleiri aðila, sem var gert. Það gekk nokkuð vel í byrjun, sem varð til þess að hægt var að halda áfram. Þannig að á árinu 1985 setti ég fram fjög- urra ára áætlun sem hefur verið unnið eftir að mestu leyti síðan. Sumaræfingar voru auknar mjög mikið, svo og fræðsla til keppendanna. Fræðslan breytti mjög miklu, bæði hvað varðar viðhorf þeirra og eins skilaði hún sér í betri árangri. Þegar ég byrjaði var allur búnaður liðsins mjög frum- stæður. Má t.d. nefna að þegar við lögðum af stað í fyrstu æfingaferðina okkar á Áusturrískan jökul í október 1983 átti skíðasambandið ekki nokkurn skapaðan hlut. Mér var sagt að búið væri að leigja fyrir okkur allan búnað úti. Þegar við komum á stað- inn fengum við bambusstangir en þær var ekki nokkur leið að reka niðu vegna þess að snjór- inn var eiginlega enginn. Það var svona 10 til 12 cm djúpur snjór og svo var ísinn fyrir neðann. Allir voru með bora til þess að bora holur í ísinn, við áttum ekki neitt. Smátt og smátt eignuðumst við nú samt alla þessa hluti, við eignuð- umst liðamótastangir, bora, videótæki, og við vorum fljótt komnir með útbúnað eins og aðrir. Hver er helsti munurinn á þeim œfingum sem þú lést krakkana gera íþinniþjálfara- tíð og þeim æfingum sem þú stundaðir sjálfur sem keppandi? Við æfðum ekki svona skipulega og ekki alltaf réttar æfingar, og líka minna. En það voru alltaf einhverjir sem æfðu yfir sumarið þá, en þetta var ekki nándar nærri eins skipulagt. En við vorum ofboðslega mikið á skíðum. Við vorum kannski meira á skíðum heldur en gengur og gerist í dag. Núna er þetta svo skipulagt, þetta er hópur sem er með sinn tíma, kannski tvo eða þrjá tíma á dag og þarf svo að fara því það er ekki pláss í brekkunni. Við vorum einir að æfa, við höfðum allan dag- inn fyrir okkur. Nú hafa íslendingar ekki átt skíðamann sem verið hefur í toppbaráttunni á erlendum mótum enn sem komið er, hvað þurfum við að gera til þess, eða er það ekki mögu- leiki fyrir okkur að eiga skíða- menn ífremstu röð? Jú það er alveg möguleiki, en við þurfum bara að átta okkur á því að hér er um að ræða heilsárs íþrótt. Við getum vel æft þrekæfingar hér á landi, höfum fína aðstöðu í Kerlingafjöllum og getum komið upp þannig aðstöðu víðar. Við höfum ágætis sumarskíðaaðstöðu hérna, en þá eru það haustin. Á þeim tíma árs er ekki hægt að æfa skíði hérlendis og þá verðum við að sækja annað, eins og flestir aðrir gera. Japanir koma til Austurríkis, Júgó- slavar koma til Austurríkis, við verðum að gera þetta eins og aðrir ef við ætlum að stefna á árangur. Og við erum farnir að gera þetta, t.d. var okkar besti maður, Daníel Hilmars- son, kominn með 50 skíða- daga frá sumri og til byrjun desember 1985 fyrir sitt fyrsta mót sem er svipað og aðrir hafa náð. En það sem þarf í viðbót er fleiri keppendur, það er alltof lítill hluti af lið- inu sem heldur áfram. í raun og veru var það aðeins einn keppandi sem hélt áfram í lið- inu allt það tímabil sem ég var með liðið. Þetta er það sem þarf að gera og við getum það alveg. Ekki nægur skilningur á skíðavalinu Nú hefur líka veri sett á stofn sérstök skíðabraut við Menntaskólann hér á ísafirði og þú tekið þátt í því að skipu- leggja hana, skiptir hún ein- hverju máli? Já þar liggja að mínu mati möguleikar okkar á því að ná langt á skíðum. Það er það sorglega við þetta að það er ekki nægur skilningur á þessum málum, hvorki innan skíðahreyfingarinnar, yfir- stjórnar menntamála, né annars staðar. Aðrar þjóðir komu með svona skíðabrautir inn í menntaskólana fyrir 10

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.