Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 Byggðastofnun | Sauðármýri 2 | 550 Sauðárkrókur Sími 455-5400 postur@byggdastofnun.is Tilboð óskast send til Byggðastofnunar á netfangið postur@byggdstofnun.is eigi síðar en 24. september n.k. merkt Búseturannsókn 2020. Tilboð óskast í framkvæmd spurningakannana um búsetuþróun á Íslandi Byggðastofnun óskar eftir tilboðum í framkvæmd spurningakannana vegna rannsóknarinnar Byggðafesta og búferlaflutningar, markmið hennar er að varpa ljósi á margvíslega þætti sem tengjast, búsetusögu, byggðafestu og búsetufyrirætlunum íbúa á Íslandi. Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri stýrir rannsókninni fyrir hönd Byggðastofnunar og veitir nánari upplýsingar um verkefnið og sendir þeim sem þess óska tilboðsgögn. Áhugasamir eru beðnir um að senda fyrirspurnir á netfangið thoroddur@unak.is. Búseturannsókn 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrirferðarmikla hluti sem eiga ekkert erindi í grenndargáma á höf- uðborgarsvæðinu er oft að finna við gámana. Þegar starfsmenn Sorpu koma til að tæma gámana hafa þeir meðal annars rekist á bílhræ, bíl- vélar, eldavélar og önnur raftæki, rúm, sófasett, innréttingar og rusla- poka með blönduðum efnum. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu, segir að umgengni sé ágæt á meginþorra grenndarstöðva, en nokkrar stöðvar þurfi mikla þjónustu og þurfi að hreinsa frá þeim daglega. Því miður dragi fólk oft hluti inn á þessar stöðvar sem eigi alls ekki heima þar og komist engan veginn í gámana. Nóg pláss sé hins vegar á endurvinnslustöðv- unum. Hafa ekki undan að hreinsa gámasvæðið Sorpa er með samning við sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu um þjónustu á 85-90 grenndarstöðvum. Sorpa leigir sveitarfélögunum gáma undir plast, pappír og gler og sér um að halda þeim við og tæma. Gámar fyrir flöskur og dósir eru á vegum skátanna, Rauði krossinn er með fatagáma og einnig Hertex á nokkrum stöðvum. Umsjón með gámasvæðunum er hins vegar á vegum sveitarfélaganna sem sjá um dagleg þrif. Í síðustu viku voru grenndar- gámar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi fjarlægðir vegna slæmrar um- gengni. „Starfsmenn þjónustu- miðstöðvarinnar hafa ekki undan að hreinsa gámasvæðið og fara með umframruslið sem skilið er eftir í al- faraleið,“ segir m.a. á heimasíðu Seltjarnarness. Í vor var grenndar- gámur sem stóð við Endurvinnsluna í Knarrarvogi í Reykjavík fjar- lægður tímabundið. Ástæður voru sagðar „langvarandi óþrif og mis- notkun á stöðinni“. Guðmundur Tryggvi nefnir tvö önnur tilvik um tímabundnar lok- anir síðustu misseri, en segir að þessi mál hafi þokast í rétta átt síð- ustu ár. Meðal annars hafi áberandi skilti verið sett upp við gámana til að leiðbeina fólki. Einnig hafi verið notast við eftirlitsmyndavélar sem hafi gefið upplýsingar um hvaðan efnið kom, um leið og þær hafi haft fælingarmátt. Þjónustan í jafnvægi Áður hafi brugðið við að gám- arnir hafi ekki verið losaðir nógu oft, en Guðmundur segist telja að nú sé þessi þjónusta í jafnvægi. Þó hafi borið á því síðustu mánuði að stundum hafi borist meira af fatnaði í gáma Rauða krossins en þeir tóku við. Drasl og búnaður við grenndargáma  Loka hefur þurft stöðvum og aðrar þurfa mikla þjónustu  Hefur þokast í rétta átt síðustu ár Morgunblaðið/Eggert Óþrifnaður Papparusl við grenndargámana við sundlaugarnar í Laugardal í gærmorgun. Ljósmynd/Seltjarnarnesbær Seltjarnarnes Þessi dýna kemst engan veginn í gáminn. Stöðinni á Eiðistorgi hefur verið lokað. Stórir jarðskjálftar gengu yfir Norð- urland í gær. Skjálftarnir urðu á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,6 að stærð, laust fyrir klukkan 15. Annar af stærðinni 4 mældist rúmum tveimur tímum síðar. Einar Hjörleifsson, náttúruvár- sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að vita hvenær ann- ar stór skjálfti geti orðið. Ekki sé útilokað að stærri skjálfti eða skjálfti af svipaðri stærð verði í hrin- unni. Skjálftarnir fundust báðir vel á vinnustað fréttaritara Morgunblaðs- ins, Hafþórs Hreiðarssonar. „Fyrst kom lítið högg og síðan nokkuð öflugt högg,“ segir Hafþór. „Ég sat bara hérna á vinnustaðnum og síðan komu allt í einu þessi högg. Maður gat greinilega fundið þetta en þetta stóð ekki lengi yfir. Flestir á vinnustaðnum fundu fyrir þessu en það datt ekkert úr hillum hérna eða slíkt.“ Starfsmaður í matvörubúð á Húsavík segir að ekkert tjón hafi orðið í versluninni og að í mesta lagi hafi einn kexpakki dottið úr hillu. Þó hafi skjálftarnir fundist greinilega. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Húsavík Jarðskjálftarnir tveir fundust greinilega í bæjarfélaginu. Snarpir skjálftar fyrir norðan  Virkni á Húsavík- ur-Flateyjarmisgengi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.