Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 LÍFSSTÍLL Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Mallorca línan komin í sýningasal Ímyndum okkur að til væri lyf semvinnur gegn kvíða, þunglyndi ogáfallastreituröskun, hjálpar fólki að vinna bug á fíknivanda og veldur því jafnvel að heilbrigðu fólki líður betur, er ánægðara með líf sitt og á í betri samskiptum við fjölskyldu og vini. Ímyndum okkur einnig að lyfið sé ekki ávanabindandi og það þurfi bara að taka það einu sinni eða tvisv- ar og þannig geti viðkomandi breytt lífi sínu til hins betra í langan tíma, jafnvel að eilífu. Þetta lyf gæti orðið að veruleika ef rannsóknum á vitundarvíkkandi efn- um, stundum kölluð ofskynjunarlyf, fer sem fram horfir. Rannsóknir á inntöku heilbrigðs fólks, fólks sem glímir við kvíða vegna krabbameins- greiningar og reykingamanna síð- ustu árin hafa lofað góðu. Þá eru dæmi um að lyfin hafi hjálpað fólki sem glímir við áfallastreituröskun, þunglyndi, Alzheimer’s og lystarstol og eru rannsóknir á veg komnar á því sviði. Lækna alls kyns kvilla Vitundarvíkkandi efni eiga sér langa sögu meðal ýmissa þjóðfélagshópa þar sem inntaka þeirra er órjúfanleg hefð. Efnin fundu sér leið inn í vest- ræna menningu þegar bankamaður- inn Robert Gordon Wasson og kona hans, Valentina Wasson, kynntust í Mexíkó notkun ofskynjunarsveppa sem innihéldu efnið psilocíbin. Árið 1957 skrifaði Wasson um upplifun sína í bandaríska tímaritið Life. Nokkru áður, árið 1938, hafði svissneski vísindamaðurinn Albert Hofmann búið til efnið LSD í slysni á tilraunastofu sinni. Hann tók inn efn- ið fyrir slysni fimm árum síðar og komst að því að það kallaði fram alls kyns vitundarvíkkun. 1947 var LSD markaðssett sem lyf sem átti að lækna allt frá „geðklofa til glæpa- hegðunar, „óeðlilegra kynferð- ishvata“ og alkóhólisma“. LSD og psilocíbin hafa svipuð áhrif á heilastarfsemi og náðu nokkurri fótfestu næstu árin, sérstaklega með- al ungs fólks. Rannsóknir voru gerð- ar og var Timothy Leary við Har- vard-háskóla ötull talsmaður þessara efna. Hann gerði frægar rannsóknir með LSD og psilocíbin á 7. áratugn- um en nokkuð virðist hafa vantað upp á að þær, og aðrar, uppfylltu kröfur sem gerðar eru til vísindalegra rann- sókna. Vegna þessa og óábyrgar notkunar almennings á efnunum voru þau bönnuð í Bandaríkjunum á seinni hluta 7. áratugarins og af Sameinuðu þjóðunum árið 1971. Í einhverjum til- fellum upplifði fólk mikinn kvíða við inntöku efnanna og fór sér jafnvel að voða og hjá sumum fór andlegri heilsu að hraka eftir inntökuna. Í flestum þessum tilfellum voru að- stæður þó ekki eins og best var á kosið; fólk tók inn efnin án þess að gera sér grein fyrir áhrifum þeirra, var í aðstæðum sem það þekkti ekki og blandaði við aðra vímugjafa. Ótrúlegar niðurstöður Þar til í upphafi síðasta áratugar voru allar rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum bannaðar. Átti það við um bæði LSD og psilocíbin en einnig efni eins og N,N-Dimethyltryptamín (DMT) sem finnst í ayahuasca, drykknum sem hefur verið drukkinn meðal frumbyggja Suður-Ameríku í að minnsta kosti þúsund ár. Þá var meskalín, virka efnið í kaktusnum peyote sem frumbyggjar Norður- Ameríku hafa notað í þúsundir ára, einnig bannað. Rannsóknir á psilocíbin hófust aft- ur fyrir tæplega 20 árum og hafa vax- ið í umfangi ár frá ári síðan. Roland Griffiths hjá Johns Hopkins- háskólanum hefur farið fyrir rann- sóknunum og gaf hann ásamt koll- egum sínum út vísindagrein úr rann- sókn þeirra árið 2006. Í rannsókninni var heilbrigðum einstaklingum gef- inn stór skammtur af efninu í þægi- legum aðstæðum með meðferðaraðila sér við hlið. Ef hræðsla eða kvíði gerði vart við sig voru meðferðarað- ilarnir til staðar til að róa fólk niður. Þátttakendur sögðu frá viðvarandi góðum áhrifum af inntökunni og sögðu jafnvel frá töfrandi eða trúar- legum upplifunum. Helmingur fólks sagði sex mánuðum eftir inntöku psilocíbins að upplifunin væri sú mikilvægasta í lífi þeirra og 80% ein af fimm mikilvægustu. Þá sögðust 90% ánægðari með líf sitt, höfðu breytt hegðun sinni og bætt sam- skipti. Þegar fólk í nánasta umhverfi þátttakendanna er spurt tekur það undir breytingarnar. Í rannsóknum á krabbameins- sjúklingum sem upplifa þunglyndi vegna yfirvofandi dauðadags líður 92% þátttakenda mjög vel eftir fimm vikur og 75% eftir sex mánuði. Það eru tölur sem sjást ekki í geðlækn- ingum. Margir þátttakenda sögðust ekki hræðast dauðann lengur. Í rannsóknum á reykingafólki tókst 80% að halda sig frá reykingum næstu sex mánuði eftir inntöku psilo- cíbins. Það er margfalt betri árangur en nokkurt annað sem notað er gegn nikótínfíkn. Öruggasta vímuefnið Þau sem taka inn psilocíbin segjast finna fyrir meiri tengingu við heim- inn allan. Finna fyrir einingu og að allt sé tengt; dýr, plöntur, hlutir. Fólk finnur fyrir auknum jákvæðum tilfinningum eins og ást, kærleika og gleði. Þá segja margir að heimurinn sem við skynjum undir áhrifum efnis- ins sé hinn sanni raunveruleiki, ekki sá sem fólk skynjar á hverjum degi. Rannsóknir benda til þess að psilo- cíbin og önnur vitundarvíkkandi efni séu ekki ávanabindandi. Þá er eitrun- in sem þau valda nánast engin og inn- byrða þarf gífurlegt magn af efninu til að það sé hættulegt, þ.e.a.s. líkam- lega. Þótt til séu sögur af fólki sem fer sér að voða undir áhrifum efnanna, stökkvi til að mynda fram af húsþaki, virðist slíkt sjaldgæft. Rannsókn frá árinu 2017 um heimsóknir á bráða- móttöku í kjölfar vímuefnanotkunar sýndi að aðeins 0,2% notenda of- skynjunarsveppa enduðu þar, lægsta hlutfall allra vímuefna. Bera þarf virðingu fyrir efnunum Hætturnar eru þó að sjálfsögðu til staðar. Þeim sem hafa háan blóð- þrýsting er ráðlagt að nota ekki efn- in. Sömu sögu má segja um þá sem glíma við geðræna vanda á borð við geðklofa. Til eru sögur af fólki sem þróað hefur með sér geðklofa eða upplifað geðrof eftir notkun psilocíb- ins eða LSD. Frásögn Braga Páls Sigurðarsonar hjá Stundinni er fróð- leg í því samhengi. Rannsóknir hafa þó ekki sýnt fram á samband á milli notkunar efnanna og geðklofa. Aðstæður við notkun og ástæður notkunar vitundarvíkkandi efna virð- ast skipta sköpum þegar áhrif þeirra eru skoðuð. Þegar áhrifin eru rann- sökuð í lækningarskyni er haldið vel utan um þátttakendur og meðferð fyrir og eftir inntöku efnanna er talin mikilvæg. „Þetta er ekki taktu-tvær- og-hringdu-í-mig-í-fyrramálið með- ferð,“ sagði Albert Garcia-Romeu, vísindamaður við Johns Hopkins, við Men’s Journal. Slæmar upplifanir þar sem ofsa- hræðsla og ranghugmyndir gera vart við sig eru því afar sjaldgæfar þegar aðstæðum er stýrt á réttan hátt. Þegar það er ekki gert og efnin eru tekin inn í bland við önnur efni og í aðstæðum sem viðkomandi upplifir sig ekki öruggan í getur niðurstaðan verið allt önnur og í raun um allt ann- an hlut að ræða. Bera þarf því virð- ingu fyrir efnunum. Spennandi verður að sjá hvað kem- ur út úr rannsóknum á þeim sem þjást af áfallastreituröskun, Alzheim- er’s eða lystarstoli og hvort einn dag- inn verði meðferð með vitundarvíkk- andi efnum eins eðlileg og hver önnur. Tölur sem sjást ekki Vitundarvíkkandi efni hafa í gegnum tíðina mætt mikilli mótspyrnu en nú hafa rannsóknir sýnt möguleika þeirra til lækninga á sjúkdómum eins og þunglyndi, áfallastreituröskun og fíknivanda. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Wikimedia Meðferðaraðilar fylgja fólki í gegnum upplifun sína af psilocíbin við rannsóknir á efninu. Þá hefur fólk bundið fyrir augun og hlustar á róandi tónlist. Rannsóknir á psilocíbin, virka efninu í ofskynj- unarsveppum, lofa afar góðu og getur efnið t.d. hjálpað fólki að hætta að reykja.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.