Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 22

Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum enda sé um að ræða brýnt hags- munamál fyrir neytendur. Vaxtaálag hefur aukist Unnin hefur verið greining á veg- um Neytendasamtakanna sem sýnir að vaxtaálag bankanna hefur aukist á undanförnum misserum. Þá hafa samtökin látið lögmenn á Lögfræði- stofu Reykjavíkur greina fram- kvæmd og lagagrundvöll lána til neytenda með breytilegum vöxtum. Þar kemur að sögn Breka fram að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breyti- lega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi, og að staðlaðir skilmálar lána neytenda standist oft ekki lög- mæltar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiði af sér mikið og óeðlilegt ójafnvægi í samnings- sambandi neytanda og lánveitanda. Þá segir Breki að fram komi að bankarnir hafi ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lána- samningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þótt fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir Breki. Samtökin hafa sent Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka bréf með alvarlegum athugasemdum og skora á þá að „lagfæra skilmála og framkvæmd vaxtabreytinga, sem lúta að samningum um breytilega vexti, og grundvelli vaxtabreytingar á viðmiðum sem eru skýr, aðgengi- leg og hlutlæg og unnt að sannreyna, eins og lög gera ráð fyrir“. Einnig krefjast samtökin þess að hlutur þeirra neytenda sem á hefur verið hallað verði leiðréttur. Bank- arnir hafa frest til 24. september til að svara. Engin reikniregla „Það hefur verið langur aðdrag- andi að þessu. Við sendum bönkun- um fyrirspurnir um reiknireglur á bak við þessi lán og fengum svör frá tveimur þeirra. Annar sagði hreint út að það væri engin reikniregla,“ segir Breki. Hann segir að heildarverðmæti húsnæðislána bankanna þriggja sé um eitt þúsund milljarðar króna. „Ef við gefum okkur að hlutfall lána með breytilegum vöxtum sé helmingur- inn, eða um 500 milljarðar króna. Og ef við gefum okkur jafnframt að mis- ræmið, eða það sem bankarnir hafa oftekið í sinni gjaldtöku, sé hálft pró- sent, þá standa þarna 2,5 milljarðar króna út af borðinu. Við viljum að bankarnir skili þeim fjármunum til sinna viðskiptavina.“ Breki segir að ástæðan fyrir því að Neytendasamtökin hafa tekið málið upp á sína arma sé að ekki sé nóg að einn lántakandi fari í mál, hagsmunir hans séu ekki nógu miklir til að leggja í mikinn kostnað við málaferli. „Einn félagsmaður okkar kvartaði til Neytendastofu undan ósanngjörn- um skilmálum bankanna á þessum lánum fyrir nokkrum árum. Neyt- endastofa úrskurðaði að breytilegu vextirnir væru ósanngjarnir og ólög- legir. Málið fór alla leið fyrir hæsta- rétt sem staðfesti þann úrskurð árið 2017. Samt hefur ekkert gerst hvað lánakjörin varðar, því rétturinn tók ekki afstöðu til einkaréttarlegrar kröfu félagsmannsins. Það er því mikilvægt fyrir okkur núna að vekja athygli á málinu til að hægt sé að fara í hópmálsókn ef bankarnir sjá ekki að sér.“ Breki segir að lántakar eigi að vita og skilja hvernig lán þeirra breytist og hvaða þættir hafi þar áhrif. „Eitt af því sem bankarnir láta hafa áhrif á breytanleika lánanna er rekstrar- afkoma þeirra. Það er matskennt at- riði og lántakinn er alveg í myrkrinu með við hvaða aðstæður bankinn lætur afkomuna hafa áhrif á lán hans. Það er einkenni ósanngjarnra samninga, ef einn getur breytt samningi og hinn getur ekki séð eða skilið hvort breytingin sé réttmæt. Við viljum að svona matskennd atriði verði felld út úr skilmálunum.“ Markaðskjör hækkað hratt Markaðskjör bankanna hafa hækkað hratt síðustu tvö ár að sögn Breka, og til dæmis hafi markaðs- kjör Arion banka nær nífaldast á tímabilinu, farið úr 0,19% í 1,67%. Að mati Breka gæti þetta mál orð- ið stærra að umfangi en þegar dóm- ur féll um ólögmæti gengistryggðra lána, sem endaði með endur- greiðslum til viðskiptavina. „Ef kem- ur til endurgreiðslna vegna lána með breytilega vexti hefur það áhrif á öll virk lán í dag. Lán sem eru upp- greidd fyrnast á fjórum árum og þetta hefur því áhrif fjögur ár aftur í tímann fyrir slík lán.“ Breki er vongóður um að bankarn- ir sjái að sér, enda sé greinargerð sú sem Lögfræðistofa Reykjavíkur hef- ur unnið fyrir samtökin vel grunduð að hans sögn. „Við vonumst til að þetta mál leysist í viðræðum við bankana svo ekki þurfi að koma til málsóknar.“ Breytileg lán standist ekki lög  Neytendasamtökin hafa gefið viðskiptabönkunum frest til 24. september til að lagfæra skilmála sína  Málið mögulega stærra en ólöglegu gengislánin  Endurgreiðslur gætu numið milljörðum króna Lán Talið er helmingur íbúðalána sé með breytilegum vöxtum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Neytendasamtökin telja skilmála og framkvæmd lána viðskiptabankanna þriggja með breytilegum vöxtum ekki standast lög. Samtökin beindu fyrirspurnum til bankanna sl. vetur um vaxtaútreikning íbúðalána með breytilegum vöxtum. Vísað var til þess að vaxtabreytingar á undan- gengnum misserum hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabank- ans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri ill- skiljanlegur í huga margra félags- manna samtakanna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Morgunblaðið að samtökunum hafi borist svör frá hluta viðskiptabankanna þar sem leitast er við að útskýra aðferðafræði og lagagrundvöll vaxtaákvarðana. Segir Breki að svörin hafi verið þess eðlis að Neytendasamtökin hafi talið efni til þess að skoða málið frekar, Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir félagið hafa óskað skýr- inga frá Ríkis- kaupum á því hvers vegna til- boð þess í upp- steypu nýs með- ferðarkjarna var ekki metið. Greint var frá niðurstöðum út- boðsins 28. ágúst. Niðurstaðan var að Eykt bauð lægst þeirra fimm fyrirtækja sem þóttu hæf í verkið, eða 8,7 milljarða króna. Hefði verið á röngu formi Við það tilefni staðfesti Egill Skúlason, verkefnastjóri hjá Ríkis- kaupum, það í samtali við Morgun- blaðið að ÞG verk hefði skilað inn til- boði of seint og á röngu rafrænu formi. Því hefðu Ríkiskaup ekki séð sér fært að taka tilboðið gilt. Þorvaldur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ÞG verk hefði látið kerfisstjóra yfirfara samskipti við Nýja Landspítalann ohf. vegna útboðsins. Niðurstaðan væri að gögnunum hefði verið hlaðið niður á vefsvæði Ríkiskaupa. Því væri það mat ÞG verks að Ríkiskaup yrðu að taka afstöðu til tilboðsins. Niðurhalið verið staðfest „Við erum enn að fást við þetta spítalaútboð. Við erum að kanna hvers vegna tilboðið skilaði sér ekki og af hvaða ástæðum Ríkiskaup vildu ekki hafa það með. Við höfum fengið útskrift frá rekstraraðila raf- ræna útboðskerfisins (TendSign) sem Ríkiskaup nota þar sem staðfest er að ÞG verk hlóð niður tilboðsskrá og tilboðsblaði kl. 9:52 hinn 28. ágúst, eða átta mínútum fyrir opnun tilboða. Vikan hefur farið í að kvarta og fá úr þessu skorið hjá Ríkiskaup- um en við fáum ekki viðhlítandi svör,“ sagði Þorvaldur. Kom ekki skýrt fram ÞG verk hafi jafnframt gert at- hugasemdir við framsetningu á til- boðunum. Það komi þannig ekki skýrt fram hvort þau séu heildar- tilboð eða heildartilboð að viðbætt- um tímagjöldum. Ríkskaup hafi ekki viljað veita umbeðnar upplýsingar og því viti ÞG verk ekki hvar tilboð þess er í röðinni. ÞG verk krefur Ríkiskaup svara Þorvaldur Gissurarson  Tilboð í meðferðarkjarna ekki metið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.