Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.05.1988, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 25.05.1988, Blaðsíða 14
14 BÆJARINS BESTA Menntaskólinn á ísafirði: 27 stúdentar - Rögnvaldur Daði Ingþórsson dux scholae - í fyrsta sinn útskrifað af skíðabraut Menntaskólanum á ísafirði var slitið í 18. sinn sl. laugar- dag. Björn Teitsson skóla- meistari flutti ræðu þar sem hann rakti starfsemi þess skólaárs sem nú er nýlokið. í máli sínu fjallaði Björn nokkuð um þá breytingu sem varð á skipulagi skólamála á ísafirði er Menntaskólinn tók á sl. sumri við fræðslu Iðn- skólans á ísafirði. í vetur sem leið fór öll bókleg kennsla iðngreina fram í Menntaskól- anum. f máli Björns kom fram að áformað væri að hefja von bráðar vinnu við frágang lóðar skólans, eða um leið og verktaki fengist til að vinna verkið. þá hefur og verið ákveðið að verkmenntahús skuli rísa í námunda við skól- ann og hefur byggingarnefnd verið skipuð. Gegnir Snorri Hermannsson formennsku í henni. Þá vék Björn tali sínu að skiptingu nemenda við skól- ann. Við skólann stunduðu nám í vetur 246 nemendur, þar af 133 í hefðbundnum dagskóla Menntaskólans. Skólinn útskrifaði að þessu sinni 4 nemendur af 2. stigi vélstjórnarbrautar og 6 af 1. ári skipstjórnarbrautar. Hæstu einkunn af skipstjórn- arbraut náð> Þorsteinn Gests- son, 8.00. Af tveggja ára við- skiptabraut voru 7 nemendur útskrifaðir. Þar varð Hildur Gylfadóttir hæst, með eink- unnina 7.45. Menntaskólinn á ísafirði útskrifaði að þessu sinni 27 stúdenta, 3 af eðlisfræði- braut, 8 af hagfræðibraut, 9 af mála- og samfélagsbraut, og 7 af náttúrufræðibraut. Hæstu stúdentsprófseinkunn, 8.53, náði Rögnvaldur Daði Ingþórsson frá ísafirði, Margrét Vagnsdóttir frá Bol- ungarvík varð næst hæst með einkunnina 7.83, og þriðju hæstu einkunnina, 7.78, var Linda Kristmannsdóttir frá ísafirði með. Tíu ára stúdentar fjöl- menntu á svæðið. Til máls tók, fyrir hönd þeirra, Bryn- dís Friðgeirsdóttir. Gáfu þeir skólanum peninga í sjóð til kaupa á píanói. Þá minntist Björn Teitsson í stuttu máli Ragnars H. Ragnar og Símonar Helga- sonar sem báðir komu mikið við sögu í ísfirsku skólalífi og féllu frá á vetrinum. í framhaldi af því tók til máls, f.h. nemenda á skip- stjórnarbraut Menntaskól- ans, Gísli Jón Kristjánsson. Færðu þeir skólanum að gjöf málverk af Símoni Helgasyni sem ekkja hans, Elísa Elías- dóttir, afhj úpaði. Menntaskólinn á ísafirði Elísa Elíasdóttir, ekkja Síi af Símoni. Rögnvaldur Daði Ingþórsson, dux scholae. útskrifaði að þessu sinni í fyrsta skipti nemendur sem stundað hafa nám í skíðavali skólans. í tilefni þess tók til máls Sigurður Einarsson formaður Skíðasambands íslands. Lýsti hann ánægju stjórnar SKÍ með samskiptin við MÍ og fyrir það tækifæri sem skóíinn hefur veitt ungu íþróttafólki til að stunda íþrótt sína samfara námi. Þá færði Sigurður þeim tveimur stúdentum sem fyrstir útskrif- ast af skíðavalinu, þeim Lindu B. Steinþórsdóttur frá Keflavík og Rögnvaldi D. Ingþórssyni, gjöf frá SKÍ. Þá var komið að hápunkti dagsins, sjálfri útskrift stúdentanna. Björn Teitsson afhenti prófskírteini og verðlaun og gaf nýstúdentun- um leyfi til að setja hvíta kollinn langþráða upp. Rögn- valdur D. Ingþórsson tók til máls fyrir hönd nýstúdenta sem að lokum kvöddu skól- ann sinn með þreföldu húrra- hrópi. Því næst léku tveir nemendur skólans fjórhent á píanó áður en Björn Teitsson sleit skólanum formlega. Helgasonar, afhjúpar málverk |6| BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU AUGLÝSING um aðgerðir vegna ökutækja án skráningarnúmera Athygli ver vakin á því, að óheimilt er að láta ökutæki án skráningarnúmera standa á götum bæjarins, almennum bifreiðastæðum eða opnum svæðum. Eigendum slíkra ökutækja er hér með gefinn frestur til 1. júní 1988 til þess að koma þeim á viðeigandi geymslustað. Að þeim tíma liðnum má búast við því, að ökutæki þessi verði án frekari fyrir- vara fjarlægð á kostnað eigenda sam- kvæmt heimild í 14. gr. lögreglusam- þykktar fyrir ísafjarðarkaupstað nr. 474/ 1984. 18. maí 1988. Bæjarfógetinn á ísafirði. Pétur Kr. Hafstein.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.