Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.05.1988, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 25.05.1988, Blaðsíða 12
12 BÆJARINS BESTA Ferjuflug: Frá Chicago til ísafjarðar Fyrir stuttu síðan eða í 17.tbl. sögðum við frá fyr- irhugaðri ferð þeirra Harðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra Flug- félagsins Ernis og Jóns ívarssonar flugmanns tii Chicago í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að sækja nýja flugvél af Twin Otter gerð fyrir félagið. í sama skipti lofuðum við lesend- um blaðsins frásögn af ferðalaginu svo og ferju- fluginu til íslands. Þeir félagar hafa nú tckið saman söguna og fer hún hér á eftir. Gefum Herði orðið: Rétt sluppum út fyrir verkfall Lagt var af stað í þessa ferð seinni part dags þann 23. apríl s.l. Það var reyndar heldur seinna heldur en ráð- gert var í fyrstu þar sem vélin reyndist ekki tilbúin á réttum tíma, vegna þess að klössunin á vélinni tók heldur lengri tíma en áætlað var. Þennan dag, laugardaginn 23. apríl var búið að vera mikið að gera hjá félaginu. Við Jón vorum báðir búnir að fljúga mikið þennan dag, m.a. hafi Jón farið tvær ferðir til Reykjavíkur og ég eina ferð til Suðureyrar og Akureyrar. Þegar að brottför kom sáum við fram á að til þess að ná fluginu til Bandaríkjanna sem var síðasta flug frá land- inu vegna yfirvofandi verk- falls verslunarmanna þurftum við að láta fljúga með okkur beint til Keflavíkurflugvallar. Það tókst í tíma og við flugum með DC8 þotu Flugleiða beint til Chicago. Yélin keypt á uppboði Vél sú sem við vorum að sækja var upphaflega keypt í febrúar síðastliðnum á upp- boði í Kaliforníu. Það var bankastofnun sem átti hana. Eftir þau kaup, sem reyndar voru góð kaup, flugum við vélinni til Chicago til yf- irferðar. í þeirri yfirferð, sem við vorum að sækja hana úr núna var farið yfir hreyfla, skrúfur, öll siglingartæki voru endurnýjuð svo og talstöðvar og radarar. Þá var vélin öll klædd upp, settar voru í hana nýjar innréttingar og hún Jón ívarsson að hlaða vélina. Jón og Hörður á Dupage flugvelli máluð. Þannig að hún er sem ný á eftir. Eins og gráir kettir í viku Strax daginn eftir komuna til Chicago fórum við að huga að okkar flugvél og þegar að við fundum hana á Dupage flugvelli rétt fyrir utan borg- ina kom í ljós að ýmislegt átti eftir að gera við hana svo að hún yrði ferðafær. Við vorum því eins og gráir kettir í kring- um blessaða ameríkanana því allt skyldi um borð í vélina eins og samningar hljóðuðu uppá. Eftir viku stress og nokkur reynsluflug var vélin loks tilbúin til heimferðar, það var laugardaginn 30. apríl. Eftir að hafa komið fyrir 8 tunnum með auka- eldsneyti var vélin loks til- búin til flugs til íslands. Fjörkálfur hinn mestiájörðu niðri Með okkur Jóni í ferðinni til landsins var Jón Gunnars- son, kunningi minn og flug- maður hjá TWE flugfélaginu í Kaliforníu. Jón þessi flýgur einmitt Twin Otter vélum hjá félaginu. Jón hafði aldrei flogið þessa leið áður og hafði því mjög gaman af ferðinni. Híann sá t.a.m. Grænlands- jökul þarna í fyrsta skipti og það var falleg sjón. Einnig var með okkur í ferðinni fimm ára gamall sonur Jóns. Drengurinn sá var fjörkálfur stuttu fyrir brottför. hinn mesti þegar hann var á jörðu niðri en um leið og upp í vélina var komið sofnaði hann. Ég held að ég megi segja að drengurinn hafi sofið alla leiðina. Lagt af stað Ferðin til íslands hófst seinnipartinn á laugardegin- um, nánar tiltekið kl. 21:50. Klifrað var upp í 10.000 fet. Stefnan var tekin austur yfir Michigan vatn, þaðan yfir London og Toronto í Kan- ada. Þar vorum við staddir kl. 00:40. Smá skýjabólstrar voru á leiðinni og er við komum yfir Toronto er farið að skyggja því er flugið hækkað í 12.000 fet. Síðan er lent í Sept Ues í rigningu og svartamyrkri, sjö og hálfri klukkustund síðar eða kl. 05:18 að íslenskum tíma. Þar var því lítið hægt að gera. í Sept Iles var vélin tollaf- greidd eins og gert er þegar maður kemur inn í nýtt land. Klukkan 06:55 að íslenskum tíma var haldið í hann aftur og stefnan tekin á Goose Bay eða Gæsaflóa. Þá var farið að stytta upp og skýjafar orðið léttara, en náttmyrkur. Flogið var á móti sólarupp- komu og bjartara veðri. Lent var í Goose Bay nákvæmlega tveimur klukkustundum síðar. Þar var bjart og kalt en heiðskýrt. Vélin var fyllt þar af eldsneyti, þar sem við ætluðum ekki að stoppa meira á leiðinni fyrr en heim væri komið.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.