Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.03.1988, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 30.03.1988, Blaðsíða 9
BÆJARINS BESTA 9 HÁKUR ... Drekkið meira vatn Framhald af bls. 4 reyndir með því að þegja þær í hel. Hóf hann svo lestur úr heilbrigðislögum, líkast til, og fjallaði þar um almenna upp- lýsingaskyldu yfirvalda um vatn og mengun þess. Að endingu klykkti sá góði maður út með lestri úr hegn- ingarlögum. Taldist það víst varða allt að sex ára fangelsi að dreifa óbrúklegum neyslu- varningi eins og blessuðu vatn- inu. Þá virtist hinn fyrsti ætla að skrúfa fyrir vatnið. Kannski hefur blessaður maðurinn þar hitt naglann á höfuðið. Hlustendur hafa sjálfsagt haldið að þáttur þessi væri skemmtiþáttur með hinum alkunnu Bakkabræðrum. Vonandi hafa þeir vitað betur. Er fískur fínni en fólk? En það alskemmtilegasta við vatnskomedíuna er þó sennilega að til þess að þvo megi fisk úr vatninu þarf að blanda klóri í vatnið og drepa „saur kóla“. En blessuðu fólk- inu er ekki of gott að drekka vatnið sem dauðum fiskum er ekki treyst í. Og ekki vill yfir- dýralæknir þvo dauðum lamb- askrokkum úr því (ekki einu sinni klórblönduðu) þótt fisk- urinn megi hafa það. „Af misjöfnu þrífast börnin best“ segir gamalt máltæki. Það getur alveg eins átt við um fullorðin börn. Sumir hafa reyndar viljað þakka óvenjumikla frjósemi á Isafirði og barnsfæðingar í framhaldi af henni „hagstæðu" drykkjarvatni. Heldur er það ólíklegt og jafnframt dapurlegt að fram- leiða með þeim hætti fólk til brottflutnings. En svo er það nú með þessa sögu alla að hún er bráð- skemmtileg en hefur þó einn stóran galla. - Óbrúklegt vatn -- Svæðisstjórn um málefni fatiaðra á Vestfjörðum FRAMKVÆMDASTJÓRI Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum vill ráða fram- kvæmdastjóra. Starfið getur verið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er talið að umsækjendur séu félagsfræðingar, félags- ráðgjafar eða hafi uppeldisfræðilega menntun, en reynsla af störf- um fyrir fatlaða kemur einnig til greina, þegar ráða skal í starfið. Aðsetur svæðisstjórnar er á ísafirði. Upplýsingar um starfið gefur formaður svæðisstjórnar, Magnús Reynir Guðmundsson í símum 94-3722 og 94-3783 (utan vinnu- tíma). Umsóknarfrestur er til 31. mars 1988. Umsóknir skulu sendar til formanns svæðisstjórnar, pósthólf 86 ísafirði. ísafirði 7. mars 1988. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum. Bílútvörp STÓRKOSTLEGT ÚRVAL POLLINN HF. Verslun sími 3792 Bæjarins besta - blaðið þitt Páskahlaðborð STÓRT PÁSKAHLAÐBORÐ í HÁDEGINU ANNAN í PÁSKUM Verð kr. 1.095 fyrir fullorðna. Hálft gjald fyrir 8-12 ára. Frítt fyrir yngri en 8 ára. MUNIÐ OKKAR STÓRGÓÐA KAFFIHLAÐBORÐ UM HELGAR. HM HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.