Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 LÍFSSTÍLL Arsenal hefur oftast allra fé- laga orðið enskur bikarmeist- ari í knattspyrnu, þrettán sinn- um, þar af sex sinnum á þessari öld. Chelsea hefur líka átt góðu gengi að fagna á þessu elsta sparkmóti heims; unnið átta sinnum, þar af sex sinnum á þessari öld. Það má því með sönnu tala um tvö heitustu bikarlið samtímans. Liðin hafa í tvígang áður leikið til úrslita og Arsenal vann í bæði skiptin. Vorið 2002 sigraði Arsenal Eið Smára Guðjohnsen og félaga 2:0, með mörkum frá Ray Parlour og Freddie Ljungberg, og vorið 2017 svo 2:1. Alex- is Sánchez kom Arsenal yfir en Diego Costa jafn- aði fyrir Chelsea. Það var svo Aaron Ramsey sem gerði sigurmark Arsenal. Chelsea kom á hinn bóginn fram hefndum í úr- slitaleik Evr- ópudeild- arinnar í fyrra; gjörsigraði þá Arsenal, 4:1. Eden Hazard skoraði tvö mörk og þeir Olivier Giroud og Pedro sitt markið hvor. Alex Iwobi svaraði fyrir Arsen- al. Arsenal hefur unnið sex síð- ustu bikarúrslitaleiki sem fé- lagið hefur tekið þátt í; tapaði síðast fyrir Liverpool 2001. Töpin tvö gegn Arsenal eru þau einu hjá Chelsea í bikarúr- slitaleikjum á öldinni en liðið vann bikarinn seinast 2018. Í ljósi velgengni félaganna tveggja kemur ekki á óvart að sigursælasti leikmaðurinn í sögu mótsins sé Ashley Cole, sem varð þrisvar bik- armeistari með Arsenal og fjórum sinnum með Chelsea. Sigursælasti stjórinn er Arsène Wenger sem vann mótið sjö sinnum með Arsen- al. SAMTALS TÓLF BIKARTITLAR FRÁ ÁRINU 2000 Funheit á öldinni Ashley Cole, sjö titlar. Óhætt er að fullyrða að slátt-urinn á Lundúnastórveld-unum Chelsea og Arsenal hafi oft verið meiri en á leiktíðinni sem lýkur nú um helgina. Fyrr- nefnda félagið getur þó mun betur við unað; tryggði sér fjórða sætið í úrvalsdeildinni og þar með rétt til þátttöku í Meistaradeild Evrópu næsta vetur. Í huga flestra fylgjenda þeirra bláklæddu er sá árangur við- unandi; félagið er að koma úr kaup- banni og tefldi fram ungum og reynslulitlum knattspyrnustjóra á tímabilinu, Frank Lampard, sem aftur lagði traust sitt á marga unga leikmenn, svo sem Mason Mount, Tammy Abraham, Christian Pulisic og Reece James, sem skilað hafa góðu verki og lofa ljómandi góðu til lengri tíma litið. Gleymum því heldur ekki að Chelsea er ennþá með í Meist- aradeildinni í ár, að nafninu til. Arsenal hafnaði á hinn bóginn á framandi slóðum í deildinni, áttunda sæti, sem er lakasti árangur liðsins í aldarfjórðung. Á ýmsu gekk á leik- tíðinni en flestir eru þó sammála um að liðið sé heldur að braggast undir stjórn hins 38 ára gamla Spánverja Mikels Arteta sem leysti hinn átta- villta landa sinn Unai Emery af rétt fyrir jól. Arsenal varðist til dæmis af mikilli fimi í undanúrslitunum gegn Manchester City og fór vel með fær- in sín. Öðruvísi mér áður brá. Chelsea var ekki síður sannfær- andi í undanúrslitunum gegn Man- chester United, sem verið hefur í vargaformi á þessari óvæntu sum- arvertíð á Englandi. Bæði lið ættu fyrir vikið að ríða hnarreist inn á Wembley-leikvanginn í Lundúnum. Fyrir utan bikarinn sjálfan er þó meira í húfi fyrir Arsenal; tapi liðið leiknum verður það utan Evrópu- móta í fyrsta sinn frá 1995-96. Hljóp upp allan völlinn Leikir liðanna í úrvalsdeildinni í vet- ur voru báðir fjörugir; Chelsea vann 2:1 á Emirates-leikvanginum í lok desember. Pierre-Emerick Auba- meyang kom Arsenal yfir snemma leiks en Jorginho og Tammy Abra- ham svöruðu með tveimur mörkum undir lokin. Tæpum mánuði síðar skildu liðin jöfn á Stamford Bridge. Jorginho og César Azpilicueta skoruðu fyrir heimamenn en Gabriel Martinelli og Héctor Bellerín fyrir Arsenal. Mark þess fyrrnefnda var eftirminnilegt enda hljóp brasilíski tófuspreng- urinn óáreittur enda á milli áður en hann renndi knettinum fram hjá Kepa Arrizabalaga. Martinelli gerir Chelsea ekki skráveifu í dag enda mun hann ekki leika á ný fyrr en um áramótin vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í júní. Í staðinn horfir Arsenal fyrst og fremst til síns markahæsta manns, fyrirliðans Aubameyangs, sem stundum hefur fengið ofanígjöf fyrir að skora ekki nógu grimmt gegn bestu liðunum. Kappinn svaraði þeirri gagnrýni með báðum mörk- unum í 2:0-sigrinum á City í undan- úrslitunum og gæti ugglaust hugsað sér að komast aftur á blað í dag. Aubameyang á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og nái menn ekki saman fljótlega gæti Ars- enal neyðst til að selja Gabon- manninn í sumar. Alexandre Lacazette verður seint sagður hafa raðað inn mörkum í vet- ur en hann hefur ítrekað sýnt að hann er maður stóru leikjanna, svo sem með mörkum gegn Tottenham Hotspur og Liverpool í sumar, þann- ig að Chelsea-vörnin þarf jafnframt að hafa góðar gætur á honum. Hinum megin hefur hinn 33 ára gamli Frakki Olivier Giroud verið funheitur eftir veiruhlé en hann vék sem kunnugt er fyrir Aubameyang hjá Arsenal fyrir hálfu þriðja ári. Honum þætti án efa ekki amalegt að ráða úrslitum í dag. Með honum í sókninni verða lík- lega téðir Mount og Pulisic og brenna eflaust í skinninu að gera sínum gamla félaga David Luiz og samherjum hans í mistækri Arsenal- vörninni grikk. Bæði lið hafa að mestu verið að stilla upp þremur miðvörðum að undanförnu sem gefur bakvörðunum tækifæri til að blanda sér meira í sóknarleikinn. Inni á miðjunni munu svo Mateo Kovacić og Jorginho kljást við Granit Xhaka og Dani Ce- ballos. Mikið veltur á því hvernig þeirri baráttu vindur fram. Þess utan segir eitthvað manni að mistakastuðullinn verði ekkert sér- staklega hár; glappaskotið er ekki ósennilegra en hvað annað skot til að ráða úrslitum á Wembley. Hve glöð er vor æska Arsenal og Chelsea leika til úrslita um enska bik- arinn í dag, laugardag, á galtómum Wembley- leikvanginum í Lundúnum. Stjórar beggja liða eru ungir að árum og stefna á sinn fyrsta titil. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Leikmenn Chelsea fagna marki Oliviers Girouds gegn Úlfunum um liðna helgi. Frakkinn hefur verið sjóðheitur eftir að rykið var dustað af honum er líða tók á tímabilið. Hann lék áður með Arsenal og vann bikarinn þar þrisvar. AFP Pierre-Emerick Aubameyang, Alexandre Lacazette og félagar í Arsenal kætast yfir marki í óvæntum sigri á Manchester City í undanúrslitum bikarsins. AFP Á palli: VIÐAR Smágrár Opið : 8-18 v i r ka daga, 10-14 laugardaga • S ími 588 8000 • s l ippfe lag id. i s Á grindverki: VIÐAR Húmgrár Viðarvörn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.