Morgunblaðið - 05.09.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Leirdalur 21, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Nýjar 4ra herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs.
Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum.
Opið hús þriðjudaginn 8. sept. frá kl.17:15-17:45
Verð frá kr. 47.500.000 109 m2
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir góða kornuppskeru um
allt land í haust. Uppskerustörf eru
hafin á Þorvaldseyri undir Eyjafjöll-
um og er uppskeran það sem af er í
meðallagi. Fleiri bændur á Suður-
landi eru að hefja uppskerustörf.
Sömu söguna er að segja af Norður-
landi en útlit er fyrir betri uppskeru
í Eyjafirði en verið hefur í mörg ár.
Bændur eru þó hræddir við áhrif
lægða sem eru að ganga yfir.
Uppskerustörf hófust á Þorvalds-
eyri undir Eyjafjöllum 26. ágúst og
var þá sleginn 25 hektara akur.
Ólafur Eggertsson bóndi segir að
þar hafi grasfræi verið sáð með kríu
sem er fljótsprottið byggafbrigði.
Sú blanda gefi góða raun. „Byggið
var orðið gott og vel þroskað og náð-
ist fyrir rignirnar um daginn. Nú er
aftur komin blíða og eftir daginn í
dag verðum við komin með einn
þriðja uppskerunnar í hús og við
náum vonandi einhverju líka á
morgun,“ sagði Ólafur í samtali í
gær.
Þurrkunin er takmarkandi þáttur
í uppskerustörfunum. Því þarf að
stöðva slátt þegar þurrkverksmiðj-
an er orðin full. Ólafur segir raunar
að þurrkunin haldi áfram þegar
lægðir ganga yfir og sé þá tilbúin
þegar rofar til næst.
Jafngott um allt land
Hrannar Smári Hilmarsson, til-
raunastjóri hjá Landbúnaðarhá-
skóla Íslands, telur að kornárið 2020
verði gjöfult. Það sé nokkuð jafngott
yfir allt landið og heppilegt þegar
það gerist. Hann segir að þótt ágæt-
lega líti út með uppskeru á Hvann-
eyri þar sem korntilraunirnar eru
gerðar muni uppskerutölurnar ekki
ná metuppskerunni í fyrra.
„Útlit með uppskeru hefur ekki
litið jafn vel út í mörg ár. Allt hefur
gengið upp í sumar,“ segir Her-
mann Ingi Gunnarsson, bóndi í
Klauf í Eyjafirði. Veðrið sem gekk
yfir í fyrrinótt virðist ekki hafa
skemmt akra í Eyjafirði en Her-
mann er þó smeykur við sunnanrok-
ið sem spáð er í næstu viku. „Ég er
að vona að það fari að stytta aðeins
upp og lægja, þá ættum við að geta
hafið uppskerustörf og fengið met-
uppskeru. Við fengum svo hagstætt
sumar. Ágúst hefur aldrei verið jafn
sólríkur og nú.“
Bændur í Eyjafirði eru að búa sig
undir uppskerustörf til að vera til-
búnir um leið og þornar á. Ekki er
spáð þurrki en Hermann segir að
menn muni nýta dagparta þegar
færi gefst. Ef til vill verði hægt að
byrja á morgun, sunnudag.
Ólafur á Þorvaldseyri segir að
sumarið hafi verið ágætt ræktunar-
sumar. Að vísu séu ekki jafn miklir
hitadagar þar og fyrir norðan og
austan, en hitinn hafi verið jafn og
svo hafi komið rigning inn á milli.
„Það sýnir hvað sprettuskilyrðin
eru góð að ég sló 15 hektara tún
þriðja sinni og veit að fleiri hafa
gert það.“
Kornrækt jókst á síðasta ári eftir
að hún hafði dregist saman í nokkur
ár. Ólafur segir að bændur á Suður-
landi sem er langstærsta ræktunar-
héraðið hafi verið að taka við sér
aftur. Bæði hafi nýir menn verið að
hefja kornrækt og aðrir að auka við
sig.
Hermann í Klauf telur ekki að
mikil fjölgun sé í stétt kornbænda.
Aftur á móti séu einhverjir að auka
við sig. „Þetta er áhættusöm grein
og menn hafa farið illa út úr henni á
síðustu árum, hafa guggnað, og
missa svo af góðu sumri eins og í ár.
Það þarf meiri hvata til að efla korn-
ræktina og það verður ekki gert
nema með auknum styrkjum og að-
komu ríkisins,“ segir Hermann.
Kornuppskeran er mikil búbót
hjá kúabændum, eins og bændunum
á Þorvaldseyri og í Klauf, sérstak-
lega í góðum uppskeruárum. Þeir
nýta kornið í fóðurblöndur fyrir
kýrnar og spara innflutt kjarnfóður.
Hermann segir að rúmur helmingur
af hráefninu í kjarnfóðrinu sem
hann gefur kúnum sé af eigin ökr-
um.
Góð uppskera um allt land
Uppskerustörf að hefjast hjá kornbændum Meðaluppskera undir Eyjafjöllum
Útlit fyrir metuppskeru í Eyjafirði Bændur hræddir við haustlægðir
Ljósmynd/Ólafur Eggertsson
Kornakur Fyrsti hringurinn sleginn á akri á Þorvaldseyri þar sem grasfræi var sáð með byggafbrigðinu kríu.
Útlit er fyrir að framkvæmdum við viðgerðir og stækkun á bryggjunni í Flat-
ey á Breiðafirði ljúki á næstu dögum. Eftir er að reka niður þrjá staura, en
tvísýnt var hvort tækist að ljúka verkinu í ár þar sem efni vantaði um tíma og
tæki höfðu verið leigð til Færeyja. Reyndist bryggjan verr farin en talið var í
upphafi. Það er Gunnar Sveinsson sesm greinir frá á Facebook-síðunni Flat-
eyingar.
Drukkið Guði til dýrðar
Þar segir einnig frá því að dósasöfnun hafi gengið vonum framar þetta
sumarið í Flatey. Fjölmenni hafi verið í húsunum og hótelið gengið vel. Það
stefnir í yfir sjö þúsund flöskur og að dósir fari yfir tuttugu þúsund. Það
myndi skila yfir 400 þúsund krónum sem renna til kirkjunnar í Flatey.
„Eða eins og sagt er í Flatey; hér drekka menn Guði til dýrðar og kirkj-
unni til fjáröflunar,“ skrifar Gunnar Sveinsson.
Ljósmynd/Gunnar Sveinsson
Flatey Aðstaða batnar og öryggi eykst með framkvæmdum sumarsins.
Viðgerð á bryggjunni
í Flatey að ljúka
Matvælastofnun hefur veitt Arctic
Fish rekstrarleyfi til eldis á allt að
5.300 tonnum af regnbogasilungi í
sjókvíum við Snæfjallaströnd í utan-
verðu Ísafjarðardjúpi. Umsókn
fyrirtækisins um leyfi til laxeldis á
sama stað er á lokastigum umhverf-
ismats. Framkvæmdastjóri hjá Arc-
tic Fish segir að fyrirtækið eigi seiði
til að hefja þar laxeldi næsta sumar
en það sé háð því að leyfi fáist.
Starfsleyfi sem Umhverfisstofnun
veitir var unnið samhliða rekstrar-
leyfi Matvælastofnunar en það hefur
ekki verið gefið út.
Háafell, dótturfélag Hraðfrysti-
hússins – Gunnvarar, fékk í sumar
leyfi til eldis á um 7.000 tonnum af
regnbogasilungi í innanverðu Djúp-
inu. Setti fyrirtækið um 170 þúsund
seiði út í sjókvíar í júní. Leyfi beggja
fyrirtækjanna rúmast innan burðar-
þolsmats Ísafjarðardjúps sem er um
30 þúsund tonn.
Bæði fyrirtækin vinna að því að
breyta leyfunum úr regnbogasilungi
í lax. Bæði hafa þau reynslu af eldi
regnbogasilungs og hættu því vegna
þess að verð fyrir lax er mun hag-
stæðara en fyrir silungsafurðir auk
þess sem betra er að ala lax en sil-
ung í köldum sjó við Ísland.
Of stuttur tími til stefnu
Sigurður Pétursson, fram-
kvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir
að það taki að minnsta kosti ár að
flytja inn hrogn og framleiða regn-
bogasilungsseiði. Því sé ekki raun-
hæft að ætla að hægt verði að setja
út regnbogasilung næsta sumar.
Bendir hann á að fyrirtækið eigi
laxaseiði sem hægt væri að setja út í
kvíar í Ísafjarðardjúpi næsta vor, ef
nauðsynleg leyfi fengjust fyrir þann
tíma. Fyrirtækið hefur skilað um-
hverfismatsskýrslu fyrir eldi á laxi
við Snæfjallaströnd, á sömu stað-
setningum og silungsleyfin eru, og
vonast Sigurður til þess að sú vinna
fari að klárast. helgi@mbl.is
Fá regn-
bogaleyfi
í Djúpinu
Setja út laxa-
seiði ef leyfi fæst