Morgunblaðið - 05.09.2020, Side 10

Morgunblaðið - 05.09.2020, Side 10
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það eru næstum engir sjúklingar með covid-19 á spítölunum enda dreg- ur úr faraldrinum með hverjum deg- inum sem líður,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, stærsta sjúkra- húss Svíþjóðar, þegar hann er spurður um stöðu faraldursins þar í landi. Hann minnir á að þegar verst lét hafi 1.100 sjúk- lingar með kórónuveiruna legið á spítölunum í Stokkhólmi, þar af 170 á gjörgæsludeildum. Nú séu samtals 30 covid-sjúklingar á sjúkra- húsunum og þar af þrír á gjörgæslu. Þeir sem séu á gjörgæsludeildum hafi legið þar lengi. 16% með mótefni í Stokkhólmi Kórónuveirufaraldurinn reis hratt í Svíþjóð en virðist nú vera að líða und- ir lok og ekki bólar á annarri bylgj- unni þar, eins og nú herjar í mörgum löndum Evrópu, þar á meðal á Ís- landi. Björn hefur rætt við starfs- félaga sína í stórborgum Evrópu, til dæmis í París og Berlín, og segir að ástandið þar sé alvarlegt. Segir hann að mikill fjöldi kórónu- veiruprófa sé nú tekinn, miðað við upphaf faraldursins þegar ekki var sama geta til rannsókna. Verið er að gera um 16 þúsund kórónuveirupróf og 80 þúsund mótefnapróf á viku. Segir Björn að búið sé að mótefna- mæla um hálfa milljón íbúa á Stokk- hólmssvæðinu og hafi komið í ljós að meira en 16% þeirra séu með mótefni fyrir kórónuveirunni. „Það er örugg- lega ein af ástæðunum fyrir því að veiran er hægt og sígandi að hverfa,“ segir Björn. Margir haldi að ekki komi önnur bylgja í Svíþjóð, aðeins minni háttar aukning. Karólínska sjúkrahúsið gjörbreytti skipulagi sínu og starfsemi við upphaf kórónuveirufaraldursins. Gjörgæslu- rými voru fimmfölduð. Á móti var barnaspítali minnkaður og starfsfólk- ið notað á öðrum deildum. Um 700 sjúkrarúm af 1.200 sem eru á sjúkra- húsinu voru tekin frá fyrir sjúklinga með covid-19. Þessu var breytt til fyrra horfs strax í byrjun júní, þegar hægja fór á faraldrinum, en sett upp aðgerðaáætlun ef faraldurinn gysi upp aftur. Þeir örfáu kórónu- veirusjúklingar sem leita til spítalans hafa síðan verið meðhöndlaðir á hefð- bundinni sýkingavarnadeild. „Við lærðum töluvert af því að breyta sjúkrahúsinu á þessum stutta tíma án þess að bæta við okkur mannskap. Við nýtum okkur reynsluna í starfinu, drögum úr skriffinnsku og einföldum hlutina í starfi fólksins sem sinnir sjúklingunum,“ segir Björn Enn áhrif á samfélagið Spurður hvort þróunin í Stokkhólmi sem fór illa út úr faraldrinum í byrjun sé staðfesting á því að stefna yfirvalda sóttvarna í Svíþjóð hafi verið rétt segir Björn of snemmt að dæma um það. Hann bendir á að þær samfélagslegu takmarkanir sem gripið var til í Sví- þjóð séu ekki ósvipaðar aðgerðunum á Íslandi. Þar séu 50 manna samkomu- takmarkanir, krafa um tveggja metra bil á milli fólks, skemmtistaðir lokaðir og strangar reglur gildi um starfsemi veitingastaða. Fólk sé að vísu misjafn- lega duglegt að fara eftir reglunum og yngra fólk ekki jafn duglegt og það eldra. „Það eru enn margir að vinna heima. Það sést á aðsókn í neðanjarð- arlestir og strætó, í síðustu viku nýttu aðeins 50% sér almenningssamgöng- ur, af því sem áður var. Svo sér maður líka að færra eldra fólk er á ferli, það heldur sig enn til hlés og að á sjúkra- húsin kemur færra fólk vegna annarra sjúkdóma en vant er. Þetta hefur enn mikil áhrif á þjóðfélagið,“ segir Björn. Faraldrinum er að ljúka  Ekki búist við seinni bylgju kórónuveirufaraldursins í Svíþjóð  Starfsemi Kar- ólínska sjúkrahússins komin í lag  Sérdeildum fyrir kórónuveirusjúklinga lokað AFP Stokkhólmur Nóg úrval er af grímum í verslunum í Svíþjóð en lítil not fyrir þær því yfirvöld hafa ekki mælt með almennri notkun á andlitsgrímum. Björn Zoëga 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 NÁTTÚRULEGVIÐARVÖRN SÍBERÍSKT LERKI ÚRVALS PALLAEFNI Erum að bjóða úrvals pallaefni úr síberísku lerki – Einstaklega þétt og vandað efni. Stærð 27mm (þykkt) x 142mm (breidd) Fyrirkomulag 30 fm í búnti. Lengd á fjölum er 6m. (35 fjalir í búnti). Búntið kemur pakkað með plastábreiðu. Efnið er rásað öðru megin og slétt hinu- megin. Hægt er að ráða hvort hliðin snýr upp. Tökum við pöntunum í síma 553 1550 eða á netfangið landshus@landshus.is Fróðleikur um lerki Almennt er talað um að lerki sé viðhaldsfrítt. Það stafar af náttúrulegri fúavörn sem er í timbrinu. Það þarf því ekki að bera á lerki heldur mun það grána með tímanum og það er endanlegt útlit efnisins. Það er svo hvers og eins að meta það hvort það sé litur/útlit sem hentar. Að því sögðu er þó hægt að bera lit á efnið seinna meir ef gráminn er ekki liturinn/ útlitið sem hentar. Verð pr. lengdarmetra: – kr. 1.150,- Gerumsértilboð þegar ummikiðmagn er að ræða STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN Landshús - Sími 553 1550 - landshus@landshus.is - www.landshus.is Björn Zoëga er bækl- unarskurðlæknir, sérfræð- ingur í háls- og hrygg- aðgerðum. Hann hélt sér við faginu þegar hann var forstjóri Landspítalans í Reykjavík á árunum 2010 til 2013 með því að taka frá daga til að- gerða á sínu sérsviði. Hann hefur ekki hætt þessu þótt hann hafi tekið við forstjórastarfinu á Karól- ínska sjúkrahúsinu vorið 2019 enda talin þörf fyrir sérþekkingu hans, jafnvel á jafn stórum og þekktum spít- ala og Karólínska er. Gerir hann einstaka aðgerðir og tekur einnig bakvaktir. Segir að hann geti haldið sér við í faginu með þessu móti og svo sé þetta skemmtileg vinna. Spurður hvort læknar hiki ekki við að hringja í forstjór- ann til að hjálpa til við að- gerðir segir Björn að svo sé ekki. Hann reyni að skipu- leggja sig og læknarnir viti hvenær hann hefur lausan tíma. Svo hringi þeir stund- um til að leita álits á ein- hverjum hlutum. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna þessu í kórónuveirufaraldrinum og er farinn að sakna þess. Lækn- ingarnar leita allaf á mann,“ segir Björn. Forstjórinn sker upp KARÓLÍNSKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.