Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
✝ Ólöf María Jó-hannsdóttir
var fædd á Siglu-
firði 16. apríl
1944. Hún lést 21.
ágúst 2020 á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri. Maja
eins og hún var
oftast kölluð var
dóttir hjónanna
Jóhanns Steinþórs
Guðnasonar, f.
12.2. 1919, d. 24.6. 1993, og
Unu Dagnýjar Guðmunds-
dóttur, f. 10.12. 1913, d.
26.1. 2000.
Systkini Maju eru: 1)
Hreiðar Þór Jóhannsson, f.
31.7. 1962, d. 31.7. 1962. 2)
Drengur, fæddur andvana 6.7.
1963. 3) Jóhann Steinþór, f.
17.5. 1965, kvæntur Eyrúnu
Björnsdóttur, f. 2.10 1966.
Börn þeirra eru Ólöf María,
Þórey Líf og Marvin Þór. Fyr-
ir á Eyrún einn son, Viðar
Loga, kvæntur Huldu Guð-
björgu, dætur þeirra eru
Katla Sjöfn, Árdís Sif og Elísa
Sif. 4) Ómar Freyr, f. 21.5.
1967, kvæntur Margréti Jóns-
dóttur, f. 5.8. 1959. Synir
þeirra eru Kristinn Freyr og
Sigurður Þór, sambýliskona
hans er Sigrún og dóttir
þeirra er Katrín Una. Fyrir á
Margrét þrjú börn, þau eru
Sigþór Ingi, Hilmar Þór og
Una Dagný.
5) Birkir Þór, f. 18.11.
1976, kvæntur Svövu Ingi-
marsdóttur, f. 1.11. 1976.
Börn þeirra eru Helena Dís,
Skúli Þór, Bjarki og Daníel.
Maja og Siggi hófu fyrst
búskap á Hávegi 7 (Húsabak
sem kallað var í þá daga).
Þau fluttu síðar á Hólaveg 16
en árið 1985 keyptu þau Suð-
urgötu 57 og hafa búið þar til
dagsins í dag. Maja starfaði
meðal annars í mjólkurbúð-
inni á Suðurgötu 4 og í eld-
húsinu á gamla Sjúkrahúsinu
á Siglufirði. Lengst af starf-
aði hún hjá Egilssíld eða í 29
ár. Hún tók þátt í fé-
lagsstörfum hjá Slysavarna-
félaginu.
Útför Maju fer fram í
Siglufjarðarkirkju í dag, 5.
september 2020, klukkan 13.
Vegna samkomutakmarkana
verða aðeins boðsgestir við
athöfnina, en útförinni verður
streymt á Facebook-síðunni:
María Jóhannsdóttir útför.
Virkan hlekk á streymið má
nálgast á https://www.mbl.is/
andlat.
10.5. 1956, sam-
býliskona hans er
Drífa Aradóttir. 2)
Eiríkur Sævalds-
son, f. 6.9. 1940,
kvæntur Jónu
Gígju Eiríksdóttur
Maja giftist Sig-
urði Þór Haralds-
syni, f. 28.10.
1940, þann 10.12.
1963. Foreldrar
Sigga voru Har-
aldur Þór Friðbergsson, f.
19.2. 1906, d. 11.10. 1984, og
Sigrún Stefánsdóttir, f. 8.12.
1905, d. 17.6. 1959.
Maja og Siggi eignuðust
fimm syni: 1) Jóhann Þór, f.
Elsku hjartans mamma mín.
Myndin um þig og minningarn-
ar verða geymdar í hjarta mínu
svo lengi sem það slær. Það er
svo sárt að kveðja þig elsku
mamma. Þú fórst alltof fljótt frá
okkur.
Ég sakna þess að segja mamma
Ég sakna þess að heyra rödd þína
Ég sakna þess að finna hönd þína
Ég sakna þess að þú hughreystir mig
Ég sakna þess að þú hvetjir mig
Ég sakna þess að sjá þig
Ég sakna þess að faðma þig
Ég sakna þín elsku hjartans mamma
mín
Ég kveð þig nú mamma mín,
ég veit að synir þínir tveir á
himnum, mamma þín og pabbi
taka vel á móti þér í blóma-
brekkunni. Við bræðurnir pöss-
um upp á pabba fyrir þig.
Þinn sonur,
Jóhann.
Elsku mamma er fallin frá að-
eins 76 ára gömul. Það er mikill
missir fyrir okkur, en umfram
allt er ég þakklátur fyrir ynd-
islegu stundirnar og góðu minn-
ingarnar sem við áttum saman.
Mamma var mikil dugnaðarkona
og hugsaði svo vel um alla. Mér
leið alltaf svo vel að koma til ykk-
ar pabba á Suðurgötuna og fór
ég aldrei svangur frá ykkur.
Maturinn sem þú gerðir var allt-
af upp á tíu.
Þú varst yndisleg móðir og vil
ég þakka þér fyrir allt, sem er
ómetanlegt.
Elsku mamma mín, það er
sárt að þurfa að kveðja þig en
yndislegu minningunum mun ég
aldrei gleyma, en það huggar
mig að þér líður betur núna.
Ég kveð þig mamma með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigríður Sigurjónsdóttir)
Þinn sonur,
Birkir Þór.
Í dag kveð ég tengdamóður
mína, Maju eins og hún var oft
kölluð. Alltaf gat ég leitað til
hennar með alls konar spurning-
ar tengdar ýmsum efnum líkt og
uppskriftum og afmælisdögum.
Tölur voru hennar mál og vissi
hún alltaf hvenær fólk átti af-
mæli. Meira að segja mundi hún
númerið á SÍBS-miðanum mín-
um og hringdi til að óska mér til
hamingju með vinninginn ef
hann kom. Alltaf var gott að
koma á Suðurgötuna í heitt kaffi
og í hreint rúm.
Elsku Maja, ég og mín fjöl-
skylda eigum eftir að sakna þín
og við munum ávallt minnast þín.
Hafðu það gott í Sumarlandinu.
Um undra-geim, í himinveldi háu,
nú hverfur sól og kveður jarðarglaum;
á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan
straum.
(Benedikt Gröndal)
Þín tengdadóttir,
Eyrún.
Elsku amma mín. Það er erfitt
að hugsa til þess að ég fái ekki að
sjá þig aftur. Þú varst alltaf svo
hlý og góð og ég á svo margar
góðar minningar með ykkur afa
sem ég mun ávallt geyma á góð-
um stað. Amma, þú kenndir mér
svo margt í gegnum tíðina, þú
kenndir mér til dæmis að prjóna,
hekla og að baka. Við eigum því
sameiginleg áhugamál sem verða
alltaf geymd í hjörtum okkar
með minningunum sem við átt-
um saman.
Ég er svo þakklát fyrir allar
fallegu stundirnar sem við áttum
saman, fyrir allt sem þú kenndir
mér og fyrir alla góðvildina sem
þú sýndir mér.
Nú vil ég kveðja þig með bæn-
inni sem við fórum alltaf saman
með, elsku amma mín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þín ömmustelpa,
Þórey Líf.
Elsku Maja amma, mig langar
að kveðja þig með þessu fallega
ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Minning þín mun lifa í hjarta
mínu
Þinn ömmustrákur,
Marvin Þór.
Elsku amma mín, það hryggir
mig að þú sért farin. Ég veit að
þú ert á góðum stað, þar sem þér
líður vel. Við áttum einstakt
samband sem mun lifa í hjarta
mínu um ókomna tíð. Ég er
heppin að geta sagt að ég eigi
ömmu sem er bæði besta amma í
heimi og besta vinkona mín.
Ég kom oft í heimsókn á Suð-
urgötuna þegar ég var yngri og
fékk að vera hjá ykkur afa, þar
leið mér best. Ég mun sakna
þess að koma í hlýjuna og kök-
urnar hjá þér amma mín. Ég lofa
því að passa upp á afa fyrir þig.
Ég get ekki lýst því hversu
þakklát ég er fyrir það einstaka
samband við eigum, elsku amma.
Við fórum oft saman að versla
og finnst mér þeir tímar svo dýr-
mætir.
Það var eitt skipti sem þú
nenntir ekki að fara í búðir, það
var daginn sem þú varðst sextug.
Þú harðneitaðir pabba þegar
hann bauð þér að koma með.
Fjölskyldan var búin að skipu-
leggja óvænta veislu fyrir þig.
Á endanum fórstu í búðir og
komst síðan heim í veisluna. Við
höfum oft hlegið að þessu saman
fjölskyldan.
Við vorum alltaf bestu vinkon-
ur og þú alltaf sú sem ég leitaði
til. Ég hringdi í þig síðasta vetur
og bað þig um að kenna mér að
baka pönnukökur, þar sem ég
átti að baka þær í prófi.
Þú sagðir mér öll skrefin sem
þú notaðir „ekki gleyma að sigta
deigið tvisvar svo að ekki komi
kekkir‘‘ sagðirðu. Ég æfði mig og
gekk vel í prófinu, allt þér að
þakka. Ég var alltaf dugleg að
láta þig vita hvernig gekk í skól-
anum þar sem þú varst alltaf
áhugasöm. Þú vildir vita hvernig
gengi hjá mér og hvattir mig til
að gera betur ef illa gekk.
Síðasti dagurinn þinn áður en
þú lagðist inn á spítala var út-
skriftardagurinn minn úr háskól-
anum.
Kletturinn sem stóð með mér
alla skólagöngu mína. Þú ein
horfðir á útskriftina í háskólan-
um á meðan allir aðrir voru upp-
teknir.
Eftir athöfnina komum við
fjölskyldan saman og borðuðum
góðan mat. Ég er svo þakklát
fyrir þennan dag þar sem við
vorum saman í síðasta skiptið
með þér, elsku amma mín. Ég
veit að þú situr uppi á himnum,
hvetur mig áfram líkt og þú
gerðir í gegnum símann þegar
við töluðum saman.
Mig langar að kveðja þig með
þessu fallega ljóði.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér
(Sigríður Dúa)
Þín nafna, vinkona og ömmu-
stelpa,
Ólöf María.
Ólöf María
Jóhannsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
INGA HALLGRÍMSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi 24. ágúst.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Steinar Lúðvíksson Guðný Sigurðardóttir
Sigrún Halla Árnadóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLAFÍA LÁRUSDÓTTIR,
Sæviðarsundi 8,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 2. september.
Eiríkur Ellertsson
Jóhannes Ellert Eiríksson Jódís Ólafsdóttir
Lárus E. Eiríksson Gróa Karlsdóttir
Kristín Eiríksdóttir Trond Solberg
Guðlaug Eiríksdóttir Ólafur Stefánsson
Ragnhildur Eiríksdóttir Þorgrímur Þráinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐBJÖRG STEFANÍA
ANDRÉSDÓTTIR,
Borgarbraut 65,
lést í Brákarhlíð miðvikudaginn
2. september. Útför hennar fer fram frá
Borgarneskirkju fimmtudaginn 10. september klukkan 14.
Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin eingöngu fyrir
boðsgesti en henni verður streymt á www.kvikborg.is.
Ragnhildur Andrésdóttir Ölver Benjamínsson
Bragi Andrésson Júlíanna María Nielsen
Jóhann Óskar Sigurðsson
Friðbjörg Óskarsdóttir
og systkinabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BIRNA SVAVA INGÓLFSDÓTTIR
VESTMANN,
lést 27. ágúst á Dvalarheimilinu Hlíð
Akureyri.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
7. september klukkan 13:30. Í ljósi aðstæðna verða einungis
nánustu ættingar og vinir viðstaddir en útförinni verður streymt
á: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Inga Katrín Vestmann Kristján Þ. Kristinsson
Þorvaldur Vestmann Þórdís Þórólfsdóttir
Margrét Vestmann Aðalbjörn R. Svanlaugsson
Valur Vestmann Vera W. Vestmann
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
BALDUR J. GUÐMUNDSSON,
Bólstaðarhlíð 41,
áður Álftamýri 4 í Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
1. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður I. Baldursdóttir Karl S. Sigurðsson
Guðmundur H. Baldursson Harpa Gunnarsdóttir
Sævar B. Baldursson Sigríður O. Marinósdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar