Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.1989, Side 16

Bæjarins besta - 12.04.1989, Side 16
16 BÆJARINS BESTA Tónlistarfélag ísafjarðar: Tónleikar í sal Frímúrara Einar Jóhannesson og David Knowles með tónleika Kvenfélagið Hvöt: Gaf 150.000 krónur - í minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar RIÐJU áskriftartónleikar þessa starfsárs hjá Tónlistar- félagi ísafjarðar verða haldnir næstkomandi laugardag 15. apr- íl, kl. 17.00, í sal Frímúrara í Hafnarhúsinu. Að þessu sinni sækja okkur heim þeir Einar Jó- hannesson klarinettleikari og David Knowles píanóleikari. Einar Jóhannesson þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum, hann er einn af okkar bestu tón- listarmönnum. Er það mikill fengur tónlistar- lífi í bænum að fá svo góðan tón- listarmann í heimsókn. Einar starfaði í Bretlandi um árabil og hefur komið fram sem einleikari í mörgum löndum Evrópu og Asíu. Hann er nú fyrsti klari- nettleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands. David Knowles lauk námi í píanóleik frá The Royal Northern College of Music, fluttist til Egilsstaða árið 1982 og kenndi þar við Tónskóla Fljóts- dalshéraðs. Nú starfar hann sem undirleikari við Tónlistarskóla Garðabæjar og Söngskólann í Reykjavík. David stundaði nám hjá Dalton Baldwi'n og var einn af ellefu nemendum víða að úr heiminum sem valdir voru til að taka þátt í námskeiði hjá honum í Frakklandi í fyrra Þeir félagar verða einnig með tónleika í Bolungarvík, fimmtu- daginn 13. apríl kl. 20.30 og á Flateyri föstudaginn 14. apríl kl. 20.30. Efnisskrá þessarra tónleika er bæði fjölbreytt og skemmtileg og er óhætt að fullyrða að enginn verður svikinn af því að koma og hlýða á þá félaga. Fréttatilkynning KVENFÉLAGIÐ Hvöt í Hnífsdal afhenti 150.000 króna gjöf til Minningarsjóðs Úlfs Gunnarssonar fyrrverandi yfirlæknis Fjórðungssjúkrahúss- ins á ísafirði þann 6. apríl síðast liðinn. Guðmundur Marinósson framkvæmdastjóri sjúkrahússins tók við gjöfinni sem afhent var af stjórn félagsins og þakkaði fyrir hana. Hann sagði gjöfina koma sér vel til að halda áfram tækjavæðingu hússins og fór einnig nokkrum orðum um Úlf heitinn og sagði hann enn vera með starfsfólkinu á sinn hátt. N, KVEÐJUM HARÐAN VETUR MEÐ GLÆSIBRAG i föstudagskvöldið r-v*. Sjávarréttaveisla á Hótel 14. apríl ogsíðasta vetrarda Fjölbreytt úrval sjávarrétta og annarra rétta á hlað- borði fyrir sœlkera. A laugardagskvöld er fjölbreyttur matseðill að að vanda. Því ekki að gera sér dagamun í vetrarlok. Verið velkomin. Munið að pantaborð tímanlega. % Sími 4111

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.