Morgunblaðið - 05.09.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Fallegar
haustvörur!
SKOÐIÐ
hjahrafnhildi.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
DÁSAMLEGAR
DÚNÚLPUR OG KÁPUR
Fylgdu okkur á facebook
Verð
64.900 –
69.900 kr.
SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS
Gæðavottaðar •2 síddir •St. 36-48 •Margir litir
Varðveittu
minningarnar
áður en þær glatast
Bergvík ehf - Nethyl 2D - Sími 577 1777 - www.bergvik.is
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta hefur verið gott sumar í Laxá í
Kjós. Ég hef ekki séð svona gott
vatn í ánni í fjöldamörg ár,“ segir
Haraldur Eiríksson sem hefur verið
við ána. „Það hefur nánast rignt eftir
pöntun og hafa verið drauma-
aðstæður til veiða.
Og mér finnst vera mun meira af
fiski í ánni en veiðitölur segja til um.
Allir veiðimenn eru sammála mér
um það. En veiðitölur endurspegla
líka að vegna veirunar voru á
löngum stundum um miðjan júlí
bara örfáir við veiðar.
Það er mikið af stórum fiski í ánni,
nokkrir hafa veiðst – sá stærsti 102
cm – og ég spái því að fleiri eigi eftir
að nást í haust. Fiskurinn er líka
mjög vel dreifður í ánni.“ Tæplega
700 laxar höfðu veiðst í Kjósinni á
miðvikudaginn var og voru um 50
færðir til bókar í liðinni viku.
Tugir Breta komu til veiða í Laxá í
Kjós í sumar, eftir 26. júlí, og var
talsvert vandlega gætt að sóttvarna-
reglum. Þá hjálpaði að tvær svefn-
álmur eru á veiðihúsinu, með sér-
inngangi. „Það var mjög mikið mál
að gæta þess að farið væri að settum
reglum, og starfsfólkið var samhent
um það í þessar tvær þrjár vikur, og
það tókst. Þegar mest lét voru tutt-
ugu í húsi,“ segir Haraldur.
Þegar kórónuveirubylgjan skall á
í vor hættu allir þeir erlendu veiði-
menn sem bókað höfðu daga í Kjós-
inn við. „Þegar landið opnaðist aftur
þurftum við því að fara aftur út á
markaðinn að selja leyfin,“ segir
Haraldur. „Þetta voru allt nýir við-
skiptavinir sem komu. Ég ber mikla
virðingu fyrir því fólki sem flaug þá
til Íslands – það sýndi sig hvað vilj-
inn til að koma til veiða var mikill.“
Á hefðbundnum „útlendinga-
tíma“, helsta veiðitíma sumarsins
um og upp úr miðjum júlí, voru því
fáir veiðimenn í ánni en fyrstu vikur
ágúst segir Haraldur þess í stað hafa
orðið besti veiðitíminn, enda fór þá
að rigna og veiddust yfir hundrað
laxar hvora viku.
Flekkudalsá til SVFR
Stangaveifélag Reykjavíkur hefur
tekið Flekkudalsá á Fellsströnd á
leigu. Veitt er á þrjár stangir í
Flekku, sem fellur um einstaklega
fallegt kjarri vaxið land og er bæði
veitt í Flekkudalsá sjálfri – þar sem
neðri hlutinn heiti Kjallaksstaðaá –
og þverá hennar, Tunguá. Í tillkynn-
ingu sem SVFR sendi út í gær segir
að félagið hafi „tryggt sér eina eftir-
sóknarverðustu sjálfsmennskuá á
Vesturlandi“. Þá segir einnig að
Flekka sé frábær veiðiá og falli vel
að þörfum félagsmanna SVFR. Hún
sé allt í senn „frábær laxveiðiá, sér-
lega falleg og tilkomumikil og fjöl-
skylduvæn“.
Nánast rignt eftir pönt-
un – draumaaðstæður
Söluátak í sumar kom tugum Breta í góða veiði í Kjós
Morgunblaðið/Einar Falur
Laxveiði Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður togaðist á dögunum á við vænan lax í Húseyjarkvísl í Skagafirði.
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 3.500 7000
Staðan 2. september 2020
Veiðistaður
Stanga-
fjöldi Veiði
4. sept.
2019
5. sept.
2018
Eystri-Rangá 18 7.362 2.782 3.486
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 2.080 1.364 3.177
Miðfjarðará 8 1.407 1.324 2.360
Affal í Landeyjum 4 1.192 215 693
Selá í Vopnafi rði 6 1.138 1.391 1.283
Haffjarðará 6 973 568 1.502
Urriðafoss í Þjórsá 4 959 746 1.257
Þverá – Kjarrá 14 912 907 2.444
Horfsá og Sunnudagsá 6 895 624 629
Norðurá 15 862 495 1.610
Langá 12 812 440 1.395
Jökla (Jökulsá á Dal) 8 802 357 408
Laxá í Kjós 8 687 193 854
Laxá á Ásum 4 603 682 644
Laxá í Dölum 6 558 450 879
Yfir sjö hundruð nemendur með
erlent ríkisfang hefja nám við Há-
skóla Íslands í haust, þar af 174
skiptinemar og 543 á eigin vegum.
Þetta kemur fram í frétt á vef-
síðu háskólans. Fram kemur að
skiptinemum fækkar töluvert milli
ára en nemum á eigin vegum
fjölgar hins vegar.
„Í vor stefndi í umtalsverða
fjölgun skiptinema en vegna CO-
VID-19-faraldursins ákváðu marg-
ir erlendir samstarfsskólar að
senda ekki nemendur í skiptinám
þetta haustið. Auk þess hafði
óvissa um þróun faraldursins víða
um heim áhrif á ákvörðun sumra
skiptinema að halda til Íslands.
Þannig voru alls 264 nemendur
tilnefndir í skiptinám við HÍ en
174 skiluðu sér. Erlendum nemum
á eigin vegum hefur hins vegar
ekki fækkað á milli ára heldur
þvert á móti fjölgað. Þeir voru
517 í fyrra en 543 í ár,“ segir í
umfjölluninni.
Haldnir hafa verið kynningar-
dagar fyrir erlendu nemendurna.
Yfir 700 erlendir
nýnemar við HÍ
Fleiri erlendir nemar á eigin vegum
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
HÍ Erlendir nemar á eigin vegum
voru 517 í fyrra en 543 í ár.