Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 LESBÓK HREINLÆTI Lzzy Hale, söngkona málmbandsins Hale- storm, ber nýju baðsápunni hans Rachel Bolans, bassa- leikara Íslandsvinanna í Skid Row, afar vel söguna á samfélagsmiðlinum Tumblr. Hún kveðst vera með afar viðkvæma húð og hafi verið steinhætt að nota baðsápu en eftir að Bolan (sem vel að merkja er karlmaður) sendi henni sýnishorn af nýju línunni sinni, Skítugu rokksáp- unni, sé hún alsæl. „Húðin þornaði ekki, engin útbrot og enginn kláði,“ skrifar Hale. „Eftir viku elskaði ég hvað sápan var að gera fyrir húðina mína og gerðist djörf og notaði hana sem sjampó líka (hvers vegna ekki?). Ég komst að þeirri ánægjulegu niðurstöðu að hárið á mér var hreint og viðráðanlegt á eftir. Náttúrulegu olíurnar í sápunni virkuðu sumsé sem létt hárnæring líka!“ Löðrandi fersk og Hale Lzzy Hale með tandurhreint hár. AFP PÚSL Rokkelskir þurfa að hafa ofan af fyrir sér eins og aðrir í samgöngu- og útgöngubönnum og fjöldatakmörkunum þeim sem gilda vítt og breitt um heiminn. Fyrir vikið mun bandaríska fyrirtækið Zee Productions í september setja á markað púsluspil með ellefu sígildum plötu- umslögum. Það eru Highway to Hell með AC/ DC, Let’s Dance með David Bowie, Goodbye Yellow Brick Road og Captain Fantastic með El- ton John, The Number of the Beast með Iron Maiden, Destroyer með Kiss, Master of Puppets með Metallica, Nevermind með Nirvana, News of the World og Queen II með Queen og It’s Only Rock ’n Roll með The Rolling Stones. Púsluspil með frægum plötuumslögum 1.000 bútar eru í hverju púsluspili. Rokk og ról. Ozzy Osbourne er orðinn 71 árs. Ný heimildar- mynd um Ozzy VIRÐING Bandaríska sjónvarps- stöðin A&E Network mun frum- sýna nýja heimildarmynd um ævi og störf Ozzys Osbournes 7. sept- ember næstkomandi og heyrir hún til ævisöguseríu stöðvarinnar. Ævi- saga: Níu líf Ozzys Osbournes hefur að geyma ný viðtöl við málmgoðið sjálft, fjölskyldu þess, vini og sam- starfsmenn, svo sem Rick Rubin, Marilyn Manson og Post Malone. Þá er þar að finna mikið myndefni frá löngum og litríkum ferli kappans sem ólst upp við þröngan kost og sat um tíma bak við lás og slá áður en hann sló rækilega í gegn, fyrst með málmbandinu Black Sabbath og síðan sem sjálfstæður listamað- ur og sjónvarpsstjarna. Sú var tíðin að sjónvarp á Ís-landi fór í sumarfrí í júlí.Sama hvað tautaði og raulaði, slagbrandi var brugðið fyrir dyr sjónvarpshússins á Laugaveginum og starfsliðið fylkti liði út í sumarið og sólina (í minningunni var alltaf sól á sumrin í gamla daga). Lét ekki einu sinni viðburði eins og heims- meistaramótið í knattspyrnu á Spáni 1982 trufla þau áform enda þótt beinar útsendingar frá því merka móti væru loks hafnar hér í fásinn- inu örfáum dögum fyrr. Þá fauk í þessa þjóð og Ríkissjónvarpið var kallað hrímþurs, risaeðla, himpi- gimpi og þaðan af verri nöfnum. Ekki var hægt að leita á náðir efnisveitna eins og Netflix á þessum tíma né heldur annarra íslenskra sjónvarpsstöðva; Stöð 2 var ekki sett á laggirnar fyrr en 1986. Netið var líka fjarlæg og framúrstefnuleg hug- mynd, þannig að gönguferð, garð- rækt, góð bók eða róður á Þingvalla- vatni urðu að duga, að því gefnu auðvitað að menn hefðu aðgang að árabáti. Ég þekki ekki rannsóknir þar að lútandi en get vel ímyndað mér að þessi gamli siður Ríkissjónvarpsins, að loka sjoppunni í júlí, sitji í hinum eldri kynslóðum landsins sem horfi fyrir vikið minna á sjónvarp í þeim mánuði en öðrum. Þá er veður alla jafna best hér við nyrstu voga, alla vega skást, þannig að sitthvað annað togar í fólk en bara gamli góði imb- inn, eins og móðurbróðir minn kallar gjarnan sjónvarpstækið; eða gerði alltént áður en flatskjáir komu fram á sjónarsviðið. Veit ekki hvort þeir eru nógu imbalegir til að standa undir því ágæta nafni. Það skiptir hinar yngri kynslóðir vitaskuld ekki nokkru máli hvort mánuðurinn ber hið fróma nafn júlí eða eitthvað allt annað; þeim gæti ekki staðið meira á sama um línu- lega dagskrá í sjónvarpi. Sjálfur er ég gamaldags að því leyti að mér finnst alltaf skemmti- legra að horfa á sjónvarp í línulegri dagskrá og bíða í viku (jafnvel tvær vikur ef eldhúsdagsumræður fara fram í millitíðinni) eftir þættinum mínum. Ég hef alveg hámhorft á seríur en munurinn er sá að manni hættir til að gleyma þeim miklu fyrr, sem í sumum tilvikum er auðvitað ágætt. Maður meltir seríur miklu betur og hefur betra tækifæri til að velta vöngum yfir þeim séu þær í þrjá til fjóra mánuði inni í lífi manns. Þegar þú færð þetta blað í hendur, lesandi góður, er júlímánuður liðinn. Ég get svo svarið það. Þess vegna er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og skoða hvað stóð upp úr í dagskrá Ríkissjónvarpsins undanfarinn 31 dag og hverju við hefðum misst af hefði stofnunin farið í sumarfrí. Til að draga mann inn úr góða veðrinu um hásumar þarf sjónvarps- dagskráin að vera býsna sérstök, um það getum við flest verið sammála. Þetta vita vanir menn í dagskrár- stjórn og hafa fyrir vikið tilhneig- Vantar bara súrlegið bað- stofudrama Júlí er oftar en ekki látinn mæta afgangi í sjón- varpinu enda margt annað sem glepur gumann um hásumar. Að þessu sinni var þó merkilega margt forvitnilegt á dagskrá í Ríkissjónvarpinu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Júlíus Brjánsson fór á kostum í Föstum liðum – "eins og venjulega". RÚV TAKK LJÓSAVINIR Nafn: Þröstur Ólafsson Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni þegar þú mætir í Ljósið: Fyrst var ekki laust við kvíða, en eftir að hafa kynnst starfsfólki Ljóssins fór lundin að léttast hjá kallinum. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Þið veitið krabbameinsgreindum ómetanlegan stuðning ljosid.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.