Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.1989, Síða 4

Bæjarins besta - 12.04.1989, Síða 4
4 BÆJARIJMS BESTA Skíðaíþróttir: Síðustu mót vetrarins Akureyringar efstir í svigi og stórsvigi Um helgina fóru fram síðasta bikarmót vetrarins á Selja- landsdal í svigi og stórsvigi og bikar-og punktamót í göngu, auk Ski-cross keppni sem sagt er frá annnars staðar í blaðinu. I svigi og stórsvigi á laugardag varð sigurvegari Guðrún H. Kristjánsdóttir (A) og í öðru sæti, einnig í báðum greinuin, varð Anna María Malmquist (A). f þriðja sæti í svigi varð Mar- grét Rúnarsdóttir (1) og í fjórða sæti Þórunn Pálsdóttir (í). í þriðja sæti í stórsvigi varð María Magnúsdóttir (A) og í fjórða Harpa Hauksdóttir (A). Á sunnudag var aftur keppt í stórsvigi og þá sigraði Ánna María Malmquist en Guðrún varð í öðru sæti. í þriðja varð Margrét Rúnarsdóttir og í fjórða varð Þórdís Hjörleifsdóttir frá Reykjavík. \ göngunni urðu úrslit þau að í fyrsta sæti í flokki 13-15 ára stúlkna í 2,5 km. göngu með frjálsri aðferð varð Hulda Magn- úsdóttir (S), í flokki 13-14 ára drengja í 5 km. göngu varð fyrst- ur Kristján Hauksson (Ó), í flokki 17-19 ára pilta í 10 km. göngu með varð Sölvi Sölvason (S) og í flokki 14-16 ára drengja í 7,5 km göngu með varð Daníel Jakobsson (í). í flokki karla 20 ára og eldri í 15 km göngu vann Einar Ólafsson (í). Bikarmeistarar vetrarins í göngu eru einmitt þetta sama fólk sem hér er talið upp og BB óskar þeim til hamingju með ár- angurinn. Félagsstarf aldraðra: Kaffisala «g söluborð í Hh'f Sunnudaginn 16. apríl verður kaffisala í Hlíf á 2. hæð og einnig verður söluborð með alls konar handunnum munum í vinnusal Félagstarfs aldraðra í kjallaranum. Starfsfólk Félags- starfsins og aldraðir sjálfir standa að þessu framtaki til styrktar ferðasjóði. Einnig munu ýmsir úr félögum aðstoða. Á söluborðinu verða meðal annars fallegar gólfmottur, alls konar púðar, loðdýr, ámálaðir dúkar og barnabolir, sokkar, vettlingar, skrautnælur og fleira. ísfirðingar og nágrannar eru hvattir til þess að leggja öldruð- um lið með því að koma til að fá sér kaffi og vöfflur og kaupa fal- lega muni, jafnframt því að kynnast því sem fram fer í Fé- lagsstarfi aldraðra. Hittumst sem flest í Hlíf á sunnudaginn 16. apríl kl. 15.00, verið öll velkomin. Málfríður Halldórsdóttir forstöðumaður Félagsstarfs aldraðra RITSTJ ÓRN Fyrir hinn almenna borgara, sem ekki getur látið gjaldþrota fyrirtæki sitt fara á hausinn og keypt það síðan skuldlaust af sjálfum sér; fyrir gamalmennið og sjúklinginn, sem eiga allt sitt undir náð hins opinbera; fyrir eyrarvinnukarlinn og skúringarkonuna, sem fyr- ir gustuk ein heldur atvinnunni, þar eð störf hennar eru svo óarðbær, hefur umræðan í þjóðfélaginu und- anfarið verið athygli verð. Pótt ekki væri mark á takandi nema litlu einu af öllu því er sagt hefur verið þá væsir svo sannarlega ekki um litla manninn. Hann virðist eiga fleiri hauka í horni en í franska borgaraflokknum. Ekki hafði illa innrættum stjórnmálamönnum fyrr komið til hugar, að einhvers staðar mætti spara í heilbrigðiskerfinu, en velhugsandi læknar ruku upp til handa og fóta. Upp hófst margradda kórsöngur um aðförina að gamla fólkinu og sjúklingunum. Hver um annan þveran ruddust læknarnir fram á ritvöllinn berjandi sér á brjóst. Misvitrum leiðtoga hafði heldur betur orðið á í messunni. Hann hafði vanvirt helgan rétt læknanna, rétt sem í raun er þeim kvöð, en þeir leggja á sig til verndar hinum sjúku. Smáræði þessu mun félagi leið- togans og forveri á valdastól hafa gaukað að læknum sínum tíma til að gera launatöluna á framtalsseðlinum trúverðugri. Þegar miður hugsandi maður í fjármálaráðuneytinu lét sér til hugar koma að skattleggja árlegar milljóna vaxtatekjur urðu sjálfboðaliðar, er gáfu sig fram til að vernda ellilífeyri og ekknabætur viðkomandi einstak- linga, ekki á fingrum taldir. Þarna skorti litla mann- inn aldeilis ekki haukana, sem af einskærri mann- gæsku gengu fram fyrir skjöldu til verndar smælingjanum, skeytandi lítt um hvað brynni á eigin skinni, að sjálfra sögn. Árum saman hafa verkalýðsforingjar bitið í skjald- arrendur við upphaf samninga og krafist meiri réttar verst settu skjólstæðingum sínum til handa. Og ævin- lega hafa öðlingarnir hinum megin borðsins verið þeim sammála. A þessum vettvangi hefur litla mann- inn ekki skort meðræðara. Illar tungur kunna aftur á móti að freistast til að segja ræðarana alla hafa róið á sama borð. Þannig hafi litli maðurinn aldrei náð landi. En það er önnur saga. Ef marka má umræðu dagsins þarf litli maðurinn ekki að kvíða framtíðinni. Verndarar hans eru á hverju strái, ávallt viðbúnir! Við leggjum því ekki eyrun að þeirri ósvinnu, að þegar betur sé að gáð séu þeir ansi margir, sem hafi hag af því að hafa litla manninn að blóraböggli. Og láti sér vel lynda. s.h. BÆJARINS BESTA, óháð vikublaö á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, S 4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóttir. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570. Setning, umbrot og prentun: H-prent sf, Suðurtanga 2,400 ísafjöröur.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.