Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 39
standa í samfélaginu eigi sér ein-
hvern málsvara. Svo var ekki verra
hversu fjölbreytt starfið var.“
Fjölskylda
Eiginmaður Guðnýjar er Jónas
Þór Þórðarson, f. 4.7. 1940, fv. verk-
stjóri í Silfurstjörnunni í Öxarfirði.
Foreldrar hans voru hjónin Þórður
Friðbjarnarson, verkamaður á
Húsavík f. 7.11. 1918, d. 11.4. 1966,
og Dalrós Jónasdóttir húsfreyja, f.
28.9. 1908, d. 19. febrúar 2001.
Börn Guðnýjar og Jónasar eru: 1)
Björn Maríus, f. 13.2. 1968, deildar-
stjóri hjá Icelandic Seafood kvænt-
ur Herdísi Hreiðarsdóttur þýðanda.
Börn þeirra eru Jónína, f. 28.5. 1997,
og Jónas, f. 10.7. 1999. Þau búa í
Reykjavík. 2) Birkir Þór, f. 29. júní
1969, sölumaður hjá Norðlenska.
Hann er kvæntur Hönnu Ásgeirs-
dóttur kennara og eiga þau þrjú
börn: Guðnýju Brynhildi, f. 3.7. 1995,
í sambúð með Steini Sævarssyni
sem á soninn Frosta; Ragnar, f. 15.8.
1997, í sambúð með Brynju Björns-
dóttur og yngstur er Bergþór f. 7.6.
2003. 3) Kristlaug Helga, f. 21.7.
1970, hjúkrunar- og heilsuhagfræð-
ingur í sambúð með Bogdan Cojoc-
aru lögfræðingi. Þau eiga börnin
Hrafnhildi, f. 4.8. 2006, og Hákon,
f. 3.3. 2010.
Systkini Guðnýjar eru Þórarinn,
f. 11.7. 1940, tryggingasölumaður og
þáttagerðarmaður á RÚV, búsettur
í Hvammi í Húsavík, og Sigríður,
f. 27.5. 1946, kennari, búsett í Hafn-
arfirði.
Foreldrar Guðnýjar eru Björn
Haraldsson, f. 31.5.1897, d. 29.5.
1985, bóndi og kennari í Austur-
görðum í Kelduhverfi, og kona hans
Þorbjörg Þórarinsdóttir, f. 2.5. 1908,
d. 31.3. 1991, húsfreyja.
Guðný Halldóra
Björnsdóttir
Þorbjörg Sigmundsdóttir
húsfreyja á Núpskötlu í Presthólahreppi
Guðjón Jóhannesson
bóndi á Núpskötlu í
Presthólahreppi
Kristlaug Guðjónsdóttir
húsfreyja í Kollavík í Þistilfirði
Þorbjörg Þórarinsdóttir
húsfreyja í Austurgörðum í Kelduhverfi
Þórarinn Guðnason
bóndi í Kollavík í Þistilfirði,
N-Þingeyjarsýslu
Helga Þórarinsdóttir
húsfreyja á Hóli á
Melrakkasléttu
Guðni Kristjánsson
bóndi á Hóli á Melrakkasléttu
Matthildur Torfadóttir
húsfreyja í Austurgörðum
Sigfús Guðmundsson
bóndi í Austurgörðum
Sigríður Sigfúsdóttir
húsfreyja í Austurgörðum
í Kelduhverfi
Haraldur Ásmundsson
bóndi í Austurgörðum í Kelduhverfi
Kristjana Jósepsdóttir
fluttist til Kanada
Ásmundur Guttormsson
fluttist til Kanada
Úr frændgarði Guðnýjar Halldóru Björnsdóttur
Björn Haraldsson
bóndi og kennari frá Austurgörðum í
Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MYNDI ÉG BORÐA ÞETTA EF ÉG ELSKAÐI
ÞIG EKKI?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera stoltasti
verðandi faðir í
heiminum.
EKKI EYÐI-
LEGGJA DAGINN
ÓKEI SJÁUMST Á
MORGUN
ÉG VEIT AÐ
ÞÉR FINNST
ÞÚ SVOLÍTIÐ
UTANVELTU Í
SVONA FÍNU
BOÐI, EN Í
ALVÖRU, ÞÚ
HLÝTUR AÐ FINNA
EITTHVAÐ
SAMEIGINLEGT
MEÐ HINUM
GESTUNUM!
ÞEIM LÍKAR EKKI VIÐ MIG OG
MÉR LÍKAR EKKI VIÐ ÞÁ!
ÉG FANN
ÞAÐ!
„MÉR FINNST ÞETTA ÓTTALEGT
HRINGSÓL HJÁ OKKUR.”
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Í gátu minni felst nú fjall.
Færleik minn ég bind við stall.
Hjól er einatt aftan við.
Iðnir grunda námsefnið.
Eysteinn Pétursson svarar: „Hér
er ein ekki-svall hestavísa!“:
Hestfjall lágt ég líta má.
Læt ég binda hest við stall.
Sit ég hjólhesti einatt á.
Iðka ei lestrarhestar svall.
Sigmar Ingason leysir gátuna
svona:
Kerruna dregur þægur klárinn Blesi.
Kenna margir fjallið Hest á
Snæfellsnesi.
Græna taðan Skjóna mínum bragðast
best.
Bækur metur námshesturinn allra
mest.
Guðrún B. á þessa lausn:
Ekki gnæfir Hestfjall hátt,
en hest má setja þar í var.
Hestvagn dugar dag sem nátt,
ef djammar námshesturinn kátt.
„Með kaffinu birtist lausnin,“
svarar Helgi R. Einarsson:
Allt er gott sem endar vel
og í stuðla fest.
Eftir þanka þá ég tel
að þessi minni’ á hest.
Lausn frá kennara í Vest-
urbænum:
Einu sinni upp á Hest
ég einn á hesti lagði.
Á hjólhesti með nammi og nest
ég námshest leit sem þagði.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hestur í Borgarfirði fjall.
Festi ég hestinn minn við stall.
Aftan við hjól er hestur sá.
Hest við lestur tengja má.
Þá er limra:
Hjalti er hestamaður
harla mislukkaður,
en býsna frár
og furðu knár
hans foli er ekki staður.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund
nr. 44:
Heilann brotið hef um stund
heldur sljór og fúll í lund,
flausturslega úr garði ger
gáta hér á eftir fer:
Hann eflaust er umdeildur maður.
Aldrei sá litinn er glaður.
Á sviðinu sýndur án vonar.
Í sérhverra lífi margs konar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stolinn hestur hleypur best