Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Þórðarsonar, í tilefni af 75 ára af-
mæli hans fyrr á þessu ári. Þar kem-
ur Gunnar fram með hljómsveit,
söngvararnir Kristján Gíslason,
Alma Rut, Íris Hólm og Birgir Jó-
hann Birgisson og kynnir er Þorgeir
Ástvaldsson sem syngur líka. Fyrr á
árinu var á hótelinu dagskrá með
lögum Bee Gees og seinna Abba þar
sem landslið söngvara kom fram
með hljómsveit þar sem Gunnar var
í fararbroddi.
„Við Gunnar höfum átt gott og í
raun einstakt samstarf sem hófst ár-
ið 1981. Þá var ég að opna Broadway
en þar og á Hótel Íslandi næstu 20
árin eða svo héldum við margar eft-
irminnilegar sýningar og skemmt-
anir, viðburði sem fólk man eftir.
Þetta var um margt einstakur tími í
íslenskri skemmtanamenningu og
afar skemmtilegur,“ segir Ólafur.
Hann minnist heimsókna margra
þekktra tónlistarmanna sem komu
til landsins frá 1981 og fram til 2000.
Þarna má nefna Tom Jones, Jerry
Lee Lewis, The Shadows, John Tra-
volta, Fats Domino og Rod Stewart
svo örfáir séu tilteknir. Einnig voru
sýningar með íslenskum listamönn-
um, svo sem Ríó tríói, Ómari Ragn-
arssyni – og á skemmtistöðum Ólafs
voru jafnframt haldnar árshátíðir
fyrirtækja, Fegurðarsamkeppni Ís-
lands og fleira.
Skapa góðar minningar
„Þetta voru ævintýri og oft kemur
fólk hingað í Grímsborgir, til dæmis
hjón sem segjast hafa kynnst á
skemmtun hjá mér í Hollywood,
Broadway eða Hótel Íslandi. Ósjald-
an mætir þetta fólk hingað í
tengslum við stórafmæli eða slíkt,
stundum með allri fjölskyldunni – í
þeim tilgangi að skapa góðar minn-
ingar. Þá eru Grímsborgir góður
staður,“ segir Ólafur að síðustu.
Stóri galdurinn í Grímsborgum
Glæsileiki í Grímsnesi Fyrsta vottaða fimm stjörnu hótelið á Íslandi Fólk vill lúxus
Sérstaðan er skýr Bætir við tíu svítum og framkvæmdir að hefjast Skapar góðar minningar
Morgunblaðið/Eggert
Gestgjafar Fólk gerir í vaxandi mæli kröfur um góðan viðurgjörning og lúxus eins og hér er í boði. Sérstaða okkar
er alveg skýr,“ segir Ólafur Laufdal hótelhaldari og veitingamaður, hér með Maríu Brá samstarfskonu sinni.
Morgunblaðið/Eggert
Glæsistaður Alls tekur Hótel Grímsborgir 240 gesti í gistingu. Samtals eru
sextán byggingar á svæðinu, fallegum stað í skógarkjarrinu við Sogið.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gunnar Sýning með lögunum hans
góðu verður nú í haust.
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Viðskiptavinir hafa alltaf rétt fyrir
sér og þjónustan þarf að vera fyrsta
flokks. Fólk gerir í vaxandi mæli
kröfur um góðan viðurgjörning og
lúxus eins og hér er í boði. Sérstaða
okkar er alveg skýr,“ segir Ólafur
Laufdal hótelhaldari og veitinga-
maður. „Stóri galdurinn felst svo
alltaf í því að starfsmenn finni gleði í
því að sinna gestum og ólíkum þörf-
um þeirra og óskum. Að því leyti
hafa störfin ekkert breyst á þeim
tæpu 60 árum sem ég hef unnið við
veitinga- og ferðaþjónustu.“
Íbúðir og svítur
Nóg hefur verið að gera að undan-
förnu á Hótel Grímsborgum í
Grímsnesi, þar sem eru gisting í
hæsta gæðaflokki, rómaður veit-
ingastaður og skemmtanir um helg-
ar. Samdráttur í ferðaþjónustu á Ís-
landi er ekki algildur. „Við erum vel
sett alveg út árið. Villibráðarveislur
okkar eru tvær fyrstu helgarnar
nóvember og svo koma jólahlað-
borðin, sem er vel bókað á. Mörg
fyrirtæki koma til okkar ár eftir ár.
Staðan eftir nýár er óljós enn sem
komið er, en vonandi verður tilveran
þá komin í eðlilegra horf,“ segir
Ólafur.
Hótel Grímsborgir, sem er í kjarri
vöxnu landi við Sogið, var opnað árið
2010. Starfsemin og húsakostur hef-
ur verið byggður upp í jöfnum skref-
um og útkoman er glæsileg. Þetta er
fyrsta vottaða fimm stjörnu hótelið á
Íslandi og getur tekið allt að 240
gesti. Gisting býðst í rúmgóðum
herbergjum, stórum svítum og íbúð-
um sem eru allt að 200 fermetrar að
flatarmáli og með verönd. Alls eru
29 heitir pottar við gistihúsin, en alls
hafa verið reistar sextán byggingar í
þeirri þyrpingu sem myndar Gríms-
borgir. Þar eru meðal annars góðir
funda- og ráðstefnusalir, sem taka
alls að 120, og margvíslegir aðrir
möguleikar til mannamóta. – Til
stendur svo að reisa um 600 fer-
metra byggingu með 10 lúxussvítum
og hefjast framkvæmdir innan tíðar.
Fyrir eru átta svítur á staðnum.
„Fimm stjörnum fylgja miklar
kröfur, svo sem að hér sé fólk á vakt
allan sólarhringinn, reyndir mat-
reiðslumenn séu í eldhúsinu og svo
framvegis. Allt eru þetta skyldur
sem okkur er metnaðarmál að mæta
sem best,“ segir Ólafur.
Einstakt samstarf við Gunnar
Á næstunni verður á Hótel Gríms-
borgum sýning með lögum Gunnars
Að reka stórt hótel í hæsta
klassa segir Ólafur Laufdal að
krefjist mikillar vinnu og yfir-
legu. Ekkert megi gefa eftir í
gæðum og þjónustu við við-
skiptavini. Hann er sjálfur mik-
ið á staðnum, en hans hægri
hönd er María Brá Finnsdóttir
hótelstjóri. Hún hefur starfað í
áraraðir á Grímsborgum, byrj-
aði þar í herbergisþrifum, upp-
vaski og sá um morgunverð-
arborðið. Vann sig síðan stig
af stigi upp í ábyrgðarmikið
starf hótelstjóra. Þá er Kristín
Ketilsdóttir, kona Ólafs Lauf-
dals, hönnuður útlits hótelsins
og er í mörgum fleiri hlut-
verkum í þessari fjölbreyttu
starfsemi. „Kristín er mér al-
veg ómissandi í þessu starfi
hér,“ segir Ólafur.
Kjarni allra starfa
í ferðaþjónustu
„Mér finnst gaman að vera
innan um og með fólki; sú af-
staða er í raun kjarni allra
starfa í ferðaþjónustu,“ segir
María Brá hótelstjóri sem er
framreiðslumaður að mennt
og ætlar nú í vetur að afla sér
frekari menntunar í faginu.
„Starfið hér er afskaplega gef-
andi og viðskiptavinirnir eru
fjölbreyttur hópur. Kannski má
segja að fólk á miðjum aldri
sem hefur komið sér vel fyrir í
lífinu sé okkar helsti markhóp-
ur; þá aðallega Íslendingar
eins og staðan er nú. Margir
sem hingað hafa komið nú að
undanförnu nefna að þeir hafi
verið búnir að skipuleggja og
jafnvel panta sér ferð til út-
landa sem hafi verið blásin af
vegna kórónuveirunnar og Co-
vid. Eitthvað þarf þá að koma í
staðinn til þess að gera sér
dagamun og Gímsborgir hafa
þess vegna orðið niðurstaðan.
Það finnst okkur gaman að
heyra. Fólk þarf tilbreytingu
og gleði inn í lífið, ekki síst
eins og aðstæður í samfélag-
inu eru nú,“ segir María Brá
að síðustu.
Gefandi starf
og hópurinn
fjölbreyttur
MARÍA BRÁ HÓTELSTJÓRI