Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 2
Hefur æfingum verið slegið á frest hjá ykkur? Nei, það er ekki búið að gera það. Hjá okkur í Fylki var ákveðið að gefa frí á sunnudaginn og helgarfríið þannig lengt. Það á því að vera æfing á mánudaginn. Það eru hvorki komin skýr svör frá KSÍ né ÍSÍ varðandi hvernig æfingar eiga að fara fram. Í gær [fimmtudag] gerði Líney [Halldórsdóttir], framkvæmdastjóri ÍSÍ, þó ráð fyrir að æfingar gætu farið fram með eðlilegum hætti. Ég er enginn sérfræðingur í þessu en miðað við hvernig þetta var síðast þegar það var sett tveggja metra regla voru æfingar ekki leyfðar nema með ströngum skilyrðum. Þá var frekar erfitt að halda fótboltaæfingu. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera eitthvað öðruvísi núna. Eru knattspyrnumenn svartsýnir á stöðuna? Ég hef aðeins heyrt í þeim sem ég þekki og menn eru ekki mjög peppaðir fyrir því að þetta sé að gerast aftur. Menn eru svolítið svartsýnir, sérstaklega í ljósi þess að síðast var þessi tími ekkert sér- staklega skemmtilegur. Þá var maður að æfa einn eða kannski með einum eða tveimur öðr- um í einhverjum hlaupaæfingum og svo fram- vegis. Þá og nú er það þessi óvissa sem er uppi. Maður veit ekki hvað þetta varir lengi. Nú er búið að herða samkomubann í tvær vikur og KSÍ búið að fresta leikjum til 5. ágúst en það hefur enga merkingu aðra en að staðan verður tekin aftur þá. En þetta er bara staðan og það þýðir ekki annað en að vera bjartsýnn á að þetta byrji sem fyrst aftur. Heldurðu að leikmenn séu til í að spila með enga áhorfendur og halda sig þá til hlés varðandi samkomur? Ég held að leikmenn liðanna séu tilbúnir að gera það sem þarf til að klára mótið. Það er auðvitað ekki jafn skemmtilegt án áhorfenda. Ég held að það sé vilji allra en svo er spurningin hvort félögin geta það. Geta þau haldið leiki og verið með fólk í gæslu þegar engar tekjur koma inn af leikjum? Ég held samt að langflestir séu á því að klára mótið, sé kostur á því. Það verður að koma í ljós með hvaða hætti það verður gert og snýst auðvit- að á endanum um öryggi fólks. Það eru auðvitað alltaf ein- hverjir leikmenn sem eru ekki tilbúnir að spila ef allt er ekki öruggt. Það eina sem hægt er að gera í þessu er að bíða, vona það besta og búa sig undir það versta. ARNAR SVEINN GEIRSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 Þegar ég hóf störf hér á blaðinu sem sumarstarfsmaður í fyrra vissi égekkert hvað ég var að gera. Allt var svo nýtt og framandi. Ég hef lík-lega unnið hægar en nokkur maður hefur gert á Morgunblaðinu og það tók mig fleiri klukkutíma að undirbúa mig fyrir lítið viðtal sem í dag krefst nokkurra mínútna undirbúnings. Ég lærði þó fljótt inn á hlutina og varð öruggari með mig. Viðtalstæknin hefur þó nákvæmlega ekkert breyst. Ég skrifa einfaldlega nið- ur nokkrar spurningar, hringi í fólk eða hitti það, spyr að því sem ég vil vita og sé hvert samtalið fer. Einstaka sinnum þarf að teygja lopann svo viðtalið verði nú innihaldsríkt en á öðrum stundum þarf að hafa sig allan við til að viðmæland- inn blaðri ekki út í eitt. Ég tek viðtalið upp á upptökutæki sem ég svo hlusta á á eftir og skrifa upp greinina. Mér til mikillar furðu er þetta ekki það sem allir blaðamenn gera. Á fréttadeildinni, þar sem fólk þarf að hafa hraðar hendur við að koma efni frá sér, skrifa einhverjir jafn- óðum upp í tölvu svör viðmælenda sem þeir hringja í. Ég verð að við- urkenna að ég hef engan skilning á því hvernig slíkt fer fram. Bæði skrifa ég miklu hægar en nokkur maður talar og það myndi líklega slökkna á heilanum á mér við það eitt að reyna það. Einn kollegi minn virðist þó ekki finna fyrir þessu. Hann tekur viðtölin ekki upp heldur skrifar þau einfaldlega á blað. Svo sest hann niður og skrifar upp löng og nákvæm viðtöl eins og hann eigi þetta allt á upptöku. Raunar held ég að hann skrifi ekkert niður. Ég hef kíkt á minnisblöðin og sé ekkert nema bylgjur sem ekki er nokkur leið að lesa. Hann er mögulega með upptökuminni, maðurinn. „Bylgjuminni“ kannski? Ég hef gert tilraun til að skrifa niður punkta í mínum viðtölum en það geng- ur alltaf jafn illa. Einbeitingin fer út um þúfur og ekki nokkur leið fyrir mig að bregðast við því sem fólk segir. Sömu sögu er að segja um skólagöngu mína. Ég hef alltaf haft það fyrir sið að glósa ekkert nema kennarinn skrifi það upp á töflu og augljóst er að ég þurfi að kunna efnið. Ef ég reyni að glósa það sem hann segir missi ég alla einbeitingu og meðtek ekkert sem fram fer. Það hefur þó reynst mér vel hingað til að hlusta og skrifa ekkert, bæði í skól- anum og hér á blaðinu. Að minnsta kosti hefur lítið verið sett út á viðtöl mín ef frá eru talin nokkur nafnlaus bréf (já, bréfpóstur) þar sem málkunnátta mín er til umræðu. (Fyrst var bréf stílað á mig en síðan hefur viðkomandi líklega gef- ist upp þegar ekkert batnaði og sendi þá beint á umsjónarmann blaðsins). Ég held ég haldi mig því við mína viðtalstækni og leyfi öðrum að skrifa viðtölin upp og teikna bylgjur til að hjálpa sér að muna. Bylgjuminni Pistill Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’Raunar held ég aðhann skrifi ekkert nið-ur. Ég hef kíkt á minn-isblöðin og sé ekkert nema bylgjur sem ekki er nokkur leið að lesa. Þórir Benediktsson Á Big Lebowski. SPURNING DAGSINS Hvar er besti bitinn í bænum? Sigrún Kristinsdóttir Á kjúklingastað. Þórður Pétursson Á Mandi. Arna Pálsdóttir Á Flatey Pizza. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Íslandsmótinu í knattspyrnu var slegið á frest á fimmtudag í kjöl- far herts samkomubanns. Arnar Sveinn er leikmaður Fylkis í Pepsi-Max-deildinni og forseti Leikmannasamtaka Íslands. Rými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Ekki mjög peppaðir Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.