Morgunblaðið - 05.09.2020, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2020 GMC Denali
Litur: Silver/ Dark walnut að innan.
2020 GMC Denali, magnaðar breytingar
t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt
mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum,
gúmmimottur, sóllúga.
VERÐ
13.290.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: White frost/svartur að innan.
Magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt
mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum,
gúmmimottur, sóllúga. Samlitaðir
brettakantar. Tveir alternatorar.
VERÐ
13.875.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Svartur/ Svartur að innan.
Magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt
mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum,
dráttarbúnaður í palli, motta í palli,
samlítaðir brettakantar, sóllúga.
VERÐ
13.875.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 Ford F-350 XLT
Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel,
450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed
Automatic transmission, 6-manna.
Heithúðaður pallur.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er súrefni í þessum verkum. Og
heitið vísar líka til loftsins á milli
þeirra. Ég vinn út frá rýminu þegar
ég set upp sýningar og hér leik ég
mér með það hvernig áhorfið flakk-
ar milli verkanna í rýminu,“ segir
myndlistarkonan Margrét H. Blön-
dal þegar spurt er um heiti sýningar
hennar, Loftleikur – Aerotics, en
hún var opnuð í i8 galleríinu við
Tryggvagötu á fimmtudaginn var.
„Mér fannst líka skemmtilegt að
vera með titil bæði á íslensku og
ensku í stað þess að þýða hann beint
og tikkið í enska heitinu bætir smá
broddi inn í loftið,“ bætir hún við.
Á sýningunni setur Margrét fram
innrammaðar teikningar og skúlp-
túra sem hún mótaði í rýminu úr
viðkvæmnislegum efnivið eins og
hún er þekkt fyrir að nota.
Þau Ásmundur Hrafn Sturluson
arkitekt hittust fyrr á árinu í því
augnamiði að koma með hugmyndir
að inngripi í rýmið og það varð úr að
teygja súluna í báðar áttir þannig að
nú er kominn veggur sem Ásmund-
ur teiknaði upp.
Eins og Margrét bendir á verður
veggurinn eins og „objekt“ í sjálfu
sér. Hann blokkerar alltaf hluta af
sýningunni en býr um leið til nýtt
sjónarhorn sem verður eins og
rammað inn.
Skúlptúrar eins og teikningar
„Hér leik ég mér með skúlptúr-
íska eiginleika sem eru í teikning-
unum ásamt teiknieiginleikum
skúlptúranna,“ segir hún. „Það er
snúnara fyrir mig að vinna með báða
miðlana saman í stað þess að vera
eingöngu með annað formið því í
svona innsetningu verður hver þátt-
ur að hafa hlutverk og engu má vera
ofaukið. Veggurinn hvetur áhorf-
andann til að hreyfa sig og þar birt-
ast skúlptúrarnir eins og teikningar
með hvíta rýmið í kringum sig.“
Í tengslum við sýninguna hefur
Margrét í samvinnu við útgáfufél-
agið J9 gert fjölfeldisverkið Fingra-
bjarg ~ A Bundle of Birthmark í 75
eintökum. Það er kassi með stökum
ljósmyndum og textum á misstórum
örkum sem stilla má fram og njóta
með margvíslegum hætti.
Vissi ekki hvað yrði
Samstilling verkanna á sýningu
Margrétar er vægast sagt hárfín og
athyglisvert jafnvægi milli þrívíðu
verkanna, sem eru til að mynda úr
tré, svampi og textílefnum, og teikn-
inganna sem eru einfaldar en
heillandi myndir úr vatnslit, litadufti
og ólífuolíu þar sem á stundum virð-
ist vísað til þekkjanlegra fyrir-
mynda, án þess að ljóst sé hvað það
er.
„Ég kom hér inn með dót úr þeim
sarpi sem ég á að moða úr,“ segir
Margrét og bætir við að hún hafi
heldur ekki verið búin að velja
endanlega hvaða teikningar hún
myndi sýna. Hún tók tólf með sér í
salinn og hugðist sýna hluta þeirra.
„Og svo byrjaði ég bara að stilla
upp hér, eins og ég geri alltaf, og
eitt leiðir af öðru. Þótt ég sé komin
með talsverða reynslu af svona upp-
setningu, þá er ógjörningur að sjá
fyrir hvað verður. Ég skynja ekki
rými samkvæmt flatarmálsteikn-
ingum og mér er ómögulegt að búa
til skissu á undan því ég hef ekki
hugmynd hvaða þrívíðu verk koma
til með að fæðast. Ég þarf að fá að
vera inni í rýminu með efniviðinn í
höndunum. Um leið og einn hlutur
hefur verið settur upp fer hann að
hafa áhrif á aðra. Það er með þessa
hluti eins og einstaklinga; það er
mismunandi dýnamík á milli þeirra,
mismunandi neistar. Veggurinn
varð líka að hafa virkt hlutverk.
Eins og dýr í leit að bráð
Í ferlinu miðju, þegar ég fann að
innsetningin var tekin að myndast,
þurfti ég að fara af stað að afla mér
meira efnis. Það er öðruvísi að afla
efnis í Reykjavík og ég þurfti að
gæta mín á því að það yrði ekki rof á
vinnuferlinu. Í öðrum löndum hef ég
látið mig ráfa um ókunn stræti þar
sem gjarnan eru verkstæði eða
vöruúrval í göngufæri en hug-
myndin um að fara í bíl og keyra inn
í úthverfi getur orðið of flókin. Mér
hugnast að reyna að nýta það efni
sem ég er með því allt hefur mögu-
leika en svo skerpist fókusinn og ég
verð eins og dýr í leit að bráð – ég
fann til dæmis dýrmæti uppi á eigin
háalofti og svo hjá bólstrara nokkr-
um. Mestu töfrarnir verða oft í hinu
hversdagslega, það tekur bara tíma
að fínstilla sig svo umbreytingin geti
átt sér stað.“
Það vakti athygli í viðtali við Mar-
gréti sem kom út í bók sem gefin var
út af norrænu listkaupstefnunni
CHART á dögunum, að hún segist
alltaf horfa á ljósmyndir meðan hún
skapar vatnslitaverkin.
„Já, það er satt. Og þessar ljós-
myndir eru eins og akkeri. Ég renni
augunum yfir eigin myndir, blöndu
af fjölskyldumyndum og svo svip-
myndum sem eru teknar á ferð
minni um bæ og sveitir þangað til ég
sé möguleika í einhverju og það get-
ur verið hvað sem er; ákveðinn litur,
hárbrúskur, sölnað blóm, eyrna-
snepill, rafmagnssúra, gárur á vatni,
bókastafli og svo er ég endalaust að
sjá eitthvað nýtt í þeim myndum
sem ég hef þegar horft á.“
Finnur til með skúlptúrunum
Er Margrét að lýsa því að við
skoðun á atriðum í ljósmyndum finni
hún þá einbeitingu sem þarf til að
skapa vatnslitaverkin?
„Jú, með því að horfa á eitthvað
verður til tenging og um leið verð ég
frjálsari í vinnuferlinu,“ segir hún.
„Vinnuferlið snýst svo um að blanda
litinn, finna réttu þykktina eða
áferðina, velja þann pensil sem
hentar hverju sinni, er hann flatur
og stífur eða fínlegur? Stundum sný
ég honum við og nota oddinn til að
krafsa með. Áslátturinn í hendinni
skiptir líka máli; stundum er eins og
ég strjúki með penslinum, stundum
reyni ég að gera samfellda línu,
stundum er hún hæg, stundum
ákveðin, ég get snúið ljósmyndinni
við og svo leysist hún bara upp,
teikningin verður til og ég gleymi
hvað ég var að horfa á.
Á Íslandi vinn ég yfirleitt heima
en fyrir þessa sýningu var ég svo
heppin að fá vinnustofu til afnota í
sumar. Mér finnst gott að ganga áð-
ur en ég byrja að teikna, hreyfa mig
og teygja og svo dvel ég ekkert
endilega mjög lengi á vinnustofunni
heldur kem mér beint að verki.
Sumir dagar eru góðir og það fæð-
ast kannski nokkrar teikningar en
aðrir dagar eru seigfljótandi og mér
finnst ég vera að endurtaka mig. Þá
þarf að hrista upp í ferlinu, endur-
raða teikningunum sem þegar eru
komnar upp á vegg, fara út, lesa
bók, hitta fólk, skúra gólfið eða gera
eitthvað sem færir manni nýjan
vinkil á sjónarhornið.“
Innsetningar Margrétar eru svo
hárnákvæmar og fínlegar að sú
spurning vaknar hvernig henni finn-
ist að sjá stök verk seld og mögu-
lega enda í allt annars konar um-
hverfi.
Brosandi svarar hún að sér finnist
það ekki óþægileg tilhugsun. „Sumir
skúlptúranna eru reyndar svo við-
kvæmir að ég finn til með þeim – en
ég er ekkert sérlega söluhá skúlp-
túrgerðarkona.“ Og brosið breikkar.
„Reyndar varð ég fyrir ánægju-
legri reynslu í New York þar sem
safnari sem hafði keypt lítinn skúlp-
túr vildi að ég setti hann upp á heim-
ili sínu. Þegar ég kom var allt
krökkt af verkum frá gólfi til lofts
svo ég gat varla greint auðan blett
og klóraði mér aðeins í hausnum yfir
verkefninu. En jafnvel þótt hver
flötur væri nýttur mátti greina
ástríðu hennar fyrir myndlistinni í
því hversu haganlega henni hafði
tekist að blanda saman ólíkum verk-
um. Í því samhengi vissi hún auðvit-
að miklu betur en ég hvar nýja verk-
ið nyti sín og fann því fullkominn
stað.
Í sýningarsalnum gegnir öðru
máli. Hér er ég að stilla salinn í
þeirri von að verk og rými myndi
órjúfanlega heild. Þar er ekki hægt
að gefa neinn afslátt – ef eitthvað er
ekki rétt þá er ég ómöguleg og get
ekki á heilli mér tekið.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Skaparinn „Það er með þessa hluti eins og einstaklinga; það er mismunandi dýnamík á milli þeirra,“ segir Margrét.
Mestu töfrarnir í hinu hversdagslega
Í sýningu sinni í i8 galleríi vinnur Margrét H. Blöndal með teikningar og skúlptúra sem hún setti
saman í rýminu „Um leið og einn hlutur hefur verið settur upp fer hann að hafa áhrif á aðra“
Ónefnd Ný teikning eftir Margréti
á sýningunni; vatnslitur, litarefni og
ólífuolía á pappír, 44,5 x 34,5 cm.