Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er myndarlegt hús og ég held
að það verði mjög skemmtilegt þegar
endurbótum er lokið,“ segir Friðbert
Friðbertsson, forstjóri Heklu.
Friðbert er eig-
andi hússins á
Víðimel 29 sem
um árabil var í
eigu kínverska
sendiráðsins og
þykir ein af fal-
legri byggingum í
Vesturbæ
Reykjavíkur. Það
hefur staðið autt
um hríð en nú á að
gera bragarbót á. Friðbert hefur sótt
um leyfi hjá skipulagsyfirvöldum í
Reykjavík til að breyta eigninni í
fimm sjálfstæðar íbúðir. Það var Ein-
ar Sveinsson arkitekt sem teiknaði
húsið, sem er 724,5 fermetrar að
stærð, byggt árið 1946. Fasteignamat
hússins fyrir næsta ár er rúmar 290
milljónir króna.
Í umsókn Friðberts kemur fram að
til stendur að breyta innra skipulagi,
fjarlægja reykháf sem snýr að götu-
hlið, stækka svalir, síkka glugga í
kjallara og setja nýja kvisti og þak-
glugga á húsið.
Hann segir í samtali við Morgun-
blaðið að um minni háttar breytingar
sé að ræða en húsið var lengi notað
undir skrifstofur og móttöku. Í raun
sé verið að færa húsið í upprunalegt
horf og það muni kallast á við húsið
sem stendur við hliðina, Víðimel 27.
Fyrr á tíð hafi verið tvær myndar-
legar hæðir í þessu húsi og tvær íbúð-
ir í kjallara, auk riss.
„Það var kominn tími á viðhald á
húsinu og Pétur Ármannsson hjá
Minjastofnun hefur verið mjög hjálp-
legur og aðstoðað við hvernig rétt sé
að koma því í rétt stand. Hann hvatti
mig til að gera þetta og ég sló til. Það
hjálpar eflaust til að ég er alinn upp í
hverfinu og ég vona að húsið verði
sannkölluð prýði á svæðinu eftir end-
urbæturnar,“ segir Friðbert.
Fimm íbúðir í gamla
kínverska sendiráðinu
Verður hverfinu til prýði eftir endurbætur, segir eigandinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Endurbætur Fyrrverandi húsnæði kínverska sendiráðsins verður breytt.
Friðbert
Friðbertsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Krabbameinsfélagið mun rýna í
verkferla og gæðaeftirlit og reyna að
leggja mat á hvort þar þurfi að gera
breytingar. Þetta segir Ágúst Ingi
Ágústsson, yfirlæknir Leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins, um stöðu
mála í kjölfar þess að mistök voru
gerð við rannsóknir á sýnum kvenna
hjá félaginu. Fram hefur komið í fjöl-
miðlum að kona er með ólæknandi
krabbamein í leghálsi vegna mistaka
við skoðun á sýni hennar árið 2018.
Morgunblaðið greindi frá því í gær
að 45 sýni af þeim 1.800 sem Krabba-
meinsfélagið hefur lokið endurskoð-
un á hafa gefið tilefni til að kalla við-
komandi konur inn til frekari
rannsókna.
Fram kom á mbl.is í gær að Sævar
Þór Jónsson, lögmaður konunnar
sem varð fyrir mistökum í greiningu,
hefur fengið fyrirspurnir frá tólf öðr-
um krabbameinssjúklingum eða að-
standendum látinna kvenna vegna
málsins. Mun hann kanna grundvöll
fyrir málsókn.
Ágúst Ingi segir aðspurður að
mistök starfsmannsins hafi falist í
úrlestri á sýninu. „Honum yfirsást
frumubreytingar í sýninu sem hefðu
átt að vera augljósar,“ segir yfir-
læknirinn. „Frá árinu 2018 hefur
Krabbameinsfélagið unnið að auknu
öryggi meðal annars með því að
kaupa nýja tölvustýrða smásjá á
frumurannsóknarstofuna árið 2019
þar sem gervigreind forskimar öll
sýni og dregur fram þá hluta sýn-
anna sem ástæða er til að skoða bet-
ur. Tilkoma tækisins dregur enn
frekar úr hættu á mannlegum mis-
tökum.“
Ráðherra harmar mistökin
Ágúst Ingi segir að Leitarstöð
Krabbameinsfélagsins hafi frá upp-
hafi verið hluti af Krabbameinsfélag-
inu en var gerð að rekstrarlega sjálf-
stæðri einingu árið 2019. Félagið
gerir þó ráð fyrir að mögulegar kröf-
ur um skaðabætur verði á hendur
Krabbameinsfélaginu sjálfu. Ekki
fást skýr svör við þeirri spurningu
hvort félagið hafi bolmagn til að
mæta slíkum kröfum, enda liggi ekki
fyrir hver upphæð bótakrafna verði
á þessu stigi málsins. „Félagið hefur
lögbundnar tryggingar sem heil-
brigðisstofnunum ber að hafa,“ segir
Ágúst Ingi.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sendi í gær frá sér yfirlýs-
ingu þar sem hún kveðst harma þau
mistök sem gerð hafi verið hjá
Krabbameinsfélaginu. Hún segir
mistökin alvarleg og afdrifarík.
„Ég harma þau og hugur minn er
hjá þeim sem málið snertir á ein-
hvern hátt og eiga um sárt að binda
vegna þess. Strax og mistökin urðu
ljós tilkynntu stjórnendur Leitar-
stöðvar KÍ þau til embættis land-
læknis líkt og skylt er samkvæmt
lögum. Ýtarleg rannsókn málsins
stendur yfir hjá embætti landlæknis
og ég treysti því að hún muni leiða
nákvæmlega í ljós hvað gerðist og
hvernig megi fyrirbyggja að eitthvað
sambærilegt geti átt sér stað,“ segir
ráðherra.
Starfsmanni sást yfir frumubreytingar
Rýnt í verkferla og gæðaeftirlit hjá Krabbameinsfélaginu eftir mistök Fleiri kanna grundvöll fyrir
málsókn gegn félaginu Félagið tryggt samkvæmt lögum Ráðherra harmar mistök sem gerð voru
Ágúst Ingi
Ágústsson
Svandís
Svavarsdóttir
Íþróttafélag Reykjavíkur tók í gær
formlega í notkun nýtt knattleika-
hús. Einnig verður í húsinu aðstaða
til æfinga þeirra sem stunda frjáls-
ar íþróttir.
Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri heimsótti húsið af þessu til-
efni og flutti litla tölu, en við sama
tækifæri var tekin skóflustunga að
íþróttahúsi fyrir handbolta og
körfubolta.
Dagur sagði íþróttaaðstöðuna í
Breiðholti lengi hafa verið sitt
hjartans mál. Hann sé mjög stoltur
af því að þetta glæsilega knatthús
væri nú komið í fulla notkun.
Hann sé þess viss, að þessi bætta
aðstaða muni ekki aðeins fjölga iðk-
endum íþrótta í hverfinu heldur
einnig styðja við þá sókn sem hafin
sé, við að auka enn frekar frí-
stundaþátttöku barna og unglinga í
Breiðholti. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Knattleikahús tekið til notkunar hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur í Breiðholti
Nýtt hús
muni fjölga
iðkendum