Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
Klukkan 16.30 mun Gudrita Lape
flytja gjörning.
Sýnendur eru Anna Júlía Frið-
björnsdóttir (IS),Anna Sigríður Sig-
urjónsdóttir (IS), Arvydas Zakar-
auskas (LT), Eygló Harðardóttir
(IS), Gudrita Lape (LT, IS), Jóhann-
es Atli Hinriksson (IS), Kristín
Reynisdóttir (IS), Lukas Bury (PL),
Kaia Dobrowolska (PL), Pétur
Magnússon (IS), Ragga Lára Weiss-
happel (IS), Seweryn Chwala (PL)
og Wiola Ujazdowska (PL).
Sýningin er opin til 26. september.
Listamannaspjall verður á morgun,
sunnudag, kl. 14.
Myndlistarsýningin On Common
Ground verður opnuð á hlöðulofti
Korpúlfsstaða í dag, laugardag,
klukkan 16. Á sýningunni, sem er á
dagskrá Listahátíðar í Reykjavík,
eru verk eftir á annan tug lista-
manna; íslenskra og listafólks frá
Litháen og Póllandi sem býr nú og
starfar á Íslandi. Innflytjendum á
Íslandi hefur fjölgað mikið á undan-
förnum áratugum, ekki síst frá Pól-
landi og Litháen, og eru farnir að
láta að sér kveða í menningarlífi
landsins. Eitt markmið þessarar
sýningar er, eins og segir í kynn-
ingu, að viðurkenna vaxandi fjöl-
breytni samfélags okkar og skapa
sameiginlegan grundvöll til að
skiptast á hugmyndum og stuðla að
gagnkvæmum skilningi.
Sýningin er haldin að undirlagi
Akademíu skynjunarinar, aðalsýn-
ingarstjóri er Pari Stave, listfræð-
ingur sem starfar í samtímadeild
Metropolitan-safnsins í New York,
og með henni störfuðu Anna Eyjólfs-
dóttir og Ragnhildur Stefánsdóttir.
Vigdís Jakobsdóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar, opnar sýn-
inguna í dag og Pari Stave ávarpar
gesti í útsendingu frá New York.
Fjölbreytni Listamenn frá Íslandi,
Litháen og Póllandi sýna verk.
Listahátíðarsýning
á Korpúlfsstöðum
Fæðing guðanna / Freeze Frame
nefnist einkasýning Hrafnkels Sig-
urðssonar sem opnuð verður í Ás-
mundarsal í dag, laugardag, kl. 15.
Hrafnkell sýnir bæði í salnum á efri
hæð og í Gryfjunni og má þar sjá
ljósmynda- og myndbandsverk.
Andri Snær Magnason ritaði
texta um sýninguna og segir þar
m.a.: „Fæðing guðanna / Freeze
frame, hvað á listamaðurinn við?
Kannski verður samhengið ljósara
eftir hundrað ár, þegar sjávarmál
hefur risið og ísinn er orðinn sjald-
gæfari í veröldinni. Við munum
muna þá tíma þegar ísinn á fjar-
lægum heimshornum verndaði okk-
ur, þegar hann var kyrr á einum
stað. Þá munu menn kannski klífa
fjallstinda og reyna að endurlífga
þessa fornu guði sem bjuggu á
fjallstindum og vörðu strandlengj-
ur heimsins. Menn munu kalla til
sín hrímið og menn munu ákalla
þessa hrímguði og grátbiðja þá um
að snúa aftur til fjalla. Það verður
kannski hægt að laða þá fram við
réttar aðstæður, þeir birtast þá
kyrrir augnablik á frosnum ramm-
anum, Freeze Frame, áður en þeir
snúa aftur til hafs.“
Hversdagsleg málefni og
persónulegar tengingar
Hrafnkell Sigurðsson fæddist í
Reykjavík og lærði þar áður en
hann flutti fyrst til Maastricht og
svo til London árið 1993. Hann lauk
MFA-gráðu við Goldsmith‘s College
í London árið 2002 og árið 2007
hlaut Hrafnkell hin virtu Íslensku
sjónlistarverðlaun. Hann hefur nýtt
sér ljósmyndun við gerð verka
sinna en einnig má sjá notkun ann-
arra miðla á borð við myndbönd,
skúlptúra og innsetningar.
Mörg ljósmyndaverka Hrafnkels
eru seríur sem fjalla um hvers-
dagsleg málefni og hreyfa við
skynjun áhorfandans með persónu-
legum tengingum, eins og segir í
sýningartexta. Tærar myndir hans
feli í sér hefðir málaralistar og
minni áhorfandann á hinn lagskipta
raunveruleika bak við myndræna
fleti.
Sýningunni í Ásmundarsal lýkur
18. október.
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn Hrafnkell Sigurðs-
son opnar sýningu í Ásmundarsal.
„Menn munu ákalla
þessa hrímguði“
Hrafnkell sýnir í Ásmundarsal
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikhópurinn LalaLab frumsýnir í
dag kl. 13 í Tjarnarbíói verk sem
nefnist Tréð og er sýningin hluti af
Listahátíð í Reykjavík. Verkinu er
lýst sem einlægri fjölskyldusýningu
um flóttafólk, sögð frá sjónarhorni
drengs sem nefnist Alex. Leikstjór-
arnir Sara Martí
og Agnes Wild
eru höfundar
verksins og beita í
því óvenjulegri
hreyfimynda-
tækni, varpa úr-
klippum á tjald og
myndstýra verk-
inu fyrir framan
áhorfendur. Sóley
Stefánsdóttir
semur og flytur tónlistina í verkinu
en teikningar gerði listakonan Elín
Elísabet Einarsdóttir.
Fyrir fimm ára og eldri
Sara segir verkið fyrir börn frá
fimm ára aldri og fullorðna auðvitað
líka. „Það gerast svolítið hræðilegir
atburðir í verkinu,“ útskýrir hún.
Sýningin fjalli ekki um stöðu flótta-
barna heldur frekar um það hvernig
hægt sé að búa til fallegan jarðveg
fyrir börn og fólk sem þarf að flytja
á nýjan stað af illri nauðsyn.
Dag einn þegar Alex er að leik í
garði sínum verður öflugur jarð-
skjálfti og Alex missir fjölskyldu
sína og heimili. „Það eina sem er eft-
ir er grein af sítrónutré fjölskyld-
unnar og hann reynir að finna því
nýtt heimili en jarðvegurinn er ekki
eins góður alls staðar, af ýmsum
ástæðum.“
Sara segir Alex reyna að varð-
veita það eina sem hann á eftir af
heimili sínu og að greinin sé mynd-
líking fyrir menninguna í heimlandi
hans. „Við verðum alltaf að hafa
hluta af okkur þegar við förum eitt-
hvað og það er hann að gera,“ út-
skýrir Sara og segist vona að sýn-
ingin auki skilning og samkennd
með flóttamönnum og aðstæðum
þeirra. „Þetta er tilfinningasýning,
það eru miklar tilfinningar í henni.“
Sara er spurð hvort búið sé að
sýna börnum sýninguna og segir
hún svo vera og að börnin hafi setið
stjörf og einbeitt. „Þeim fannst þetta
magnað og þetta er líka mjög
óvenjuleg sýning, ekki hefðbundin
leiksýning heldur útklipptar teikni-
myndir sem eru settar fyrir framan
vídeókameru,“ segir Sara og að
börnunum þyki þetta form sérstak-
lega spennandi, þetta sérstaka
teiknimyndaform.
Tveir leikarar, Kjartan Darri
Kristjánsson og Elísabet Skagfjörð,
stýra þessum úrklippum og leika
líka nokkrar senur inni í verkinu, að
sögn Söru. Hún segir þó hinn teikn-
aða hluta ráðandi í sýningunni. „Þau
eru með yfir 200 úrklippur sem þau
setja inn fyrir framan vídeókameru
og út á réttum stöðum. Þetta er
mjöööög flókið,“ segir Sara kímin.
Hefur unnið mikið með vídeó
– Hefur LalaLab einhvern tíma
unnið sýningu svipaða þessari?
„Nei, síðasta sýning sem við gerð-
um saman, við Agnes Wild sem leik-
stýrum þessu saman, var Karíus og
Baktus og það voru bara Karíus og
Baktus sem allir þekkja. Við gerðum
vídeó og notuðum þau mikið í þeirri
sýningu og mér finnst mjög gaman
að vinna með vídeó, vinn eiginlega
alltaf með það í mínum sýningum og
mig langaði að prófa þessa aðferð.
Ég sá svipaða aðferð notaða í Bret-
landi og fannst þetta svo spennandi.
Þegar við byrjuðum á þessu kom-
umst við að því að þetta væri ógeðs-
lega erfitt,“ segir Sara og hlær við.
„Við þurftum að finna út úr öllu sjálf
og það tók sinn tíma en við erum
rosalega stolt af útkomunni.“
Elín Elísabet, teiknari sýning-
arinnar, á mikinn heiður skilinn
hvað útkomuna varðar og hefur hún
m.a. verið að teikna fyrir Grapevine
og þær Rán Flygenring voru á
Borgarfirði eystri í allt sumar með
Ekki-lundabúðina sína. Sóley Stef-
ánsdóttir, sem notar fornafnið sem
listamannsnafn, samdi tónlist sem
hún flytur í hverri sýningu og segir
Sara að hljóðmyndin sé líka unnin af
miklum metnaði. „Hljóðmaðurinn
okkar var í stúdíói að taka upp hljóð-
ið þegar sítrónur detta ofan í bast-
körfu,“ nefnir Sara sem dæmi.
„Þetta er meiriháttar metnaðar-
fullt.“
Sara segist lengi hafa gengið með
hugmyndina að Trénu í maganum.
Heimurinn sé sífellt að breytast og
fólk neyðist víða til að flýja heima-
lönd sín. „Þessi sýning á ekki minna
erindi til foreldra en barna,“ bendir
Sara á. „Ég er ekki að segja að við
eigum allt í einu að opna öll landa-
mæri en við verðum að gera okkur
grein fyrir því að við erum ekki ein
hérna. Mér finnst bara allt í lagi að
byrja á því snemma. Börn byrja svo
snemma að spyrja og vita að það er
mikið að gerast fyrir utan Covid sem
skapar enn meiri flóttamannavanda.
Þetta er bara fólk sem þarf heimili
og þess vegna þykir mér þetta mik-
ilvægt.“ Frekari upplýsingar um
Tréð má finna á tjarnarbio.is.
Vídeóvörpun Leikari myndar klippimyndir með vídeóvél sem síðan er
varpað á stórt tjald. Hér má sjá drenginn Alex sem missir fjölskyldu sína.
Tilfinningasýning
Sara Marti
Fjölskyldusýningin Tréð sýnd í Tjarnarbíói Grein af
sítrónutré er myndlíking fyrir menningu flóttafólks
Íslenska óperan
stendur fyrir
söngskemmtun í
Norðurljósasal
Hörpu á morgun,
sunnudag, klukk-
an 20. Fram
koma Elmar Gil-
bertsson tenór
og Bjarni Frí-
mann Bjarnason
píanóleikari og
flytja þeir aríur og sönglög. Þetta
verður opnunarviðburður starfsárs
Íslensku óperunnar og er takmark-
að framboð af miðum vegna sam-
komutakmarkana.
Elmar er nú fastráðinn við óp-
eruna í Stuttgart og hefur komið
fram í fjölmörgum óperuhlut-
verkum hér heima og erlendis.
Hann var kjörinn söngvari ársins
árið 2016 fyrir hlutverk í Évgení
Onegin í uppfærslu Óperunnar.
Bjarni Frímann hefur verið tón-
listarstjóri Íslensku óperunnar frá
árinu 2018 og á að baki rómaðan
tónlistarferil sem hljómsveitar-
stjóri og píanóleikari. Hann hefur
stjórnað uppfærslum Íslensku óp-
erunnar á undanförnum árum og
hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin
sem Tónlistarflytjandi ársins 2020.
Söngskemmtun Ís-
lensku óperunnar
Bjarni Frímann
Bjarnason