Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 40

Morgunblaðið - 05.09.2020, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Körfuknattleikskonan Margrét Kara Sturludóttir hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en hún hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Kara, sem varð 31 árs gömul 2. september, lék með KR síðasta vetur en liðið fór alla leið í úrslit bik- arkeppninnar, Geysis-bikarsins, þar sem það tapaði fyrir Skallagrími í Laugardalshöll. Þá var KR-liðið í öðru sæti deild- arinnar þegar ákveðið var að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar 18. mars síðastliðinn. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í Vesturbænum í sumar en Benedikt Guðmundsson lét af störf- um sem þjálfari KR eftir síðasta keppnistímabil og Franscisco García tók við en hann var áður yfirþjálfari hjá Skallagrími. Þá eru sex af þeim átta leik- mönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðustu leiktíð farnir frá félaginu en Danielle Rodriguez, Hildur Björg Kjartansdóttir, Sanja Orazovic, Sól- lilja Bjarnadóttir og Unnur Tara Jónsdóttir eru allar horfnar á braut. „Mig langaði alltaf að enda ferilinn í KR þar sem mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag. Draumurinn var þess vegna alltaf að láta staðar numið þar þótt ferillinn hafi kannski ekki enst alveg jafn lengi og ég hafði vonað. Að sama skapi var þetta langt frá því að vera auðveld ákvörðun og ég tók mér góðan og langan tíma í að taka ákvörðun. Það er vissulega hálf- fúlt að horfa til baka og hugsa til þess hvernig síðasta tímabilið mitt fór vegna kórónuveirufaraldursins. Á móti kemur tel ég að það sé aldrei einhver fullkominn tímapunktur til þess að kalla þetta gott,“ sagði Kara sem skoraði 6 stig í deildinni á síð- ustu leiktíð og tók sjö fráköst að með- altali. Horfir sátt til baka Kara á að baki farsælan feril sem hófst með Njarðvík árið 2003 en hún var meðal annars valin besti leik- maður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2011 þegar hún var leikmaður KR. „Ég er alveg sátt við minn feril þegar ég horfi til baka en ég við- urkenni það líka að ég er ekki pakk- södd. Ég á tvo stráka, fædda 2013 og 2017, og ég tók mér þriggja ára hlé frá körfubolta eftir að ég eignaðist þá. Munstrið á mínum ferli er því sér- stakt að því leytinu til og ekkert endi- lega auðvelt að koma sér í stand eftir svona langar pásur inn á milli. Það breytir manni að eignast barn og maður fór ansi hratt úr því að vera bara nýliði í einhverju liði í það að vera allt í einu elsti leikmaðurinn með tvö börn. Að sama skapi finnst mér mjög mikilvægt fyrir konur að vera með- vitaðar um að það er vel hægt að koma til baka eftir barnsburð og íþróttin gefur manni alltaf jafn mikið. Það hefði vissulega verið þægilegt ef að maðurinn minn hefði getað gengið með annað barnið þar sem maður dettur aðeins úr gírnum við að koma barni í heiminn. Það er kannski það sem ég hugsa mest um, hvað ég hefði þá getað gert í körfunni á meðan ég tók mér frí, og þess vegna er ég kannski ekki alveg södd.“ Skynsamleg ákvörðun Þrátt fyrir að Kara hafa tvívegis tekið sér þriggja ára hlé frá körfu- bolta hefur hún alltaf komið til baka, bæði með Stjörnunni og KR, og verið á meðal bestu leikmanna deild- arinnar. „Þegar ég eignast eldri strákinn minn árið 2013 flytjum við fljótlega til Noregs þar sem mér og manninum mínum bauðst báðum góð vinna þar í landi. Í Kristiansand þar sem við bjuggum var ekkert körfuboltalið og því miður ekki einu sinni í grendinni. En ég hafði alveg séð það fyrir mér að spila eitthvað þar. Við flytjum svo aftur heim 2015, ég sem við Stjörnuna, og ári síðar verð ég ólétt. Eftir að yngri sonur minn kemur í heiminn íhugaði ég alvarlega að byrja aftur en þá kemst ég inn í MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík og kennslan fór fram um helgar og á kvöldin sem hentaði illa með körfu- boltanum. Eftir að ég útskrifaðist í fyrra ákvað ég að prófa og sjá hvort ég gæti enn þá eitthvað í körfubolta, sem við KR, og ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun. Mér finnst ómet- anlegt að hafa spilað síðasta tímabilið mitt með KR og þakklát fyrir alla sem ég kynntist í gegnum stór- veldið.“ Margrét Kara varð tvívegis Ís- landsmeistari, með Keflavík árið 2008 og KR 2010, og tvisvar bik- armeistari, 2007 og 2009. Þá á hún að baki 15 A-landsleiki fyrir Ísland. Eftirminnileg bikarúslit „Ég man sérstaklega vel eftir bik- arúrslitunum 2009 þegar við unnum Keflavík. Við vorum klárlega litla lið- ið í þeim leik og það var sérstaklega sætt að vinna þann leik. Teitur frændi [Teitur Örlygsson] var þjálf- ari Stjörnunnar á þessum tíma og hann varð bikarmeistari með liðinu eftir sigur gegn KR í úrslitaleik. Þetta var virkilega sætt móment þar sem við unnum bæði með lið- unum sem áttu ekkert að vinna sem gerði þetta enn þá skemmtilegra. Að vera valin í landsliðið var auðvitað alltaf jafn mikill heiður og virkilega eftirminnilegt.“ Kara er ósátt með hvernig málin hafa þróast hjá KR að undanförnu. „Það er ekki hægt að segja neitt annað en að síðasta tímabil hafi geng- ið mjög vel hjá KR-liðinu. Valur var auðvitað með frábært lið, en við átt- um klárlega séns gegn þeim sem og öðrum liðum og vorum með lið sem hefði getað barist um titilinn að mínu mati. Eftir á að hyggja er sárt að hafa ekki getað klárað þetta á titli. Mér þykir leitt að segja það en landslagið í KR er hins vegar allt annað í dag, með fullri virðingu fyrir þeim leikmönnum sem eru þar núna. Hugmyndafræðin er ekki sú sama og á síðustu leiktíð og það má alveg setja spurningarmerki við það af hverju þetta endar alltaf svona hjá félaginu með reglulegu millibili. Það er fullt af góðu fólki í stjórn körfunnar í KR sem ætlar að koma þessu á annað level sem er mjög göf- ugt og spennandi verkefni. Ég sé mig alveg koma eitthvað að því verkefni seinna meir ef ég hef tök á en kannski ekki strax þar sem ég er nýhætt en get þá vonandi látið finna fyrir mér þar þótt það sé ekki inni á vellinum. Þegar allt kemur til alls er ótrúlega sorglegt að fylgjast með þessu gerast aftur og aftur, hvort sem maður er í liðinu eða stendur fyrir utan það.“ Kara ítrekar að þrátt fyrir brott- hvarf sterkra leikmanna hefði verið hægt að fylla þeirra skörð. „Liðið er í 1. deild þegar Benni tek- ur við þessu árið 2017 og þá næst frá- bær árangur á stuttum tíma. Þjálfari eins og Benni er klárlega ákveðið að- dráttarafl fyrir aðra leikmenn. Án þess að tala niður þá frábæru leik- menn sem ákváðu að fara annað, þá ætti það ekki að vera óyfirstíganlegt að „recruita“ og semja við nýja leik- menn í stað þeirra. Svona hlutir gerast í körfubolta og öðrum íþróttum og þetta er einfald- lega hluti af leiknum, að þjálfarar og leikmenn rói á önnur mið. Það ætti ekki að líta á þetta eins og einhver endalok því þetta er daglegt brauð í þessum bransa. Á svona tímum þurfa stjórn og aðrir leikmenn að stíga upp, vinna sína vinnu, og finna aðra leik- menn í stað þeirra sem fóru. Ég veit ekki hvernig sú vinna fór fram núna, hvort einhverjir hafi sofn- að á verðinum eða hvort það var verkefnaskiping sem fór á mis, en ljóst er að sú vinna bar alla vega ekki tilsettan árangur.“ Margir áhrifavaldar Kara viðurkennir að hún hefði hæglega getað hugsað sér að taka annað tímabil ef það hefði verið stað- ið öðruvísi að hlutunum. „Já ég hugsa að ég hefði alveg tek- ið annað ár ef aðstæðurnar væru öðruvísi. Ég íhugaði sannarlega að taka slaginn í vetur og það er mjög stutt síðan ég ákvað á mínum for- sendum að þetta væri komið gott. Það eru mörg atriði sem spiluðu inn í þessa ákvörðun mína. Eins er fjöl- skyldulífið dýrmætt og fyrirtækj- arekstur tekur sinn toll. Þó að ég sé sátt og mér er létt að hluta til að hafa tekið þessa ákvörðun þá er ég líka sorgmædd og sakna innilega körfuboltans. En ég ætla mér að gefa til baka því boltinn hefur gefið mér helling og það er kannski næsta verkefni hjá mér, að reyna á annan hátt að leggja hönd á plóg, þó svo að það sé ekki endilega inni á vell- inum. Ég elska körfubolta og ætla að berjast fyrir hann,“ bætti Margrét Kara við í samtali við Morgunblaðið. Ætlar að berjast fyrir kvennakörfuna í KR  Margrét Kara Sturludóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir sautján ára feril Morgunblaðið/Hari Hætt Margrét Kara Sturludóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Knattspyrnudeild Fjölnis hefur gengið frá samningi við Englend- inginn Jeffrey Monakana og mun hann leika með liðinu út tímabilið. Monakana lék síðast með Dulwich Hamlet í sjöttu efstu deild Eng- lands. Verður Fjölnir sautjánda lið- ið sem Monakana leikur með, þrátt fyrir að hann sé aðeins 26 ára. Fjölnir er í botnliði Pepsi Max- deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir tólf leiki. Monakana er uppal- inn hjá Arsenal og hefur leikið með liðum á borð við Preston og Brig- hton. Fjölnir verður sautjánda liðið Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Þjálfarinn Ásmundur Arnarsson þjálfar botnlið Fjölnis. Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gekk í gær frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Kai Havertz á 71 milljón punda. Skrifar hinn 21 árs gamli Havertz undir fimm ára samning við Chelsea. Havertz er einn efnilegasti leik- maður heims og næstdýrasti leik- maðurinn í sögu Chelsea á eftir markverðinum Kepa Arrizabalaga sem kostaði 71,6 milljónir punda. Havertz skoraði 18 mörk í 45 leikjum fyrir Leverkusen á síðustu leiktíð. Er hann sjöundi leikmað- urinn sem Chelsea kaupir í sumar. Sá næstdýrasti í sögu Chelsea AFP Dýr Kai Havertz fer frá Leverkusen í heimalandinu til Chelsea. U21 karla Riðlakeppni EM 2021: Ísland – Svíþjóð........................................ 1:0 Sveinn Aron Guðjohnsen 65. 4. deild karla A Uppsveitir – KFS ..................................... 0:4 GG – Vatnaliljur ....................................... 4:2 Ýmir – ÍH .................................................. 0:3 Staðan: KFS 13 9 2 2 45:15 29 ÍH 13 9 1 3 67:18 28 Ýmir 12 8 1 3 49:17 25 Léttir 12 7 1 4 24:33 22 GG 12 6 1 5 30:28 19 Vatnaliljur 13 3 2 8 26:38 11 Uppsveitir 13 3 0 10 14:40 9 Afríka 12 1 0 11 8:74 3 4. deild karla B SR – Kormákur/Hvöt............................... 4:3 Staðan: Kormákur/Hvöt 11 8 1 2 43:12 25 KFR 11 7 3 1 43:13 24 SR 10 6 2 2 29:18 20 Stokkseyri 9 4 2 3 19:15 14 Björninn 10 3 2 5 11:14 11 Álafoss 9 1 1 7 10:29 4 Snæfell 10 0 1 9 7:61 1 4. deild karla D KB – Hörður ............................................. 4:3 Staðan: Kría 12 9 3 0 48:23 30 KH 11 8 1 2 37:16 25 Árborg 12 7 2 3 42:19 23 Smári 13 6 1 6 24:31 19 Hvíti riddarinn 12 6 0 6 31:26 18 KB 13 4 1 8 30:47 13 Hörður Í. 12 2 1 9 25:36 7 Mídas 13 1 3 9 19:58 6 Katar Al Khor – Al-Arabi .................................. 1:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Þjóðadeild UEFA A-DEILD: 1. riðill: Ítalía – Bosnía........................................... 1:1 Holland – Pólland ..................................... 1:0 B-DEILD: 1. riðill: Noregur – Austurríki............................... 1:2 Rúmenía – N-Írlandi................................ 1:1 B-DEILD: 2. riðill: Skotland – Ísrael ...................................... 1:1 Slóvakía – Tékkland................................. 1:3 C-DEILD: 4. riðill: Litháen – Kasakstan................................ 0:2 Hvíta-Rússland – Albanía ....................... 0:2  Danmörk Aalborg – Kolding............................... 40:27  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg.  Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot í marki liðsins. GOG – Lemvig...................................... 35:28  Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í marki GOG.   NBA-deildin Austurdeild Úrslitakeppni, 2. umferð: Boston – Toronto .............................. 103:104  Staðan er 2:1 fyrir Boston. Vesturdeild Úrslitakeppni, 2. umferð: LA Clippers – Denver ....................... 120:97  Staðan er 1:0 fyrir Clippers.   KNATTSPYRNA Þjóðadeild UEFA: Laugardalsvöllur: Ísland – England .....L16 Pepsí Max-deild karla: Extravöllurinn: Fjölnir – Breiðablik .....L13 Pepsí Max-deild kvenna: Würthvöllurinn: Fylkir – Þór/KA ..........S14 Jáverksvöllurinn: Selfoss – Stjarnan.....S14 Kaplakriki: FH – KR...............................S14 Origovöllurinn: Valur – ÍBV ...................S14 Eimskipsv: Þróttur – Breiðablik .......S19:15 Lengjudeild karla: Fjarðabyggðarh: Leiknir – AftureldingS14 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Vestri ......S14 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Magni ................S16 Domusnovavöllur: Leiknir R. – Fram ...S16 2. deild karla: Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Selfoss ......S14 Nesfiskvöllur: Víðir – Dalvík/Reynir .....S14 Hertzvöllurinn: ÍR – Kári .......................S16 Framvöllur: Kórdrengir – Haukar ...S19:15 UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.