Morgunblaðið - 16.09.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.09.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 Bókhald & ráðgjöf - Eignaskiptayfirlýsingar & skráningartöflur Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alls gripu lögregla og héraðssak- sóknari 388 sinnum til símahlust- unar eða skyldra úrræða við rann- sóknir mála með dómsúrskurðum á seinasta ári. Lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu beitti þessum úrræðum langoftast í fyrra eða í 234 aðgerðum. Þar af var hlustað á síma í 66 skipti, hlustunarbúnaður not- aður í 21 og myndavélaeftirlit í 15 aðgerðum á grundvelli dómsúr- skurða. Óskað heimilda til 403 aðgerða Yfir landið allt var símahlustunun eða skyldum úrræðum beitt í 265 tilvikum með dómsúrskuðum vegna fíkniefnabrota, í 91 skipti vegna auðgunarbrota eða peningaþvættis og í níu tilvikum vegna kynferð- isbrota. Þetta kemur fram í nýút- kominni skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum árið 2019. Bent er á það í skýrslunni að í fyrra var óskað heimildar dómstóla til að beita rannsóknaúrræðum sem heimiluð eru í lögum um meðferð sakamála í 73 málum. Óskað var eft- ir heimildum til alls 403 aðgerða. Í 15 tilvikum var ekkert aðhafst en heimildir til símahlustunar og skyldra aðgerða voru nýttar í 388 skipti. Svöruðu ekki erindum Í skýrslu ríkissaksóknara eru embætti lögreglustjóranna á Suð- urnesjum og höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri gagnrýnd fyr- ir að bregðast seint eða alls ekkert við erindum ríkissaksóknara um meðferð upplýsinga og tilhögun eft- irlitsins. Ítrekuðum óskum ríkissak- sóknara til ríkislögreglustjóra um breytingar á vörslu gagna og eyð- ingu þeirra hafi enn ekki verið svar- að. Í umfjöllun um samskipti við lög- reglustjórana og héraðssaksóknara kemur fram að illa hafi gengið að fá svör frá lögreglustjóraembættunum á höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum við fyrirspurnum um hvern- ig haldið er utan um skráningu á að- gengi og afritun gagna o.fl. ,,Í skýrslunni vegna 2018 gerði ríkis- saksóknari grein fyrir því að tvö lögregluembætti, embætti lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, sem eru ábyrg fyrir u.þ.b. 90% af öllum símahlustunum, hefðu ekki svarað erindi ríkissak- sóknara ári eftir að bréfið var ritað. Eftir að ítrekunarbréf var ritað svaraði lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu erindinu 18. febrúar 2019. Þetta síðbúna svar upplýsti þó ekki hvernig lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu hygðist halda þá skrá sem hann var inntur eftir [...]. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum svaraði bréfinu eftir að skýrslan vegna 2018 kom út í ágúst 2019. Aðrir lögreglustjórar og héraðs- saksóknari svöruðu bréfi ríkissak- sóknara án verulegra tafa.“ Segist ríkissaksóknari ekki hafa úrræði til að þvinga lögreglustjór- ana til að fylgja fyrirmælum hans, eða virða lögboðið hlutverk hans og valdheimildir, með því t.a.m. að svara bréfum embættisins. 388 símahlustanir og skyldar aðgerðir  Símahlustunum eða skyldum úrræðum beitt 265 sinnum í fíkniefnamálum og í níu tilvikum vegna kynferðisbrota  Ríkissaksóknari gagnrýnir lögregluembætti fyrir að svara erindum hans seint eða ekki Tilefni símahlustunar og skyldra úrræða 2019 Fjöldi úrskurða sem kveðnir voru upp eftir tegund brots Heimild: Skýrsla ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustunum og skyldum úrræðum Fíkniefnabrot Auðgunarbrot/ peningaþvætti Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Ærumeiðingar/ friðhelgi einkalífs Annað 265 91 9 2 2 19 Tæpur helmingur 65 ára og eldri hér á landi eða 49,4% létu bólusetja sig gegn inflúensu á árinu 2018. Þetta er þó hærra hlutfall en í mörgum Evr- ópulöndum. Að jafnaði voru 41,4% eldri borgara í löndum ESB bólusett- ir við flensunni á sama ári skv. nýjum samanburði Eurostat, hagstofu ESB, á bólusetningum. Bólusetningar eldri borgara við inflúensu eru mismunandi milli landa. Bretland er á toppnum en þar voru 72% 65 ára og eldri bólusett fyr- ir inflúensu. Í Svíþjóð var hlutfallið 52,2% og 38,2% í Noregi. Spurður hvort þörf sé á að gera betur í bólusetningum hér á landi hvað eldri borgara varðar segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoð- armaður landlæknis, að Alþjóðaheil- brigðismálastofnun hafi gefið út að þjóðir eigi að stefna að því að bólu- setja að minnsta kosti 75% af ein- staklingum eldri en 65 ára. „Við erum með 50% eldri en 60 ára sem er ansi gott og er hærra hlutfall en flestar aðrar þjóðir. Að öðru leyti eru okkar tilmæli um bólusetningu þær sömu og WHO. Ásókn í bólusetningu hefur aukist umtalsvert á síðustu árum.“ 75 þúsund skammtar í boði Undirbúningur bólusetningar gegn árlegri inflúensu í haust er í fullum gangi. „Bóluefnið verður tilbú- ið til dreifingar í byrjun október og við búumst við inflúensunni upp úr áramótum. Það er erfitt að segja hver eftirspurnin eftir bóluefninu verður. Hún gæti orðið meiri en venjulega. Rúmlega 75 þúsund skammtar verða hér á boðstólum sem er umtalsvert meira en undanfarin ár,“ segir hann. omfr@mbl.is Helmingur ekki bólusettur  Byrjað að bólusetja í byrjun október Infl úensubólusetning Hlutfall 65 ára og eldri sem láta bólusetja sig við infl úensu Bretland Írland Holland Portúgal Belgía Spánn Ítalía Svíþjóð Danmörk Frakkland Finnland Ísland ESB-meðaltal Noregur Þýskaland Litháen Slóvenía Slóvakía Lettland Eistland 72% 69% 63% 61% 59% 55% 53% 52% 52% 51% 50% 48% 41% 38% 35% 15% 13% 13% 12% 10% H ei m ild : E ur os ta t Egypsku Kehdr-fjölskyldunni verð- ur vísað úr landi í dag. Gagnrýnt hef- ur verið að fjölskyldunni sé vísað á brott eftir langa veru á Íslandi þar sem börnin hafi aðlagast nýjum að- stæðum. Fjölskyldan sótti um hæli 7. ágúst 2018 og synjaði Útlendinga- stofnun umsókninni 25. júlí 2019. Synjunin var staðfest af kærunefnd útlendingamála 14. nóvember sama ár. Kærunefndin hafnaði því í gær að fresta réttaráhrifum í máli fjölskyld- unnar. Nefndin hefur einnig lýst því yfir að hún muni ekki afgreiða þær tvær beiðnir sem eru á borði hennar um endurupptöku málsins. Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir að með hliðsjón af því að ríkisstjórnin ætli ekki að beita sér í málinu sé engar lögform- legar leiðir lengur hægt að fara til að koma í veg fyrir brottvísunina. „Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig samfélagið kemur fram við sína viðkvæmustu hópa. Þar eru börn fremst í flokki. Mælikvarði á gildi stjórnmálaflokka er sama marki brenndur. Það er ákaflega sorglegt að kerfið hafi brugðist fjöl- skyldunni og síðar stjórmálamenn,“ segir Magnús. Brottvísuninni var mótmælt bæði fyrir utan ráð- herrabústaðinn og á Austurvelli í gær. Nokkur hundruð manns mættu til að sýna fjölskyldunni samstöðu. Ekki viljugir til að framlengja Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, sagði í Kast- ljósi í gærkvöldi að hægt hefði verið að flytja fjölskylduna úr landi í árs- byrjun, fyrir heimsfaraldur kórón- uveiru. Til þess hefðu foreldrarnir þó þurft að sækja um framlengingu vegabréfa tveggja barnanna en ekki verið viljugir til þess. Þess vegna hefðu yfirvöld þurft að óska eftir nýj- um vegabréfum frá egypskum yfir- völdum og það ferli hefði tekið marga mánuði, en nýju vegabréfin bárust í ágúst. „Við getum ekki þvingað fólk til þess að vinna með okkur,“ sagði Þor- steinn um það atriði að foreldrarnir hefðu ekki óskað eftir framlenging- unni sjálfir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mótmæli Nokkur hundruð komu saman á Austurvelli í gær til þess að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar. Verður vísað úr landi í dag  Vildu ekki framlengja vegabréf sín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.