Morgunblaðið - 05.09.2020, Qupperneq 41
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
Bjarni Helgason
Karlalandslið Íslands og Englands í
knattspyrnu eigast við í dag á Laug-
ardalsvellinum klukkan 16 í Þjóða-
deild UEFA.
Harry Kane, fyrirliði Englend-
inga, sagði á blaðamannafundi í gær,
að tapið gegn Íslandi á EM 2016 hafi
verið eitt hið versta á ferlinum. Kane
var í byrjunarliði enska liðsins og var
að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti.
„Þetta er eitt versta kvöld sem ég
hef upplifað í landsliðstreyjunni. Ég
lærði mikið af þessum leik og auðvit-
að á mínu fyrsta stórmóti. Ég var
óreyndur, bæði með landsliðinu og
félagsliði mínu ef svo má segja. Við
höfum hins vegar þroskast mikið og
bætt okkur síðan þá. Að sama skapi
er þetta leikur sem maður gleymir
aldrei og ég horfi reglulega til baka
og hugsa hvað hefði mátt betur
fara.“
Gareth Southgate, þjálfari enska
landsliðsins, sagðist einnig hafa
dregið lærdóm af tapinu gegn Ís-
landi jafnvel þótt hann hafi þar enga
ábyrgð borið. Hann tók við stjórn-
artaumunum nokkru síðar.
„Við kíktum á nokkur brot úr
tveimur til þremur leikjum sem liðið
hafði áður spilað, skömmu eftir að ég
tók við,“ sagði þjálfarinn á blaða-
mannafundinum í gær.
„Það sem mér fannst liðið geta
lært einna mest eftir leikinn gegn Ís-
landi var þolinmæðin sem maður
þarf að sýna þegar maður lendir
undir í knattspyrnuleikjum. Í venju-
legum undirbúningi eru liðin jöfn,
0:0, en svo vill maður ekki endilega
hugsa til þess að lið okkar geti lent
undir. Það getur hins vegar alltaf
gerst og er bara hluti af fótboltanum.
Á undanförnum árum höfum við
bætt allar ákarðanatökur og eins er-
um við mun þolinmóðari nú en áðir.
Ef við lendum undir höldum við
áfram að spila okkar leik, sama
hvað,“ bætti Southgate við.
„Hjálpar okkur ekki“
Leikur liðanna í dag er sá fyrsti í
2. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar
en síðar í dag mætast Danmörk og
Belgía sem einnig eru í riðlinum. Í
framhaldinu fer íslenska liðið til
Belgíu og leikur þar á þriðjudag.
Engir áhorfendur eru leyfðir á leikj-
um á vegum UEFA um þessar
mundir og Íslendingar njóta því ekki
heimavallarins að ráði.
„Þetta hjálpar okkur ekki. Það er
alltaf gaman að spila fyrir framan
fólk hér heima og við töpum ekki oft
á Laugardalsvelli. Við þurfum á
stuðningi að halda gegn stóru liði
eins og þessu og því væri gott að hafa
áhorfendur með sér í liði,“ sagði mið-
vörðurinn Kári Árnason á blaða-
mannafundi í gær.
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Ís-
lands, getur ekki teflt fram mörgum
fastamönnum eins og Alfreð Finn-
bogasyni, Aroni Einari Gunnarssyni,
Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhanni Berg
Guðmundssyni og Ragnari Sigurðs-
syni svo einhverjir séu nefndir. „Ég
óttast ekki andstæðinginn. Ef ég
myndi gera það þá ætti ég að hætta í
boltanum. En maður verður að bera
virðingu fyrir getu andstæðinganna.
Fótboltinn getur verið undarlegur
eins og við sáum á úrslitum Bayern
og Barcelona á dögunum,“ sagði
Hamrén á fundinum í gær.
Fleiri fréttir af landsleiknum er
að finna á mbl.is/sport og þar verður
honum lýst atvikalýsingu í dag. Auk
þess er að finna upprifjun á við-
ureign Íslands og Englands í
Reykjavík árið 1982 í Sunnudags-
Mogganum sem kom út í morgun.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Taktfast Arnór Ingvi Traustason, Hjörtur Hermannsson og Jón Guðni
Fjóluson liðka sig á landsliðsæfingu á Laugardalsvelli í gær.
Segjast hafa lært af tapinu
Úrslitin á EM 2016 til umræðu í gær Hamrén óttast ekki andstæðinginn
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Ég las á BBC-vefnum í gær að
Lionel Messi hafi sent fax til FC
Barcelona á dögunum þegar
hann óskaði eftir því að yfirgefa
félagið.
Fax? Bakvörður dagsins er
sannarlega ekki fyrsti maðurinn
sem hoppar á vagninn þegar
fyrirtæki kynna nýja framleiðslu í
snjalltölvum, snjallsímum, snjall-
sjónvörpum, snjallúrum og
snjallskóreimum. En meira að
segja ég klóraði mér í höfðinu yf-
ir þessu. Fax?
Getur verið að þetta sé út-
pælt? Erlend slúðurblöð eru lík-
leg til að hlera síma hjá heims-
frægu fólki og hakka sig inn í
tölvurnar. Ekkert virðist fólki
heilagt á þeim bænum eins og
dæmin sanna. En hvernig ætla
óprúttnir að hakka sig inn í fax-
tækin? Er það hægt?
Fleiri hnutu um þetta í heims-
fréttunum í gær og varð þetta til-
efni skrifa hjá kunningjum mín-
um á Facebook. „Er hann með
faxtæki heima hjá sér? Það er
einhver saga þarna að baki sem
væri gaman að heyra. Það sendir
engin fax í dag nema... ja nema
eitthvað sem ég veit ekki en
langar að vita!“
Þessi kunningi minn hefur tek-
ið sér alls kyns formennsku og
varaforsetasetu í gegnum tíðina.
Hann ætti því að vita eitt og ann-
að um samskipti. „Nú hringir þú
Kristján í Messi og spyrð hann af
hverju hann noti fax.“
Ég tjáði honum eins og satt er
að það sem kemur í veg fyrir að
Lionel Messi ræði við mig um
notkun sína á tækjum og tólum
sé að hann talar ekki orð í ensku
og ég ekki orð í spænsku.
Reyndar slípast ég aðeins til í
spænskunni ef ég fæ mér oggu-
lítið söngvatn en samt ekki nærri
nóg til að ræða við Messi um
snjallfaxtækin.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðmundur
Ágúst Krist-
jánsson er í öðru
sæti eftir tvo
hringi á Opna
norðurírska
mótinu í golfi. Er
mótið hluti af
Áskorendamóta-
röð Evrópu. Guð-
mundur lék á 67
höggum í gær,
þremur höggum undir pari og er
samtals á fimm höggum undir pari
eftir tvo hringi, einu höggi á eftir
Ítalanum Enrico Di Nitto. Andri Þór
Björnsson er í 45. sæti á tveimur
höggum yfir pari og Haraldur
Franklín Magnús í 59. sæti á þremur
yfir pari.
Íslandsmeistarinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir féll niður um átta
sæti á milli hringja á Flumserberg
Ladies Open-mótinu í Sviss. Er mót-
ið hluti af LET Access-mótaröðinni.
Guðrún lék annan hring mótsins í
gær á 72 höggum, eða á pari og er
samtals á þremur höggum undir
pari eftir afar góðan hring á fimmtu-
dag. Hringurinn hjá Guðrúnu var
skrautlegur í gær og fékk hún fimm
fugla og fimm skolla. Er hún í 13.
sæti og fór auðveldlega í gegnum
niðurskurðinn.
Guðmundur í
öðru sæti á
N-Írlandi
Guðmundur Ágúst
Kristjánsson
Í VÍKINNI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta vann í
gær afar huggulegan 1:0-sigur á Svíþjóð í und-
ankeppni EM á Víkingsvelli. Sveinn Aron Guð-
johnsen skoraði sigurmarkið er hann negldi bolt-
anum í netið með enninu eftir hornspyrnu frá Ísak
Bergmann Jóhannessyni. Svíþjóð vann leik lið-
anna á heimavelli sínum fyrir ári síðan 5:0 og var
sigurinn því sérstaklega sætur. Ísland er í þriðja
sæti riðilsins, fjórum stigum á eftir Írlandi sem er
í toppsætinu.
Um sannkallaðan liðssigur var að ræða þar sem
margir í íslenska liðinu spiluðu vel og gerðu
sænska liðinu erfitt fyrir. Íslenska liðið var mjög
aftarlega stærstan hluta leiks og gekk Svíum illa
að spila sig í gegnum vörnina. Sænska liðið varð
óþolinmótt, hætti að spila sinn leik og beitti þess í
stað mikið af löngum boltum fram völlinn, sem
varnarmenn Íslands áttu ekki í vandræðum með.
Hægt en örugglega spilaðist leikurinn í hend-
urnar á íslenska liðinu. Svíarnir urðu pirraðir og
fyrirliðinn þeirra Viktor Gyökeres fékk beint
rautt spjald á 61. mínútu fyrir að gefa Alex Þór
Haukssyni olnbogaskot. Íslenska liðið nýtti sér
liðsmuninn og sigurmarkið kom aðeins fjórum
mínútum síðar.
Leikplanið gekk fullkomlega upp, íslenska liðið
var sterkt í vörn, gaf fá færi á sér og nýtti eitt af
fáum færum sínum vel. Ísak Óli Ólafsson og Ró-
bert Orri Þorkelsson voru virkilega sterkir í miðri
vörninni, Patrik Sigurður Gunnarsson öruggur í
markinu og þeir Alex Þór Hauksson, Stefán Teit-
ur Þórðarson og Willum Þór Willumsson gerðu
ágætlega á miðjunni. Það var hins vegar hinn 17
ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson sem stal
senunni. Það tók Ísak um 25 mínútur að losna við
skrekkinn, en eftir það var hann besti leikmaður
Íslands og lagði upp sigurmarkið. Ísak getur orðið
rosalega góður. Var frammistaða hans sér-
staklega góð ef litið er til þess að Hörður Ingi
Gunnarsson átti ekki góðan leik fyrir aftan hann í
vinstri bakverðinum. Ísak hjálpaði mikið til í vörn-
inni, en fékk ekki alltaf boltann í góðum hlaupum
þar sem Hörður sá hann ekki eða treysti sér ekki í
sendinguna. Valgeir Lunddal Friðriksson hlýtur
að gera tilkall í byrjunarliðið í næsta leik. Þar fyr-
ir utan var frammistaðan og uppleggið afar gott
og draumurinn um sæti á EM lifir enn.
Leikplanið gekk fullkomlega
Íslenska U21 árs liðið lagði Svía Draumurinn um sæti á EM enn lifandi
Morgunblaðið/Eggert
Hetjan Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmarkið gegn Svíum á Víkingsvellinum í gær.
Þór/KA gekk í dag frá samningi við
enska framherjann Georgia Ste-
vens. Kemur Stevens frá Hudd-
ersfield Town í heimalandinu, en
hún er tvítug. Stevens gerði sinn
fyrsta atvinnumannasamning við
Sheffield United þegar hún var að-
eins 18 ára en hún spilaði þar á und-
an með varaliði Blackburn Rovers
og unglingaliðum Liverpool og
Everton. Þór/KA er í sjöunda sæti
Pepsi Max-deildarinnar með ellefu
stig eftir ellefu leiki og þá tryggði
liðið sér sæti í undanúrslitum
Mjólkurbikarsins í vikunni.
Akureyringar
styrkja sóknina
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Styrkur Þór/KA samdi við enskan
framherja fyrir komandi átök.
Knattspyrnukappinn Lionel Messi
greindi frá því í viðtali við Goal-
.com í gær að hann yrði áfram í
herbúðum FC Barcelona. Messi
sendi félaginu fax fyrir tíu dögum
og óskaði þá eftir því að fá að róa á
önnur mið. Í samningi hans var
klausa um að hann gæti farið á
frjálsri sölu ef hann óskaði eftir því
fyrir 10. júní. Tímabilinu lauk hins
vegar í ágúst og félagið segir klaus-
una útrunna. Messi segist ekki ætla
að fara með málið fyrir dómstóla og
hefur ekki trú á að nokkurt félag
vilji greiða uppsett verð fyrir hann.
Verður áfram
hjá Barcelona
AFP
Barcelona Lionel Messi hefur ekki
spilað fyrir annað félag.