Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ekkert er sorglegra en manneskjan nefnist ný ópera sem verður frum- sýnd annað kvöld í Tjarnarbíói. Óperan er eftir tónskáldið Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson sem leikstýrir einnig uppfærslunni. „Ný kynslóð sviðslistafólks brýst fram á sjónar- sviðið með gáskafullum leik að bæði efni og formi. Fjórar fígúrur ráfa um sviðið, þær leita að merkingu og velta því fyrir sér hvað færir þeim ánægju. Fátt virðist þó um svör, enda er ekk- ert sorglegra en manneskjan. Fígúr- urnar beita öllum tiltækum ráðum en ekkert virðist virka. Þær eru eftir allt saman bara manneskjur – og ekkert er sorglegra en manneskjan,“ segir um verkið á vef Tjarnarbíós og að lífið sé bæði harmrænt og hrylli- lega fyndið ferðalag og ein stór von- brigði. Allt muni þó vonandi reddast. Unnu út frá myndum Adolf og Friðrik eru spurðir hvort verkið og sýningin eigi sér langa sögu og segir Friðrik að hugmyndin hafi sprottið fram þegar þeir voru að vinna að lokaverkefni Adolfs við sviðshöfundabraut Listaháskóla Ís- lands í fyrravor. Adolf segir að þá hafi þeir unnið út frá hans texta og Friðrik samið tónlist við verkið. „Við vorum með leikara og mesta fúttið var að láta þá syngja kirkjutónlist. Við vildum snúa þessu við, hafa tón- listina meira aðalatriðið,“ útskýrir Adolf. Útskriftarverkið hafi því ekki verið ópera en vinnuferlið var hins vegar annað þegar kom að henni. „Texti og tónlist voru unnin samhliða en vanalega er það þannig að óperu- tónskáldið fær líbrettóið,“ útskýrir Adolf og Friðrik segir þá hafa kastað á milli sín hugmyndum. „Ég samdi kannski eitthvað og sýndi honum og svo vorum við mjög lengi að vinna í myndunum, því sem er að gerast á sviðinu. Þannig að tónlistin er samin út frá sviðsetningunni og textarnir mikið til líka,“ segir Friðrik. Þeir segja byrjunarpunktinn því hvorki texta né tónlist heldur hug- myndina og þær myndir sem þeir sáu í huga sér. Hvor hafði svo áhrif á sköpunarverk hins í ferlinu. „Það sem er oft svo óþægilegt við óperur er að þegar þú setur þær á svið ertu búinn að festa tímann í þeim því það eru bara ákveðið margir taktar af efni. Okkur fannst heillandi að geta unnið meira fljótandi með það, stytt eitt og lengt annað. Á síðustu mán- uðum vorum við mikið að bæta við mínútum í tónlistinni eða klippa eitt- hvað út,“ útskýrir Friðrik. Fylgja ekki sögu eða persónum Adolf segir óperuna póstdrama- tískt verk. „Við fylgjum ekki línu- legri sögu eða persónum með nöfn eða einkenni. Þetta eru samtengd at- riði sem tengjast einhverri hugmynd og þegar við komum þeim saman mynda þau ákveðna heild. Tónlistin er með sína sögu, textinn með sína merkingu og leikmynd og ljós sömu- leiðis. Þegar allt kemur saman myndar þetta ákveðna heild sem við bjóðum áhorfandanum að skynja. Hann getur túlkað textann og upp- lifað tónlistina sem hefur líkamleg áhrif. Við erum að leika okkur með þetta,“ segir Adolf. Fjórar mann- eskjur ráfi um sviðið, klæddar ferða- mannafötum, og einstaka sinnum bresti þær í söng, óperusöng, flytji hugleiðslutexta eða geri jógaæfingar. Þar eru á ferð söngvararnir Dagur Þorgrímsson, Heiðdís Hanna Sigurð- ardóttir, María Sól Ingólfsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. – Þetta er leikur að gömlu formi? „Þetta er leikur með óperuna, óperan er skilgreint form og við er- um algjörlega að brjóta upp á það en höldum samt í klassísk element,“ svarar Adolf og nefnir sem dæmi hinn klassíska kór sem er bein vísun í gríska harmleikinn. Tónlistin er svo melódísk og falleg, innblásin af mið- alda- og kirkjutónlist, að sögn Frið- riks. „Það er líka skemmtilegt að skoða því oft þegar maður hugsar um óperuna hugsar maður um hana samhliða kirkjutónlist, það er að segja í sögulegu samhengi, en þetta blandast sjaldan nema í einstaka at- riðum í klassískum óperum. Það er gaman að vinna með það,“ segir Friðrik en hann er píanóleikari í grunninn, nam tónsmíðar við LHÍ og útskrifaðist ári á undan Adolf. Rótað í ruslahaug tungumálsins – Þessi titill, Ekkert er sorglegra en manneskjan, það fyrsta sem mér datt í hug var að þetta væri meló- dramatískt gamanverk … „Já, ég myndi lýsa því sem meló- dramatísku gamanverki,“ segir Adolf og hlær. En um hvað er verkið? „Við leyfum áhorfendum dálítið að túlka þetta sjálfir en erum alla vega búnir að setja persónurnar í þessa leik- mynd sem er köld, sneydd allri nátt- úru, gerð af manninum fyrir mann- inn. Svo flytja þau þessa texta um hamingjuna, fálmkennda leit manns- ins að henni: Við erum að róta í rusla- haug tungumálsins. Hamingjan hefur getið af sér svo marga texta og við erum að skoða þá og henda þeim fram á sviðið í sam- hengi við óperuna. Hvað þýðir það að óperusöngvari sé að syngja lag tekið upp úr sjálfshjálparbók eða upp úr sjálfshjálparsmáforriti eins og Headspace? Við erum að setja þessa texta, myndir og lög saman við óperusöngva með textum úr kirkju- og miðaldabókmenntum sem eru líka um hamingjuna,“ útskýrir Adolf. Maðurinn hafi alltaf verið og sé enn að leita að hamingjunni. Inn á við Adolf bendir á hina miklu mark- aðssetningu hamingjunnar, til dæmis með sjálfshjálparbókum og smáfor- ritum. Flestir þeir textar segi fólki að leita inn á við og útiloka það sem gengur á hið ytra. „Þetta rímar ekk- ert svo illa við stærri hugmyndir um kirkju, trúarbrögð eða einhverja hugmyndafræði sem þarf að fylgja til að finna hamingjuna,“ segir Adolf og Friðrik bætir við að norræna velferð- arkerfið gangi til dæmis út frá því að það sé hagfræðilega hagstætt fyrir samfélagið að fólk geti lifað tiltölu- lega áhyggjulausu lífi og fundið ein- hverja merkingu. Á sviði Tjarnarbíós eru nokkrar ferðatöskur með hjólum sem vekja forvitni blaðamanns. Adolf og Frið- rik segja söngvarana ganga um með þær og að þeir sleppi aldrei takinu af þeim. „Þetta er líka leikur að tákni, ferðataskan þýðir svo margt í dag. Hún er leitin eilífa að betri stað og það er líka búið að leggja hana á hill- una, það getur enginn farið neitt en hún er líka bara ferðataska sem rím- ar vel við þessa póstdramatísku hug- myndafræði, að við erum ekki að leika okkur með söguþráð heldur líka með táknið ferðatösku, að setja það inn,“ segir Adolf. Yfirleitt ekki skemmtilegar – Hafið þið áhuga á óperum al- mennt? „Ég hef mikinn áhuga á óperum en finnst þær yfirleitt ekki mjög skemmtilegar,“ segir Friðrik sposk- ur og Adolf tekur undir. Óperur séu almennt leiðinlegar en þó ekki þeirra ópera. „Það er líka eitthvað við óper- una, hún er álitin fallegasta list- formið, hún er upphafið form en óperan er ekki pólitískt tól. Það er ekki mikil pólitík í óperum, myndi ég segja. Þetta er fyrsta leikstjórnar- verkefni mitt eftir útskrift og mér fannst spennandi að takast á við það sem er talið vera fallegasta leik- húsformið og það upphafnasta, fín- asta, evrópskasta og vestrænasta og reyna að umturna því, skoða óperuna frá pólitísku sjónarhorni og svara spurningunni hvort hægt sé að setja fegurð og pólitík saman. Er það hægt? Og hver er pólitík fegurðar, af hverju setur maður upp fegurð og má setja upp fegurð í dag? Ég veit það ekki. Má setja upp pólitík í dag? Ég veit það heldur ekki en mér fannst áhugavert að svara því af því þetta er líka ópera og hún er mjög falleg, það má ekki gleyma því,“ segir Adolf. Við veltum fyrir okkur stöðu list- formsins í dag og Friðrik segist telja að nú sé mikil endurreisn í óperunni og að áhugi ungs tónlistarfólks á óperuforminu fari vaxandi. Adolf bendir í framhaldi á að óperan sé svo marghliða, falleg í eðli sínu en líka kuldaleg, kaldhæðin, einlæg og kjánaleg. „Það eru blússandi sókn- artækifæri fyrir óperuna,“ segir Adolf sposkur, „hún er bara allt, ótrúleg suða.“ Friðrik bendir á að þegar einhver syngi texta sé hann einhvern veginn æðri en um leið sé búið að framand- gera tilfinningarnar. „Þú ferð ekki á trúnó í partíi þar sem einhver fer allt í einu að syngja fyrir þig,“ nefnir Friðrik sem dæmi en tilhugsunin er vissulega skondin. Söngvarar sýningarinnar eru allir ungir og upprennandi og að brjótast fram á sviðið, að sögn þeirra félaga. „Fólk á þrítugsaldri með blússandi áhuga á því að syngja óperur,“ segir Friðrik og bætir við að flytjendur séu allir lærðir óperusöngvarar. Frekari upplýsingar um sýn- inguna má finna á tjarnarbio.is. Ljósmyndir/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Hamingjuleit Frá æfingu á óperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í Tjarnarbíói. Ferðalangar í hamingjuleit. Höfundar Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smári Unnarsson. Póstdramatísk leit að hamingjunni  Söngvarar ráfa um svið Tjarnarbíós með ferðatöskur í leit að merkingu í nýrri óperu, Ekkert er sorglegra en manneskjan  Texti og tónlist unnin samhliða og snúningur tekinn á óperuformið Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is MÁLA Í SUMAR? VITRETEX á steininn. HJÖRVI á járn og klæðningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.