Bæjarins besta - 12.04.1989, Side 8
8
BÆJARINS BESTA
Opið bréf til bæjarstjórnar:
Dagvistarmál
í ólestri
Vilborg Davíðsdóttir
blaðamaður skrifar:
SMÁAUGLÝSINGAR
Vélsleði
Til sölu er Arctic Cat Tawter vél-
sleði, árgerð 1978. Einnigtilsölu
á sama stað hljómflutningstæki
með geislaspilara.
Upplýsingar í 0 4928.
Aðalfundur
Aðalfundur Garðyrkjufclags
ísafjarðar verður haldinn í
Grunnskólanum mánudaginn
17. apríl n.k. kl. 2030. Venjuleg
aðalfundarstörf. Ásthildur
Þórðardóttirflytur erindi.
Stjórnin
Mitsubishi Colt
Til sölu er Mitsubishi Colt, ár-
gerð 1983, fimm dyra, vel með
farinn og í góðu standi. Upplýs-
ingargefurJóní0 3871og3382
eftirkl. 18.
Ýmislegt
Til sölu er 24’ Panasonic litsjón-
varp, 4 stk. 14’ Bridgestone
sumardekk, Emmaljunga
barnakerra, Britax barnabílstóll
og háþrýstiþvottatæki með 70
kg. þrýstingi. Upplýsingar í 49
7319. á kvöldin.
Mitsubishi Pajero
Til sölu er Mitsubishi Pajero
Turbo diesel jeppi, árgerð 1987.
Skipti á ódýrari möguleg. Upp-
lýsingar í 49 3634 eftír kl. 19.
Húsgögn
Til sölu er eldhúsborð og lcður-
stólar. Verð ca. kr. 15.000,-
Glerborð kr. 10.000.- og mynd-
bandstæki kr. 20.000,-
Upplýsingar í 49 4915.
Trabant
Til sölu erTrabant, árgerð 1982.
I góðu standi. Upplýsingar í 49
4678 á kvöldin og um helgar.
Tapað-Fundið
Tapast hafa vörubílskeðjur á
Skutulsfjarðarbraut. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hafa
samband við Björn í 49 3019
Atvinna óskast
Strákur á átjánda ári óskar eftir
atvinnu. Getur byrjað strax.
Upplýsingar í 49 4433.
Range Rover
Til sölu er Range Rover, árgerð
1979. Skipti á ódýrari koma til
greina. Upplýsingar í 49 7409.
Fundur
Fundur áhugamanna um ferða-
mál verður á fimmtudagsmorg-
un kl. 8 á Hótel ísafirði.
Allir velkomnir.
TILEFNI þess að ég tek upp
penna í dag og skrifa grein í
þetta blað er það að ég verð að
lýsa vfir vanþóknun minni á
stöðu dagvistarmála hér á Isa-
firði. í BB fyrr í vetur var sagt
frá því að um hundrað börn biðu
eftir plássum á dagvistarstofnun-
um og að engar úrbætur væru í
sjónmáli. Viðkvæðið er alltaf
hið sama: „Það eru ekki til pen-
ingar.“ En er það nú alveg rétt?
Er þetta ekki fyrst og fremst
spurning um forgangsröð?
Það voru til milljónir fyrir
stjórnsýsluhúsi, tíu milljónir fyr-
ir skíðalyftu, og voru þó til tvær
lyftur fyrir, það var hægt að sam-
þykkja 40 milljónir í Hlífar-
klúðrið, 4,8 milljónir fyrir snjó-
ruðningstæki (fyrir vorið!) og
svona má áfram telja.
18 mánaða bið fyrir
einstæða foreldra
Nú er ég ekki að halda því
fram að ofangreind útgjöld hafi
veriö algjörlega óþörf. Það sem
ég á við er hvort það væri ekki
nær að veita fjármagninu fyrst
þangað sem þörfin er mest og
neyðin er stærst.
Einstæðir foreldrar mega bíða
í eitt og hálft ár eftir plássi fyrir
börn sín á dagheimili og fólk í
sambúð í tvö og hálft ár eftir
plássi hálfan daginn á leikskóla.
„Þetta er ekkert betra annars
staðar“ er sagt. Nei, kannski
ekki í sumum bæjarfélögum, en
alls ekki öllum. Og er það ein-
hver afsökun? Höfum við rétt á
að koma illa fram við börnin
okkar af því að aðrir gera það?
Kæru bæjarfulltrúar: gerið þið
ykkur í raun grein fyrir því
hvaða áhrif það hefur á lítið barn
að flækjast á milli dagmæðra á 3-
4 mánaða fresti, til ömmu þegar
engin dagmamma fæst, jafnvel
til ættingja í öðru bæjarfélagi á
meðan beðið er eftir að pláss
losni hjá dagmóður?
Barnið mitt, sem er tæplega
tveggja ára, er að fara til nýrrar
dagmóður í næstu viku, þeirrar
þriðju á 7 mánaða tímabili og á
tímabili í vetur varð amma
barnsins að hlaupa undir bagga
þegar engin dagmóðir fékkst. í
sumar versnar enn ástandið því
flestar dagmæður hætta störfum
yfir sumarið, og þá þarf að leita
að unglingi til að gæta barnsins
fram til hausts.
Ástandið er
til skammar
Dagvistarfulltrúinn, sem nú er
reyndar búið að segja upp í
sparnaðarskyni, tjáir mér að
hugsanlega fái barnið inni á dag-
heimilinu eftir eitt til eitt og hálft
ár. Þangað til heldur þrauta-
gangan áfram, frá einni dagmóð-
urinni til annarar.
Er ekki kominn tími til að þið
gerið eitthvað? Ástandið í dag-
vistarmálum hér er til háborinn-
ar skammar fyrir bæjarfélagið.
Það eru börnin, fyrst og síðast,
sem líða fyrir hvernig málum er
komið. Þau greiða að vísu eng-
um atkvæði, borga enga skatta,
en þau eiga samt sinn rétt. Hugs-
ið um það næst þegar þið greiðið
atkvæði um fjárhagsáætlun. Það
er ekki endilega þörf á að eyða
tugmilljónum í byggingu nýs
dagheimilis, á ekki bærinn fullt
af húseignum?
Eitt er víst, á meðan dagvist-
armálin eru í slíkum ólestri þá
flýst fjölskyldufólk ekki til ísa-
fjarðar með framtíðarbúsetu í
huga. Það er erfitt að fá íbúð til
leigu á viðráðanlegu verði hér en
enn erfiðara er að fá örugga
gæslu fyrir börnin.
Þetta er opið bréf og af feng-
inni reynslu sem blaðamaður við
BB þa veit ég að bæjarstjórn
félagshyggjuflokkanna lætur
ekki á sér standa og svarar
þessarri grein mjög fljótlega.
Það eru eflaust margir sem vilja
fá að heyra einhver svör, að
minnsta kosti foreldrar hundrað
barna á ísafirði.
Með kveðju
Vilborg Davíðsdóttir
Urðarvegi 21, ísafirði
*
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á fSAFIRÐI
PÖSTHÖLF 114 400 ISAFJÖRÐUR
REYKINGAMENN!
Takið ekki af heilsu ykkar. Hættið að reykja.
í tengslum við reyklausa daginn 12. apríl verður
haldið tóbaksvarnarnámskeið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á Heilsu-
gæslustöðinni í síma4500.