Morgunblaðið - 16.09.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga
frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í
eindaga til og með 15. september 2020, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og
með 7. september 2020 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið
hafa í eindaga til og með 15. september 2020, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og
tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum
í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi,
úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi,
vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum,
aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum,
jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu
stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi
Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og
sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt
álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki,
jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. september 2020
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Bylgja atvinnuleysis á umliðnum
mánuðum kemur mjög misþungt
niður á byggðarlögum og landshlut-
um. Suðurnesin skera sig úr og hafa
orðið verst úti af einstökum lands-
hlutum en þar jókst heildaratvinnu-
leysi úr 16,5% í júlí og fór í 18% í
ágústmánuði. Atvinnuleysi í al-
menna atvinnuleysisbótakerfinu var
16,9% á Suðurnesjum og 1,1% var í
minnkuðu starfshlutfalli og á hluta-
bótum.
Raunar jókst atvinnuleysi í sein-
asta mánuði alls staðar á landinu
nema á Vestfjörðum þar sem það
stóð í stað á milli mánaða. Sérfræð-
ingar Vinnumálastofnunar (VMST)
spá því nú að heildaratvinnuleysið
muni halda áfram að aukast næstu
mánuði, verða 9,6% í yfirstandandi
mánuði og hækka í 10,2% í október.
Erfið staða í ferðaþjónustu
Þessar upplýsingar koma fram í
mánaðarskýrslu VMST um atvinnu-
ástandið sem birt var í gær. Þar má
sjá að á Suðurnesjum er atvinnu-
leysið mun meira meðal kvenna en
karla, eða 20,9% alls hjá konum en
16,1% hjá körlum. ,,Hefur það auk-
ist mikið meðal kvenna á Suðurnesj-
um frá í júní, en vex hægar meðal
karla,“ segir í skýrslu VMST.
Bent er á að erfið staða flug-
rekstrar og ferðaþjónustu bitnar
hart á atvinnulífi Suðurnesja.
,,Þannig er nú um helmingur at-
vinnulausra á Suðurnesjum í al-
menna bótakerfinu að koma úr
starfi tengt flugsamgöngum og
ferðaþjónustu samanborið við um
36% atvinnulausra á landinu öllu.
Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi á
Suðurnesjum fari í um 17,5% í sept-
ember,“ segir þar einnig.
Almennt atvinnuleysi á landinu
öllu var 8,5% í ágústmánuði sem er
nokkur aukning frá fyrri mánuðum.
Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfs-
hlutfalli var óbreytt í ágúst frá júlí
eða 0,9%. Að samanlögðu mældist
því 9,4% heildaratvinnuleysi á
vinnumarkaðinum í seinasta mánuði.
Á eftir Suðurnesjum var ástandið
næstverst á höfuðborgarsvæðinu en
þar var almenna atvinnuleysið 8,9%
í ágúst og heildaratvinnuleysið, þ.e.
að meðtöldum þeim sem voru með
hlutabætur í skertu starfshlutfalli,
var 9,9%. Á Norðurlandi eystra
mældist 6,1% heildaratvinnuleysi,
4,2% á Austurlandi og 7,5% á Suð-
urlandi.
Um 36% atvinnulausra í ágúst
koma úr flugsamgöngum og ferða-
þjónustutengdum greinum.
Á bak við þessar hlutfallstölur um
atvinnuástandið eru 17.788 einstak-
lingar sem voru skráðir atvinnulaus-
ir í almenna bótakerfinu um sein-
ustu mánaðamót. 3.483 einstaklingar
voru á sama tíma í minnkuðu starfs-
hlutfalli. Að öllu samanlögðu voru
því 21.271 einstaklingur atvinnulaus
í almenna bótakerfinu eða fékk
hlutabætur vegna skerts starfshlut-
falls í seinasta mánuði. Ef atvinnu-
leysið er skoðað eftir kynjum kemur
í ljós að það er nú orðið hærra með-
al kvenna en karla alls staðar á
landinu nema á höfuðborgarsvæðinu
þar sem það er ívið hærra meðal
karla. Heildaratvinnuleysið meðal
karla á landinu er nú 9,3% en 9,6%
meðal kvenna.
20,7% heildaratvinnuleysi er-
lendra ríkisborgara í ágúst
Atvinnuleysið hefur bitnað hart á
fjölda einstaklinga sem eru af er-
lendum uppruna. Voru samtals
7.173 erlendir ríkisborgarar hefð-
bundnir atvinnuleitendur og án at-
vinnu, þ.e.a.s. voru ekki í skertu
starfshlutfalli, í lok ágúst. „Þessi
fjöldi samsvarar um 19% atvinnu-
leysi meðal erlendra ríkisborgara. Í
fyrra á sama tíma voru 2.605 erlend-
ir ríkisborgarar án atvinnu og hefur
þeim því fjölgað mikið frá ágúst
2019. Auk hefðbundinna atvinnuleit-
enda voru einnig erlendir ríkisborg-
arar á hlutabótaleið eða alls 723 og
má gera ráð fyrir að heildaratvinnu-
leysi erlendra ríkisborgara hafi ver-
ið nálægt 20,7% í ágúst.“
18% atvinnuleysi á Suðurnesjum
Atvinnuleysi í ágúst eftir landsvæðum
Skipting atvinnuleysis í almennt og minnkað
20%
15%
10%
5%
0%
Höfuðb.sv. Suðurnes Vesturland Vestfirðir N.vestra N.eystra Austurland Suðurland
Heimild: Vinnumálastofnun
Almennt Minnkað (vegna skerts starfshlutfalls)
8,9
16,9
5,0
2,9 3,1
5,5
3,3
6,7
1,0
1,1
0,6
0,2 0,6
0,6
0,9
0,8
Atvinnuleysi á landinu öllu:
Almennt 8,5%
Minnkað 0,9%
Samtals 9,4%9,9%
18,0%
5,7%
3,2%
3,7%
6,1%
4,2%
7,5%
21.271 einstaklingur atvinnulaus í almenna bótakerfinu eða á hlutabótum VMST spáir áframhald-
andi vexti atvinnuleysis, sem verði 10,2% í október 7.173 erlendir ríkisborgarar án vinnu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tómt Samdráttur í flugumferð hef-
ur haft mikil áhrif á Suðurnesjum.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ástæður þess að fólk sem sækir um
alþjóðlega vernd kemst til Íslands
án ferðaskilríkja eru að flugfélögum
á Schengen-svæðinu er í sjálfsvald
sett hvort óskað sé eftir skilríkjum
áður en gengið er um borð í flug-
vélar, skilríkin týnast eða er fargað
áður en gengið er á land eða að
ferðast sé á fölskum skilríkjum.
Þetta kemur fram í svörum frá
landamæraeftirliti lögreglunnar á
Suðurnesjum og frá Rauða kross-
inum. Sé hælisleitandi skilríkjalaus
hér á landi geta í sumum tilvikum
liðið mánuðir eða ár áður en upp-
runaríki samþykkir tilvist viðkom-
andi eða gefur út ferðaskilríki hafi
hérlend stjórnvöld synjað um al-
þjóðlega vernd. Stoðdeild ríkislög-
reglustjóra, sem sér um fram-
kvæmd brottvikninga frá Íslandi,
getur ekki flutt fólk úr landi fyrr en
skilríki frá upprunalandi eru
tryggð.
Enginn veit að þú ert til
Brynhildur Bolladóttir, upplýs-
ingafulltrúi Rauða krossins, segir
ástæður þess að fólk sé vegabréfs-
laust ýmsar. „Fólk á kannski vega-
bréf en í mörgum löndum er það
þannig að fólk þarf á vegabréfsárit-
un að halda vilji það ferðast. Þetta
er t.a.m. tilfellið í Sýrlandi. Þar af
leiðandi freistast fólk til þess að
kaupa vegabréf af smyglurum. Eins
eru dæmi þess að stjórnvöld gefi
ekki út skilríki. Ef þú ert að flýja
land vegna pólitískra ofsókna leitar
viðkomandi eðlilega ekki á náðir
stjórnvalda,“ segir Brynhildur.
Eins segir hún að í sumum ríkj-
um sé enginn miðlægur gagna-
grunnur. „Því veit kannski enginn
að þú sért til. Fólk sem kemur til Ís-
lands án skilríkja hefur því komist
inn á Schengen-svæðið og kemst
alla leiðina til Íslands án skilríkja.
Svo eru dæmi þess að fólk glati skil-
ríkjum sínum; annaðhvort týni þeim
á leiðinni, þeim sé stolið eða hrein-
lega tekin af fólki,“ segir Brynhild-
ur.
Hún segir einnig að ein ástæða
þess að tregða er í útgáfu ferðaskil-
ríkja hjá upprunaríki sé sú að fólk
sé af þjóðarbroti sem ekki er við-
urkennt af stjórnvöldum. „Því er
fólk eðlilega ekki ríkisborgarar við-
komandi ríkis í formlegum skiln-
ingi,“ segir hún.
Mun færri frá Venesúela
Útlendingastofnun birti í gær
nýjar tölur um umsóknir um vernd
eftir ríkisfangi. Umsækjendur voru
64 í ágústmánuði, flestir frá Sýr-
landi og Palestínu eða 14 frá hvoru
landi. Það sem af er ári hafa flestar
umsóknir komið frá Venesúela eða
96. Einungis barst ein umsókn frá
Venesúelamanni í ágústmánuði og
er það fyrsta umsóknin frá því í apr-
íl þegar einnig barst ein umsókn.
Leiða má líkum að því að ástæðan
sé ferðatakmarkanir í Bandaríkjun-
um vegna kórónuveirufaraldursins.
Af 96 umsóknum um alþjóðlega
vernd frá Venesúela það sem af er
ári hafa 95 verið samþykktar sam-
kvæmt upplýsingum frá Útlend-
ingastofnun.
Komast hingað
skilríkjalaus
Flugfélög ráða hvort óskað sé eftir
skilríkjum áður en gengið er um borð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vegabréf Víða þarf vegabréfsáritun
til þess að geta ferðast á milli landa.