Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 LÍFSSTÍLL Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is mynd um að búa til spjallþætti sem tengjast klippingum. Ekki hlaðvarp heldur þætti sem eru teknir upp og varpað í gegnum In- stagram og Facebook til að byrja með. Þá myndi ég fá einhverja þekkta einstaklinga í klippingu og spjalla við þá á meðan. Ef það gengur vel gæti verið spennandi að fara lengra með það.“ Vorum langt á eftir Aðalsmerki Gunnars í herraklipp- ingunum er svokallað „skinfade“. „Fade“ á við þegar hárið er nokk- uð stutt ofan á hausnum en verður svo jafnt og þétt styttra þegar farið er niður með hliðum og að aftan. „Skinfade“ er það sama nema rakað er alveg niður að húð- inni og ekkert skilið eftir þar sem hárið er styst. Fáir hér á landi kunna að gera „skinfade“ betur en Gunnar Malmquist. „Þegar ég varð ást- fanginn af náminu tók ég strax eftir því að allt sem er að gerast úti í heimi, og þær klippingar sem eru vinsælar þar, var engan veg- inn komið til landsins. Ég var mjög heppinn að fá áhuga á þessu á þessum tíma því mér fannst við vera rosalega langt á eftir á þessu sviði. Við vorum enn þá bara í venjulegu herra- klippingunum. „Bara einn [senti- metri stilltur á rakvélina] í hlið- unum og stytta aðeins að ofan, kallinn minn.““ Svokölluð „eyja“ var vinsæl á þessum tíma. „Já, bara raka alveg upp að skipt- ingu,“ segir Gunnar sposkur. Gunnar lagði áherslu á að læra það sem var í gangi úti í heimi. „Ég hugsaði, „Ég ætla að læra þetta. Ef ég læri þetta og verð góður í þessu þá fæ ég marga kúnna,“ og það hefur skilað sér, heldur betur.“ Annað sem Gunnar gerir mikið af er svokallað „design“. Þá rakar Gunnar alls kyns mynstur í hár kúnnanna. Færðu útrás fyrir listamanninn í þér við það? „Já, ég held það. Sérstaklega þegar ég fæ að ráða alveg sjálfur hvað ég geri. Yfirleitt er ég ekki með neina hugmynd ákveðna fyrir fram. Ég er kannski með eina línu sem ég byrja á að setja inn og vinn svo út frá henni. Mér finnst það alveg ótrúlega gefandi og það er smá hugleiðsla fyrir mig. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það en þetta er sérstök tilfinning. Einhver listamannatilfinning, lík- lega. Að tjá sig í verki en ekki orðum.“ Tvær týpur vinsælastar Þegar ég spyr Gunnar hvað sé vinsælast í sumar hjá þeim sem til hans koma nefnir hann tvennt. „Það er annaðhvort að þú kemur inn á stofu og þú vilt halda hárinu nokkuð síðu að ofan og greiðir það fram. Vilt hafa það „Flónalegt“ eins og sagt er; rétt fyrir ofan augabrúnir. Færð strípur í topp- inn og „skinfade“ í hliðarnar. Hin týpan er þannig að þú vilt vera krúnurak- aður með háum kambi að ofan, tveir sentímetrar, og mjög hátt „skinfade“ í hlið- arnar, hærra en hin týpan.“ Að lokum spyr ég Gunnar út í samkomubanns- tímann, sem var erfiður fyrir margt hársnyrtifólk, er öllum stof- um var lokað í nær sex vikur vegna kórónuveirunnar. „Á þeim tíma fannst mér þetta mjög erfitt. Mér fannst þetta svo ósanngjarnt, allt var á móti manni, maður gat ekki unnið og þetta var mikið tekjutap. En svo eftir á að hyggja er maður bara þakklátur fyrir þennan tíma. Maður fékk að kynn- ast því hvernig það er að hafa ekki vinnu og vera ekki mikil- vægur á einhverjum ákveðnum stað. Maður gat tekið eitt skref til baka og andað.“ Þeir sem vilja fylgjast með Gunnari geta farið á vikingblendz- .com eða fundið hann á Instagram undir nafninu Vikingblendz. „Ég hafði alltaf mikla skoðun á hári,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Mér fannst þettasvo ósanngjarnt,allt var á móti manni,maður gat ekki unnið og þetta var mikið tekjutap. En svo eftir á að hyggja er maður bara þakklátur fyrir þennan tíma. „Skinfade“ er aðalsmerki Gunnars.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.