Bæjarins besta - 30.03.1988, Blaðsíða 8
8
BÆJARINS BESTA
RITSTJÓRN
„Hræsnin mun síst þér sóma“
Dymbilvikan er hafin. Rétt eina ferðina enn eru páskar að
ganga í garð; rétt eitt árið enn er helsta bænarefni á þessari
mestu trúarhátíð kristinna manna, ákall um gott veður og skíða-
færi; eina ferðina enn eru Passíusálmarnir þuldir á Rás eitt.
Með lestrinum telur ríkisútvarpið sig gegna skyldu sinni og
viðhalda hefð. Athyglisvert er að engu hinna skoðana-
kannannaglöðu blaða hefur til hugar komið að grenslast fyrir
um hlustun landsins barna á sálmunum. Skyldi ástæðan vera
sú, að þau telji engu skipta hvort einhver hlustar eða ekki?
Það er skíðaveðrið er öllu varðar fyrir þá fáu íslendinga sem
ekki leita til veðursælli landa, en skerið okkar er, um bæna-
dagana.
Undanfari Dymbilvikunnar hefur verið órólegur. Samningar
gerðir og samningar felldir. Og mitt í deilum láglauna fiski-
kvenna og auralausra máttarstólpa þjóðfélagsins samþykkja
Umbar samvinnuhugsjónarinnar, án þess að depla auga, að
tíföld lágmarkslaun þeirra, sem sífcllt eiga að vera að setja
þjóðfélagið á hausinn, séu eðlilegar aukasporslur á ári umfram
umsamin laun eins þjóðfélagsþegns. Hvenær skyldu samninga-
fundir um kaup og kjör á Islandi almennt skila þvílíkum ár-
angri? Og á sama tíma uppfræðir DV sauðsvartan almúgann
um, að núorðið sé algengt og talið eðlilegt, að innifalið í launum
máttarstópanna sé eins og ein sólarlandaferð á ári fyrir familí-
una, út að borða nokkrum sinnum í mánuði til að létta á matar-
skattinum, að ekki sé minnst á lítilræði eins og bíl og síma og
veiðiferðir og aðra smámuni.
Helsti spekingur frjálshyggjunnar á íslandi komst einhverju
sinni að þeirri skarplegu niðurstöðu í blaðagrein, að það væri
fyrir gustukasakir að menn viðhéldu mörgum láglaunastörfum.
Arðsemi þeirra væri í lágmarki og að krefjast hærri launa þýddi
einfaldlega að þau yrðu lögð niður. Gott ef að ræstingakonur
voru ekki tilgreindar. Kannske er hér fundin Iausn á vanda
fiskiðnaðarins og annarra undirstöðuatvinnugreina samfélags-
ins!!!
Fánýt og heimskuleg offjárfesting í fjölmörgum greinum at-
vinnulífsins hefur hér áður verið gcrð að umtalsefni. Nú berja
sér allir á brjóst og býsnast yfir henni sem bölvaldinum mesta.
En brjálæðisleg þcnsla einstaklinga er ekki síður meinsemd.
Sýndarmennska á flestum sviðum gegnsýrir svo íslenskt þjóðlíf,
að/við komum seint eða aldrei til með að bera þess bætur.
í síðasta tbl. Hcimsmyndar segir Ómar Ragnarsson, frétta-
rnaður m.a. í viðtali: „Nú búa í landinu tvær þjóðir en sú þjóð
sem býr við verst kjörin er í minnihluta og á sér engan talsmann
í raun. Verkalýðsfélögin eru innbyrðis klofin og lægst launaða
fólkið á sér engan sannan málsvara. íslcndingar eru flestir krat-
ar en þora ckki að viðurkenna það. Mín skoðun er sú að pólitík
sé list hins mögulega en ekki ómögulega.“
Hér skal ekki lagður dómur á mat fréttamannsins um pólitískt
innræti íslendinga. Það er hins vegar harður dómur að menn
vilji ávalt sýnast annað en eðli þeirra segir til um. Það skyldi
þó aldrei vera, að þcssi tilhneiging íslendinga, yfirborðs-
mennskan og sýndarmcnnskan holdi klædd, sé alvarlegasta of-
fjárfestingarvandamálið sem við glímum við í dag? Og skal þá
ekki dregið úr öðrum.
Þótt einhverjum kunni að þykja Iítið úr því gert í upphafi
að skíðaveðrið leiki við okkur urn páskana, þá er ekki með
þeim orðum verið að draga úr nauðsyn hollrar útiveru. En því
hefur sýndarmennska okkar og skortur á réttlætistilfinningu á
svo ótal sviðum orðið umfjöllunarefni hér og nú, að ef andstæð-
an, hinn sanni boðskapur páskanna, vekti þó ekki væri nema
einn lesanda þcssara lína til umhugsunar þá væri tilganginum
ipeð þeim náð.
Við óskum lesendum okkar nær og fjær gleðilegrar hátíðar.
s.h.
Bolungarvík:
Finnabær
— nýr skyndibitastaður
Á opnunardeginum, Björg Jónsdóttir vinstra megin og Jóna
Guðfinnsdóttir hægra megin. Á milli þeirra eru starfsstúlkurnar
Elísabet Árnadóttir og Guðrún Skúladóttir.
Síðastliðinn laugardag var
opnaður nýr skyndibitastaður
í Bolungarvík. Staðurinn
hefur hlotið nafnið Finnabær
og stendur við Kirkjuveg 1.
Eigandi staðarins er Björg
Jónsdóttir en dóttir hennar
Jóna Guðfinnsdóttir mun sjá
um reksturinn. Að sögn Jónu
verður á boðstólum í Finnabæ
allur almennur skyndi-
bitamatur, svo sem Tomma
hamborgarar, kjúlkingar,
pítur, og fiskur.
Finnabær er í nýreistu ein-
ingahúsi og er aðbúnaður
allur hinn smekklegasti. Fyrst
um sinn verður opið frá 11.30
til 21.00 en væntanlega verður
haft lengur opið þegar líður
fram á sumarið.
s
Isafjörður:
Yestfjarðamót
í svigi
Vestfjarðamót í svigi var
haldið á Seljalandsdal um
sömu helgi og Ólafsmótið
sem við greinum frá hér ann-
ars staðar í blaðinu. Kepp-
endur voru fáir og fór mótið
fram áfallalaust.
Úrslit urðu þessi:
13-14 ára stúlkur:
1. Fanney Pálsdóttir 74.72
2. Sigríður Sigurðard. 77.12
3. Ragnheiður Agnarsd. 79.45
13-14 ára drengir:
1. Sigurður H. Jóhanns. 70.39
2. Jóhann B. Gunnarsson 71.98
3. Halldór Gestsson 73.59
15-16 ára stúlkur:
1. Margrét Rúnarsdóttir 78.85
2. Sara Halldórsdóttir 79.78
3. Margrét Ó. Arnarsd. 83.26
15-16 ára drengir:
1. Arnór Gunnarsson 73.47
2. Jakob Flosason 78.93
Konur:
1. Ásta Halldórsdóttir 78.61
2. Linda Steinþórsdóttir 84.67
3. Sigrún Grímsdóttir 89.25
Karlar:
1. Guðmundur Jóhanns. 68.88
2. Rafn Pálsson 75.23
3. Guðjón Ólafsson 75.98