Morgunblaðið - 05.09.2020, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
alnabaer.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um hverja helgi frá því GKbakarí hóf starfsemisína hafa súrdeigsbrauðverið bökuð eftir kunn-
um aðferðum en með nýjum til-
brigðum. Bakaríið, sem er við Aust-
urveg á Selfossi, var opnað 2. janúar
á þessu ári af þeim Guðmundi Helga
Harðarsyni og Kjartani Ásbjörns-
syni sem báðir eru útlærðir í bak-
araiðn. Starfsemin er í húsnæði þar
sem bakarí hefur verið um langa
hríð og því er að nokkru leyti byggt
á hefðum sem staðnum fylgja, en
annað eru nýmæli.
„Að prófa sig áfram með nýj-
ungar er nauðsynlegt og við erum
ánægðir með hvernig tekist hefur til
í þessari tilraunastarfsemi okkar fé-
laganna,“ sagði Guðmundur Helgi í
samtali við Morgunblaðið.
Handverkið gildir
Súrdeigsbrauð með sólþurrk-
uðum tómötum og chillipipar verður
brauð komandi helgar í bakaríinu
góða á Selfossi. Af því sem á boð-
stólum hefur verið að undanförnu
eru til dæmis brauð með trönuberj-
um og hvítu súkkulaði, sjómanna-
dagsbrauðið blandað kartöflum,
steinselju og sjávarsalti, einnig
rauðrófubrauð, skógarberjabrauð,
og brauð með sólþurrkuðum tómöt-
um og ólívum en svo mætti lengi
áfram telja. Rúgbrauð með trönu-
berjum og möltuðu íslensku byggi
voru á boðstólnum um bóndadags-
helgina og mældust svo vel fyrir að
þau fóru í daglega sölu. Allt er þetta
handverksbakstur.
Dagleg framleiðsla eru 7-10
tegundir af súrdeigsbrauðum,
normalbrauð, rúnstykki og sæta-
brauð eftir atvikum. Guðmundur og
Kjartan leggja áherslu á að vinna
með hágæðahráefni og að halda
vöruúrvalinu lifandi. Öll fram-
leiðslan er seld á staðnum.
„Brauðin, snúðarnir og smjör-
deigið er allt langhefað yfir nótt og
því klárt í bakstur þegar við mæt-
um. Hingað mætum við um klukkan
sex á morgnana, en við reynum að
mæta eins seint og við getum og
bökum lítið í einu. Þegar fyrstu við-
skiptavinir koma á morgnana er allt
nýbakað og margt enn í ofninum,“
segir Kjartan. „Framleiðslan er
jöfn yfir daginn og fólk getur gengið
að nýbakaðri vöru allan daginn.
Með þessu komum við einnig í veg
fyrir að baka allt of mikið og sitja
uppi með fjall af afgöngum í lok
dags. Séu þeir einhverjir fá sjúkra-
flutningaliðið, sjúkrahúsfólk og
björgunarsveitin gjarnan sendingu
frá okkur.“
Hrat í rúgbrauð
Bakararnir Guðmundur Helgi
og Kjartan eru báðir Sunnlendingar
og eiga sínar rætur í samfélaginu
þar. Því hefur þeim verið metn-
aðarmál að eiga samstarf við fólk og
fyrirtæki á svæðinu. Úr brugghús-
inu Ölverki í Hveragerði hafa þeir
fengið korn sem sitja eftir úr bjór-
gerð sem nýttist í súrdeigsbrauð og
meira að segja hefur bjór verið bætt
í brauð bragðsins vegna. „Helgina
eftir að kanilsnúðabjórinn úr snúð-
unum frá okkur fór í framleiðslu hjá
Ölverki notuðum við hratið af honum
í rúgbrauð, sem gaf ristaðan kan-
ilkeim og lúmskt, sætt marsip-
anbragð,“ segir Kjartan.
Allt kjötálegg GK bakarís kem-
ur frá Korngrís í Laxárdal í Gnúp-
verjahreppi og einnig hafa krydd-
jurtir frá Ártanga í Grímsnesi nýst í
brauðabakstur. Kælirinn í búðinni
er fullur af lífrænu grænmeti frá
Hæðarenda í Grímsnesi og eina
helgina í sumar var allt fyllt af ham-
borgurum og grillkjöti frá Litlu-
Hólabúðinni í Laugardal, sem er
skammt frá Laugarvatni.
Báðu um rabarbara
„Við biðluðum til fólks í vor um
rabarbara og ekki stóð á viðbrögð-
unum. Fólk bar í okkur rabarbara í
allt sumar í skiptum fyrir nýbökuð
brauð og við erum vel birgir fyrir
veturinn. Allt skapar þetta skemmti-
lega stemningu og er í anda þess
sem boðað er; að matvæli eigi ekki
að flytja um langan veg frá framleið-
anda til neytenda. Tímarnir og óskir
neytenda eru að breytast og þeim
viðhorfum ætlum við að fylgja,“ seg-
ir Guðmundur Helgi Harðarson.
Tilraunir
í bakaríi
Tilbrigði í brauðinu. Súrdeigsbrauð með sólþurrk-
uðum tómötum og chillipipar í GK-bakarí á Selfossi
um helgina. Nauðsynlegar nýjungar, segja félagarnir
sem fá hráefnið gjarnan frá bændum í héraði.
Morgunblaðið/Eggert
Bakari Þegar fyrstu viðskiptavinir koma er allt nýbakað og margt enn í ofninum, segir Kjartan Ásbjörnsson.
Morgunblaðið/Eggert
Samstarfsmenn Kjartan og Guð-
mundur Helgi Harðarson.
Kartöflur Komu vel út
í sjómannabrauðinu.
Snúður Með appelsínu og súkkulaði,
með óvenjulegt og sterkt útlit.
Bolla Með karamellu og súkkulaðifyllingu.
Bara alveg hreint ljómandi gott.
Vetrarstarf skátafélaganna er að
hefjast þessa dagana fyrir börn og er
fyrir ungmenni á aldrinum 7-25 ára.
Starfið er aldursskipt og tekur mið af
getu fólks og byggir upp færni til
framtíðar á fjölmörgum sviðum.
Starfið eflir kjark, sjálfstæði, seiglu,
útsjónarsemi og samvinnu.
Skátafélögin bjóða áhugasömu
ungu fólki að kynna sér starfið og
víða er mögulegt að líta inn á fund án
skuldbindingar. Á vefnum skatarnir.is
eru lýsingar á inntaki skátastarfs og
hvar finna má starfandi skátafélög
ásamt þeirri dagskrá sem er í boði á
hverjum stað. Í flestum hverfum á
höfuðborgarsvæðinu er skátafélag
sem og í bæjum úti á landi.
Yfir veturinn eru vikulegir skáta-
fundir sem ýmist eru haldnir innan-
eða utanhúss. Oft bætist við dags-
ferð um helgi og útilega. Þátttöku-
gjöldum er stillt í hóf og taka sveit-
arfélög þátt í kostnaði með
frístundastyrkjum.
Tvö skátafélög hafa boðið upp á
nýjung sem kallast fjölskylduskátun,
en þá taka foreldrar þátt í starfinu
með börnum yngri en sjö ára. Gjarn-
an er hist vikulega um helgar hluta úr
degi eða með öðrum hætti sem hóp-
urinn ákveður. Foreldrar þurfa ekki að
hafa verið skátar og geta fengið leið-
sögn frá skátamiðstöð.
Einnig eru starfandi hópar fullorð-
inna sjálfboðaliða í baklandi skáta-
félaganna. Eru skátar og foreldrar
hvattir til að skrá sig eða yfirfara
eldri skráningar.
Covid-19-faraldurinn setti strik í
reikninginn varðandi skátastarfið á
liðnu vori og féll það niður um tíma.
Skátar brugðu á það ráð að opna
Stuðkví á netinu sem margir nýttu
sér. Þegar takmörkunum var aflétt
var boðið upp á starfið á ný og víðast
hvar lengra fram á sumar en áður til
að vinna upp glataðan tíma, enda
skátarnir þyrstir í samveru og skáta-
starf á nýjan leik. Komi til takmark-
ana í vetur munu skátar taka því af
ábyrgð og festu með hagsmuni barna
og ungmenna að leiðarljósi, segir í
tilkynningu. sbs@mbl.is
Gott og uppbyggilegt tómstundastarf
Skemmtilegt
hjá krökkum
í skátunum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skátar Líf og fjör á landsmóti.