Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.05.1988, Blaðsíða 30

Bæjarins besta - 25.05.1988, Blaðsíða 30
30 BÆJARINS BESTA SMAAUGLYSINGAR Hammond orgel Til sölu er Hammond orgel. Uppl. í síma 4790 (Björn). Barnfóstra Stúlka óskast til að passa 4 ára gamla stúlku fyrir hádegi í sumar. Þyrfti að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar í síma 3650. Hjólhýsi Til sölu er 10 feta hjólhýsi í mjög góðu standi. Upplýsingar í síma 7181. Þakjárn Tilsölu erþakjárn. Selstódýrt. Upplýsingar í Blikksmiðju Erl- endar í síma 4091 og 4488. Hjólabretti Til sölu er hjólabretti fyrir byrj- endur. Er með sandpappír á. Upplýsingar í síma 3095. Hamstrar Hamstrar til sölu. Upplýsingar í síma 4258. Golfkylfur Til sölu golfkylfur. Upplýsingar í síma 7234. Gömul húsgögn Kaupi gjarnan kommóður, borðstofuhúsgögn og skápa úr massívum viði, furu eða eik. Má vera málað eða illa farið. Upplýsingar í síma 8222 á dag- inn og 8111 á kvöldin. Bjór Tíu ára gagnfræðingar á ísafirði sem ætla að halda upp á afmælið á næstunni óska eftir að kaupa nokkurt magn af bjór (áfengu öli). Uppl. í síma 3135 á kvöldin. Barnapössun Tólf til fjórtán ára stúlka óskast til að gæta eins og hálfs árs ga- mallar stelpu í 2-3 tíma á dag, eftir samkomulagi. Tilvalið með annarri vinnu. Upplýsingar í síma 3502. Saab 96 Til sölu er Saab 96 árgerð 1974. Ný dekk. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 3887 eftir íd. 19. Skoda Til sölu Skoda 120 LS, árg. 1986. Skipti á nýrri og dýrari bíl. Milligjöf staðgreidd. Uppl í síma 4948 eftir kl. 19. Subaru „bitabox“ Til sölu er Subaru „bitabox“,. árgerð 1983. Fjórhjóladrifinn. Upplýsingar í síma 3380. SKÝRSLA VIKUNNAR Fullt nafn: Erling Sörensen. Hvar og hvenær fæddur: 24. september 1929 á ísafirði. Fjölskylduhagir: Kvæntur Arnfríði Hermannsdóttur. Eigum fjögur börn. Helstu kostir: Annarra að dæma. Helstu gallar: Annarra að dæma. Bifreið: Toyota Corolla 1988. Hvað flnnst þér best við starfið? Fjölbreytt. Hvað finnst þér verst við starfið? Þegar ekki tekst að veita góða þjónustu af ein- hverjum ástæðum. Fyrri störf: Símritari. Laun: Mjög þokkaleg. Ef þú starfaðir ekki við það sem þú gerir, hvað myndir þú þá vilja gera? Margt kemur til greina. Ertu góður kokkur? Sæmileg- ur. Besti matur sem þú færð: Fiskur ýmiskonar. Versti matur sem þú færð: Hrísm j ölsveliingur. Erling Sörensen umdæmisstjóri Pósts og síma Langar mest að hitta James Galway Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óstundvísi. Hvaða blöðum og tímaritum hefur þú mestar mætur á? Engu öðru fremur. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fer á skíði, spila golf og stunda aðra útiveru. Les, hlusta á tónlist o.fl. Hlustar þú mikið á tónlist, og þá hvernig? Já, klassíska tónlist. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og kurt- eisi. Hvað fer mest í taugarnar á þér I fari annarra? Frekja og ókurteisi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? James Galway. Hver er faUegasti staður á íslandi sem þú hefur komið á? Mývatn. Hver er uppáhalds fjölmiðla- maðurinn þinn? Ómar Ragn- arsson. Uppáhaldsleikari: Gísli Halldórsson. Hvaða stjómmálamaður er númer eitt að þínu mati? Enginn. Ertu ánægður með stjórn bæjarins þíns? Nei. Hvað mál myndir þú setja á oddinn ef þú yrðir bæjarstjóri í einn mánuð? Gatnagerð og önnur umhverfismál. Hefur þú náð takmarki lífs þíns? Nei.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.