Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Side 32
SUNNUDAGUR 2. ÁGÚST 2020 Þegar keppni í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu var frestað 13. mars síðastliðinn vegna kórónuveirufaraldursins átti eftir að útkljá fjórar viðureignir í sextán liða úrslitum. Það verður loks- ins gert á föstudag og laugardag í næstu viku. Chelsea stendur höllum fæti eftir 3:0 tap heima gegn Bayern München en Man- chester City er í mun betri málum eftir 2:1 útisigur á Real Madrid. Lyon er yfir gegn Juventus eftir 1:0 sigur heima og jafnt er hjá Napoli og Barcelona. Atlético Madrid, RB Hlaupsigar, Atalanta og Paris Saint- Germain eru þegar komin í átta liða úrslit sem fara munu fram dagana 12. til 15. ágúst og í stað tveggja leikja venjulega verður aðeins einn leikur nú á hlutlausum velli. Undanúrslitin fara fram 18. og 19. ágúst og sjálfur úrslitaleikurinn sunnudaginn 23. ágúst á Ljósvangi í Lissabon. Ekki slæm sárabót fyrir EM landsliða sem frestað hefur verið fram á næsta ár. Manchester City ætlar sér sinn fyrsta Evrópubikar. AFP Meistaradeildin að byrja Robert Lewandowski er markahæstur í Meist- aradeildinni með 11 mörk fyrir Bæjara. AFP Eftir langa bið er keppni í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu að hefjast aftur. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur efndi til fjölbreyttra skemmtana um verslunar- mannahelgina árið 1950 og tók í því skyni Tivoli á leigu í þrjá daga. Hátíðin var sett á laugardeg- inum en síðan sýndu þýskir trúð- leikar, Ralf Bialla, sem nýkomnir voru til landsins, listir sínar og Baldur Georgs sýndi töfrabrögð. Um kvöldið hófst skemmtunin að nýju með því að Baldur og Konni ræddust við, síðan sýndu hinir þýsku listamenn og dansað var úti og inni. Á sunnudeginum var hátíða- messa í Dómkirkjunni og tólf manna hljómsveit undir stjórn Baldurs Kristjánssonar lék á Austurvelli og í Tivoli. Af skemmtiatriðum síðdegis má nefna gamanþátt Jóns Aðils. Um kvöldið lék Jan Moravek einleik á harmóniku og músík- kabarett hans lék sígaunalög og fleira. Á mánudeginum fóru svo fram aðalhátíðahöldin í Tivoli og varð margt til skemmtunar. Trúðleikar, Ralf Bialla, töfra- brögð og búktal og reiptog milli afgreiðslumanna og skrifstofu- manna. Um kvöldið var sýndur gamanþáttur og fram fór knatt-- spyrnukeppni milli afgreiðslu- stúlkna og skrifstofustúlkna, auk flugeldasýningar. Bæði kvöldin var dansað fram eftir nóttu. GAMLA FRÉTTIN Búktal og trúðleikar Baldur og Konni nutu mikilla vinsælda um og eftir miðja síðustu öld. Morgunblaðið/Sverrir ÞRÍFARAR VIKUNNAR Adrian Clarke íþróttafréttamaður Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður Haukur Harðarson íþróttafréttamaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.