Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Page 29
ingu til að geyma holdmestu bitana til haustsins og jafnvel vetrarins. Það var þó sitthvað að staldra við á RÚV að þessu sinni í júlí. Má þar nefna Tónaflóð um landið, tónleika- dagskrá í beinni útsendingu á föstu- dagskvöldum vítt og breitt um land- ið, sem lauk í Aratungu í gærkvöldi. Ljómandi góð hugmynd og prýði- lega heppnað gigg, þegar allt er saman tekið. Byrjaði að vísu aðeins rólega en náði sér fljótt á strik með góðum gestum í hverjum landshluta fyrir sig. Boðið var upp á alls kyns innlendar lagasmíðar sem maður hafði sumar hverjar ekki heyrt ár- um, jafnvel áratugum saman. Sjónvarp Símans stal senunni með heimatónleikum Helga Björns og Reiðmanna vindanna í samgöngu- banninu í vor og lífsspursmál fyrir RÚV að svara því snilldarbragði. Það heppnaðist ágætlega enda þótt ég sé ekki í vafa um að þjóðin verði himinlifandi að fá Helga sinn aftur um helgina. Svokallaðan Versl- unarmanna-Helga. Ekki er öll vit- leysan eins! Sjálfur hef ég ekki misst af mínútu af þeirri veislu; held bara í mér ef á þarf að halda. Sjötta á EM unglinga 2013 Kóvíður nítjándi, sá armi böðull, sópaði sem kunnugt er bæði Evr- ópumótinu í knattspyrnu og sjálfum Ólympíuleikunum út af borðinu í sumar og fyrir vikið var vel til fundið hjá RÚV að leggjast í upprifjun á gömlum leikum undir styrkri stjórn Kristjönu Arnarsdóttur, Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar og eins besta manns sem ratað hefur í sjón- varp í Íslandssögunni, Sigurbjörns Árna Arngrímssonar. Yrði hann fenginn til að lýsa Íslandsmeist- aramótinu í prjóni á Hvammstanga í beinni yrði ég límdur við skjáinn, með popp í annarri og kók í hinni. Sigurbjörn ber með sér einhverja óræða náttúrulega gleði sem fáum er gefin, fyrir utan auðvitað yf- irgripsmikla þekkingu á frjálsum og ófrjálsum íþróttum. Ég skek mér iðulega í sófanum þegar hann segir um keppanda sem enginn hefur heyrt getið: „Hún varð sjötta á Evr- ópumeistaramóti unglinga innan- húss 2013.“ ÓL-þættirnir hafa verið prýðilegir en heldur hratt var þó farið yfir sögu framan af síðustu öld og fyrir vikið ekki tæpt á neinu nema helstu afrek- um sem margir þekkja. Mikið var gert úr afrekum Finna í millivega- lengdahlaupum og það réttilega; góðir menn Finnar. En unnu Paavo Johannes Nurmi og félagar ekki bara öll þessi hlaup á fyrri hluta síð- ustu aldar fyrir þær sakir að engir Afríkumenn voru meðal keppenda? Spyr sá sem ekki veit. Afi með búningablæti Þriðja þáttaröðin sem fangaði at- hygli mína í júlí var hin 35 ára gamla Fastir liðir – "eins og venjulega" (með svona útlenskum gæsalöpp- um). Grín úr smiðju Eddu Björg- vins, Gísla Rúnars og félaga sem kom satt best að segja skemmtilega á óvart. Grín eldist misvel en Fastir liðir héldu manni alveg; þökk sé öðru fremur stjörnuleik Júlíusar Brjáns- sonar í hlutverki hins taugaveiklaða og „föðursjúka“ Indriða Hlöðvers- sonar, heimavinnandi húsföður í heimi sem snúið hefur verið við. Af einhverjum ástæðum voru karl- hlutverkin mun bitastæðari í þátt- unum og Jóhann Sigurðarson og Arnar Jónsson voru líka fantagóðir, að ekki sé talað um meistara Bessa Bjarnason í hlutverki afa með bún- ingablæti. Þvílíkur snillingur í ísmeygilegum gamanleik, Bessi. Blessuð sé minning hans! Ég hef líka séð eitt og eitt innslag af Sumarlandanum. Gísli á gúmmí- skónum er auðvitað þjóðargersemi og svo hefur Hafsteinn Vilhelmsson komið inn af krafti. Vonast til að sjá meira af honum í sjónvarpinu á kom- andi árum og misserum. Þar með er það nánast upptalið, fyrir utan Löwander-fjölskylduna sem eru þokkalegir þættir, þótt framvindan sé heldur hæg fyrir málmhaus eins og mig. Og svo auð- vitað fréttir og veður, auglýsingar og dagskrá. Ég hef að vísu einnig haft annað augað á spennuþættinum Griðastað á fimmtudagskvöldum en veit ekki enn þá hvað mér á að finn- ast um hann. Ég næ engu sambandi við séra Brown né heldur bún- ingadrama frá fyrri öldum, hvort sem þau eru bresk eða frönsk. Hve- nær ætlar RÚV annars að henda í alvöru súrlegið baðstofudrama? Tónaflóð um landið var prýðilegasta skemmtun. RÚV 2.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 LYGAR „Mér líður ekki eins og lyg- ara lengur. Ég get einfaldlega ekki logið lengur og mun ekki gera það. Hef ekki tíma til þess,“ segir kvik- myndaleikkonan, söngkonan og rit- höfundurinn Bella Thorne í ein- lægu samtali við breska blaðið The Independent. Hún varð fyrirsæta barnung og sló síðar í gegn í Disn- ey-kvikmyndum. Í dag er hún um- deild, meðal annars fyrir að koma að erótískri kvíkmyndagerð. „Ég laug allt mitt líf, vegna þess að fólk skildi mig ekki.“ Getur ekki logið lengur Bella Thorne er lífsreynd, 22 ára. AFP BÓKSALA 22.-28. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vegahandbókin 2020 Steindór Steindórsson o.fl. 2 Sumar í París Sarah Morgan 3 Þerapistinn Helene Flood 4 Þorpið Camilla Sten 5 Mitt ófullkomna líf Sophie Kinsella 6 Sjáðu mig falla Mons Kallentoft 7 Handbók fyrir ofurhetjur 5 – horfin Elias/Agnes Vahlund 8 Tíbrá Ármann Jakobsson 9 Kortabók Örn Sigurðsson ritstjóri 10 Hálft hjarta Sofia Lundberg 1 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 2 Urðarköttur Ármann Jakobsson 3 Ungfrú Ísland Auður Ava Ólafsdóttir 4 Aðventa Stefán Máni 5 Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup Haruki Murakami 6 Sólarhringl Huldar Breiðfjörð 7 Lifandilífslækur Bergsveinn Birgisson 8 Blóðug jörð Vilborg Davíðsdóttir 9 Stormfuglar Einar Kárason 10 Fjötrar Sólveig Pálsdóttir Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Ég las nokkrar bækur þegar ég lenti í sóttkví í byrjun mars. Síðan hef ég hins vegar ekki gef- ið mér nægan tíma til lesturs, aðallega vegna þess að sumarfrí með börnunum tekur bæði tíma af manni og orku. Það er miður, því þeim tíma er töluvert betur varið í lestur en að skrolla sam- félagsmiðla kvöld eftir kvöld. Það er eilífðar- markmið hjá mér að lesa meira. Í sóttkvínni las ég Kópavogs- króníku eftir Kamillu Einars- dóttur, sögu sem er oft á köflum pínu subbuleg. Kamilla náði hins vegar algjörlega að halda mér við efnið með skemmtilegri kaldhæðni og biturleika. Jónas Reynir skrifaði í Milli- lendingunni um sólarhring í lífi stúlku. Í henni má lesa ná- kvæmar lýsingar á einhverju sem ég hef upplifað sjálf og tengi oft við. Hann nær að lýsa andlegu ástandi aðalsöguhetj- unnar svo vel og ég fann oft virki- lega til með henni. Ekki skemmir að sag- an er líka fyndin svo að ég skellti oft upp úr við lesturinn. Einn af uppáhaldshöfundum mínum er Friðgeir Einarsson og í Formanni húsfélagsins er leikið með hversdaginn. Friðgeir gerir mikið úr þessum aðstæðum sem við lendum öll í. Til dæmis er fádæmalaus lýsing á ítarlegri umræðu á húsfélagsfundi um hvernig skal skipta kostnaði við glugga. Uppáhaldið mitt er þegar hann lýsir hlutum sem maður þekkir án þess að nefna þá. Ég byrjaði að lesa Rof eftir Ragnar Jónasson, fannst hún svo spennandi en ákvað að það væri sennilega best að byrja á fyrstu sögunni um Ara, svo ég er núna að lesa Falska nótu. Hún er ekki að grípa mig eins vel og Rof svona til að byrja með en ég veit þá hvað ég á í vændum. Í sumarfríinu hefur svo upp- lestur á bókinni Fólkið í blokk- inni eftir Ólaf Hauk Símonarson ómað í bílnum. Börnin virðast ekki fá nóg af bókinni því þess á milli horfa þau á þættina sem er hægt að sjá á RÚV. Okkur for- eldrunum leiðist ekki heldur að hlusta á þessar skemmtilegu sögur af alls kyns karakterum. KATRÍN ATLADÓTTIR ER AÐ LESA Katrín Atladóttir er borgarfulltrúi. Eilífðarmarkmið að lesa meira á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.