Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 18
Í Síðumúla 35, nánar tiltekið á hársnyrtistofunni Blondie, má finna einn vinsælasta, ef ekki vinsælasta, rakara landsins. Gunnar Malmquist hefur varla við að sinna kúnnum, enda einkar fær með rakvélina á lofti. Gunnar, sem skapað hefur vöru- merkið Vikingblendz í kringum þjónustu sína, hefur hingað til ver- ið best þekktur fyrir tilþrif sín á handboltavellinum enda einkar baráttuglaður varnarmaður og lunkinn hornamaður (og nú nýlega miðjumaður). Liðsmenn andstæð- inga liðs hans, Aftureldingar, kvíða oft fyrir því að lenda í krumlunum á manninum, sem ég get staðfest að er ekki þægilegt. Sömu sögu er ekki að segja um þá sem mæta í klippingu til Gunnars. Hann nostrar við þá og sendir út með ferskt „fade“ eins og það er kallað. Þeir hörðustu mæta til Gunnars á tveggja vikna fresti, jafnvel oftar. Menntunin einhæf „Þetta byrjar í raun án þess að ég átti mig á því,“ segir Gunnar um upphaf rakaraferilsins. „Ég fatta aldrei að mig langi að verða rakari en öll mín yngri ár var ég alltaf að spá í hárið á mér og vildi alltaf vera með flottustu greiðsluna. Ég hafði alltaf mikla skoðun á hári.“ Meðfram menntaskólagöngu sinni í Verzlunarskóla Íslands starfaði Gunnar á hársnyrti- stofunni Modus í Smáralind. „Bara til að hjálpa til; selja vörur, þvo hár og svona,“ segir Gunnar, sem vann þar aðra hverja helgi með náminu. „Eftir Verzló nennti ég ekki að fara í þetta venjulega. Ég nennti ekki að fara í viðskipta- fræði, sálfræði eða íþróttafræði.“ Gunnar útskrifaðist úr Verzl- unarskólanum 2016 og hóf nám hjá Hárakademíunni 2017 og út- skrifaðist þaðan 2018. „Ég ákvað bara að skella mér í þetta því ég vissi að ég kynni alveg helling í þessu fagi. Ég ákvað að fara í Hárakademíuna og prófa þetta og varð bara ástfanginn af faginu.“ Gunnar segir hársnyrtimenntun hér á Íslandi góða. „En ef þú ætl- ar að gera herraklippingar að sér- sviði þínu er menntunin mjög tak- mörkuð. Það er eiginlega bara ein leið í boði fyrir hársnyrtifólk,“ segir hann og bætir við að um 20% af náminu snúist um herra- klippingar en 80% að hársnyrtingu kvenna. Gunnar hefur því þurft að leita annarra leiða við að afla sér þekk- ingar og bæta hæfni sína. „Ég fer til Bandaríkjanna á námskeið, kynnist meiri rakarastemningu þar og sæki mér menntun þaðan.“ Þar að auki er hann að miklu leyti sjálflærður, þ.e. hann hefur aflað sér þekkingar á netinu í gegnum námskeið vinsælla rakara en einn- ig myndbönd á YouTube. Háleit markmið Eins og áður sagði bíða menn í röðum til að komast að í klippingu hjá Gunnari. Og það aðeins tveim- ur árum eftir að hann klárar hár- snyrtinámið og um ári eftir að hann fær sveinspróf. „Fyrir tveimur árum hafði ég ákveðna hugmynd um hvað mig langaði að gera. Og miðað við hvað ég er búinn að gera lítið af því sem mig langaði að gera finnst mér ótrúlegt hvað það er búið að ganga vel.“ Hvað langar þig að gera? „Ýmislegt. Opna rakarastofur, ekki bara eina heldur vonandi fleiri og búa til ákveðna keðju hérna á Íslandi. Mig langar rosa- lega mikið að fara í efnabransann. Búa til gel og aðrar hárvörur. Búa til íslenskt fyrirbæri sem myndi lifa. Svo um daginn kom upp hug- Þakklátur fyrir bannið Gunnar Malmquist er einn vinsælasti rakari landsins. Hann er einkar vinsæll hjá yngri kyn- slóðinni og hefur farið út fyrir landsteinana til að kynna sér það sem er vinsælast í rakaramenning- unni. Hann er hvergi banginn og stefnir hærra; vill opna eigin stofu og framleiða hárvörur. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Hér má sjá svokallað „design“ þar sem Gunnar leikur listir sínar með rakarahnífnum. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 LÍFSSTÍLL 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.