Morgunblaðið - 16.09.2020, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
ánægður þar og það var vel
hugsað um hann enda er þar
valin manneskja í hverju rúmi.
Það var einmitt í dagvistinni
sem hann kynntist henni Guð-
nýju, alveg yndislegri konu, og
var þeim vel til vina. Guðný var
sérlega góð og vönduð kona og
góð við pabba en þeirra sam-
band varði allt of stutt því hún
lést 2019 og var það mikið áfall
fyrir pabba en hann komst yfir
það með tímanum eins og önn-
ur áföll.
Ég verð að minnast á veiði-
túrana okkar pabba, hann var
mikið náttúrubarn og mjög
fiskinn enda í 20 punda klúbbn-
um. Við fórum saman í marga
veiðitúra, stundum veiddum við
vel en stundum minna en alltaf
reyndi hann miðla af sinni
reynslu.
Pabbi var alla tíð mjög póli-
tískur og ég held að allir sem
hann þekktu hafi vitað hvar
hann stóð í pólitík enda alinn
upp á mjög pólitísku heimili og
hann sinnti mörgum trúnaðar-
störfum fyrir Alþýðuflokkinn
og Samfylkinguna.
En heilt yfir held ég að pabbi
hafi átt bara ágætis ævi, hann
þurfti þó að ganga í gegnum
tvo stóra skafla af veikindum,
hann fékk krabbamein sem
hann sigraði og hann fór í stóra
hjartaaðgerð og kom standandi
út úr þessu öllu enda keppn-
ismaður.
Aðdáun hans á barnabörn-
unum var einlæg og hann dýrk-
aði þau og dáði og gerði allt
fyrir þau og laumaði til þeirra
nammi í óleyfi.
Pabbi var minn lærifaðir í
mínu lífi og ég gat alltaf leitað
til hans um ráð ef ég var í ein-
hverjum vafa, alveg til dauða-
dags reyndi hann að miðla af
sinni reynslu og sinni þekkingu
og oft fylgdi góð saga með.
Takk fyrir allt, pabbi, þú
varst mín stoð og stytta í mínu
lífi.
Þinn sonur,
Björgvin Sigurðsson.
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdaföður minn. Á kveðju-
stundu reikar hugurinn yfir
þær góðu minningar sem við
eigum um Sigga. Svo margs er
að minnast þegar litið er yfir
samferðarárin.
Fyrstu kynni mín af Sigga
voru á Þúfubarðinu fyrir 20 ár-
um þegar við Ingvar fórum að
draga okkur saman. Siggi og
Finna tóku mér strax vel, góð
samskipti í upphafi gáfu tóninn
fyrir það sem kom á eftir og
allar götur síðan, í þeim eign-
aðist ég yndislega tengdafor-
eldra.
Heimili Sigga og Finnu var
sérlega fallegt og þangað var
alltaf gott að koma í heimsókn,
bæði á Þúfubarðið og svo síðar
á Drekavellina, þegar þau
fluttu þangað. Samverustund-
irnar voru margar og góðar,
hvort sem var hversdags eða á
hátíðum, í ferðalögum eða bara
heima. Ófáar ferðir voru farnar
á Drekavellina með mat í viku-
lok til að snæða saman. Eftir að
Finna lést fyrir sex árum bjó
Siggi áfram á Drekavöllum með
dyggum stuðningi sona sinna
sem hugsuðu sérstaklega vel
um pabba sinn. Sigga leið best
heima þó að nýlega hafi komið
að kaflaskilum þegar hann fékk
inni á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hann fékk því miður ekki að
njóta þess að búa þar nema rétt
í tvær vikur.
Siggi var litríkur, glaðlynd-
ur, skemmtilegur en umfram
allt góður maður. Hann hafði
góða nærveru og tók sjálfan sig
ekki of hátíðlega. Hann hafði
gaman af alls konar gríni og
glensi, þeir voru ófáir brand-
ararnir sem hann sagði í gegn-
um tíðina. Svo var hann ein-
stakur sögumaður, hann naut
sín vel við að segja okkur
skemmtilegar sögur af mönnum
og málefnum. Siggi var mjög
fróður og það var skemmtilegt
að hlusta á frásagnir hans.
Þekkingu hans á landinu feng-
um við að kynnast í innanlands-
ferðalögum sem við fórum í
með þeim hjónum og móður
minni. Í þeim ferðum var iðu-
lega mikið hlegið, en það var
einmitt svo lýsandi fyrir hið
góða andrúmsloft sem ein-
kenndi samveru okkar fjöl-
skyldunnar og þeirra hjóna.
Siggi hafði gaman af að ferðast
bæði innanlands og utan. Í
hvert skipti sem ég fór utan í
vinnuferð spurði hann alltaf
hvort mig vantaði ekki tösku-
bera. Það lýsti honum vel, hann
var nefnilega stórhuga og alltaf
tilbúinn í ævintýri þó að heilsan
væri farin að gefa aðeins eftir
hin síðari ár.
Siggi var mikill fjölskyldu-
maður. Á meðan Finna lifði
ríkti kærleikur, umhyggja og
virðing í þeirra samskiptum.
Siggi var stoltur af strákunum
sínum og ekki síður af barna-
börnunum, hann þreyttist ekki
á að segja fréttir af þeim þegar
svo bar við og fylgdist vel með
því sem allir voru að fást við.
Siggi var góður afi og alltaf var
hann svo glaður að sjá barna-
börnin og þau hann.
Á sorgarstundu felst huggun
í því að minnast þess að Siggi
átti góða ævi. Hann átti góðan
uppvöxt og æsku, var hraustur
nánast allt sitt líf og átti góða
fjölskyldu sem hann átti sterkt
samband við. Hann átti yndis-
lega eiginkonu og þau lifðu
góðu lífi þar til hún lést. Fyrir
það má þakka og getum við öll
yljað okkur við góðar minning-
ar þegar sorgin sækir að. Með
þakklæti í hjarta kveð ég yndis-
legan tengdaföður og afa.
Minningin um einstakan mann
mun lifa með okkur um aldur
og ævi.
Rósa Dögg Flosadóttir.
Elsku tengdapabbi er nú fall-
inn frá tæplega níræður að
aldri.
Mín fyrstu kynni af tengda-
pabba voru þegar mér tvítugri
var boðið í fyrsta sinn í mat á
Þúfubarðið. Hann byrjaði fljót-
lega á að stríða mér eða þar til
tengdamamma stoppaði hann af
en þar sem ég var þaulvön
stríðni þá var þetta fínasta leið
til að tengjast enda náðum við
ætíð vel saman.
Tengdapabbi hafði mikinn
áhuga á garðrækt og þegar við
hjónin keyptum okkur einbýlis-
hús með stórum garði gat ég
alltaf leitað til hans og fengið
góð ráð. Það var alltaf gaman
að fylgjast með þegar hann var
að rækta stjúpur en þegar þær
voru komnar nokkuð vel á legg
byrjaði hann að herða þær og
setti þær út fyrst í klukkustund
og svo lengdist tíminn úti þar
til þær voru tilbúnar til að flytj-
ast í garðinn.
Þær voru þó nokkrar ferð-
irnar sem við fjölskyldan fórum
saman í með tengdó, utanlands-
ferðir, innanlandsferðir og
veiðiferðir. Oft komu þau líka í
heimsókn þegar við leigðum
sumarbústað og skruppum í
sveitina. Mikið af minningum til
að ylja sér við frá þeim ferðum.
Tengdapabbi var mikill afi og
afar áhugasamur um barna-
börnin. Þegar elsti sonur okkar
hjóna fæddist kom hann við
ásamt tengdamömmu á hverj-
um degi í hádegishléinu þeirra
til að kíkja á strákinn og dást
að honum. Þetta gerðu þau í
nokkra mánuði en tengda-
mamma sagði við mig að hún
næði ekkert að stoppa hann af í
því að koma svona oft því hann
væri bara svo ánægður og stolt-
ur að vera orðinn afi. Eftir því
sem barnabörnunum fjölgaði
var hann ánægðari. Hann spil-
aði við þau og fannst ekkert
skemmtilegra en að sýna þeim
spilagaldra. Eftir því sem árin
liðu heyrði maður æ fleiri sögur
frá hinum og þessum um hvað
hann ætti frábær og flott
barnabörn. Alltaf voru þau best
í því sem þau tóku sér fyrir
hendur hvort sem það var satt
eða ekki.
Hann hafði einfaldlega mik-
inn áhuga barnabörnunum,
fylgdist vel með þvi sem þau
voru að gera og naut þess að
vera með þeim.
Elsku tengdapabbi, þín verð-
ur saknað en góð minning lifir
áfram með okkur.
Sigurbjörg M.
Sigurðardóttir.
Það var á jóladagsmorgun
fyrir margt löngu að Jón bróðir
og Arnþrúður kona hans fengu
sér heilsubótargöngu. Leið
þeirra lá út á Hvaleyri í Hafn-
arfirði. Snjóföl var yfir öllu en
veður mjög gott. Þá sjá þau sér
til mikillar undrunar mann vera
að æfa golf. Jón var ekki í
nokkrum vafa um að þetta gæti
ekki verið neinn annar en Siggi
bróðir. Það reyndist rétt, þarna
var hann að æfa sig í snjónum
en þá var tiltölulega stutt síðan
hann fór að spila golf.
Þetta finnst mér lýsa Sigurði
bróður svo vel. Allt sem hann
tók sér fyrir hendur var gert
með stæl. Það var golfið sem
átti hug hans allan í seinni tíð.
Golf á sumrin, bridge á veturna
og keppnisskapið aldrei langt
undan. Áður fyrr hafði hann
gaman af að veiða á stöng og
við fórum í margar veiðiferðir
saman. Það var söknuður að
Sigga og fjölskyldu þegar veið-
in vék fyrir golfinu. Um tíma
var hann líka með trillu, lagði
grásleppunet á vorin og veiddi
líka í soðið ásamt Jóhannesi
svila sínum.
Mesta og stærsta gæfan í
hans lífi var þegar hann kynnt-
ist konu sinni, Guðfinnu, og
ekki spillti fyrir að hún vara
samnafna mömmu okkar. Þau
reistu sér fallegt einbýlishús
sem Ragnar bróðir okkar
teiknaði. Siggi vann mikið í
húsinu sjálfur enda vanur
byggingarvinnu því sumarvinna
hans á námsárum var að
byggja vita víða um landið.
Bróðir minn var mikill barna-
gæla og hændust börn gjarnan
að honum. Það var alltaf stutt í
grínið og spilagaldrarnir hans
vöktu kátínu.
Nú eru þau bæði búin að
kveðja, Guðfinna fyrir nokkrum
árum og hann nú. Ég sakna
þeirra mikið. Siggi var ekkju-
maður í nokkur ár og þá var
gott að eiga þrjá góða syni sem
hugsuðu svo vel um föður sinn
að aðdáun vakti. Það var ekki
nóg að þeir kæmu við einu sinni
á dag, hann kallaði oftast á eft-
ir þeim: „Þú kemur svo aftur í
kvöld“ sem oftast gekk svo eft-
ir.
Ég vil líka með þakklæti
minnast Guðnýjar sem reyndist
honum góð vinkona.
Að lokum sendi ég Emil,
Björgvin, Ingvari og fjölskyld-
um þeirra mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Guðrún (Rúna) systir.
Af mörgu er að taka þegar
rifjaðar eru upp minningar af
Sigga frænda. Hann var frændi
númer eitt án þess að hallað sé
á aðra frændur. Sérstaklega lif-
andi og skemmtileg persóna,
fullur af græsku, gríni og góð-
mennsku, sem er skemmtileg
blanda þegar frændi á í hlut.
Siggi frændi og Finna kona
hans, ásamt strákunum sínum,
bjuggu í frumbernsku minni í
húsi fyrir ofan hús fjölskyldu
minnar á holtinu í Hafnarfirði.
Stundum var farið í kvöldheim-
sóknir og man ég sérstaklega
eftir því hversu vel var tekið á
móti öllum, ungum jafnt þeim
sem eldri voru.
Siggi átti það til að sprella
og spila með okkur krakkana
og lá ég oftar en ekki í valnum
enda auðveld bráð sökum þess
hversu fyndið og skemmtilegt
mér þótti að taka þátt, hann
kunni líka alls konar spila-
galdra sem hann var óþreyt-
andi að sýna okkur og seinna
börnum mínum og annarra. Það
voru ekki margir frændur sem
nenntu að skutla manni í Blá-
fjöll á þessum tíma og jafnvel
bíða á meðan við krakkarnir
vorum að renna okkur. Hann
gerði það jafnvel óumbeðinn,
hvatti okkur til að fara í fjöllin
og stunda hreyfingu. Sam-
bandið var alla tíð gott við
Sigga frænda hann var ein-
hvern veginn þannig að það var
alltaf gaman að vera nálægt
honum. Alltaf tók hann hlýlega
á móti mér og hafði áhuga á
högum mínum og minna. Hann
sagði líka frá sínu fólki sem
hann var sérlega stoltur og
ánægður með.
Þegar komið er að leiðarlok-
um er lítið annað að gera en að
þakka fyrir samfylgdina og
hugulsemina í minn garð.
Ég votta frændum mínum,
sonum Sigga, og fjölskyldum
þeirra samúð mína sem og
mömmu minni sem misst hefur
kæran bróður. Minning mun
lifa um góðan frænda og vin í
mínu hjarta.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Guðfinna Guðmundsdóttir.
Mér er kært að minnast góðs
vinar og samstarfsmanns, Sig-
urðar Emilssonar. Hann hóf
störf við embætti bæjarfógeta-
og sýslumannsins í Hafnarfirði
1957, þá ungur viðskiptafræð-
ingur. Hann ætlaði sér ekki að
staldra þar lengi við en reyndin
varð önnur því hann vann við
embættið allan sinn starfsaldur
eða á fimmta áratug. Hann
stjórnaði mikilvægri deild, al-
mannatryggingadeild, þar sem
verkefnin eru mörg og flókin og
umdæmið á þeim tíma afar víð-
feðmt með mörgum sveitar-
félögum. En Sigurður og hans
samstarfsfólk leystu verkefnin
ætíð vel af hendi.
Eiginkona Sigurðar var Guð-
finna Björgvinsdóttir sem lést
fyrir fáum árum. Hún starfaði
einnig hjá embættinu í allmörg
ár við ýmis skrifstofustörf. Á
þessum stóra vinnustað gat er-
illinn verið mikill. En Guðfinna
átti auðvelt með að leiðbeina og
hjálpa þeim sem til embættisins
leituðu með rósemi sinni og yf-
irvegun.
Við Sigurður áttum alla tíð í
miklum og góðum samskiptum.
Hann var keppnismaður í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann var öflugur briddsspilari,
liðtækur skákmaður og svo
heillaðist hann af golfíþróttinni
og lék golf langt fram eftir
aldri.
Við sem öttum kappi við
hann vissum að hann var erf-
iður andstæðingur, sigurviljinn
var mikill og eins og flestum
fannst honum miklu skemmti-
legra að sigra.
En Sigurðar verður einnig
minnst fyrir góða frásagnar-
hæfileika. Hann kunni fjöldann
allan af skemmtilegum örsög-
um. Í góðum félagsskap komu
þær áreynslulaust og án um-
hugsunar á réttum augnablik-
um svo allir höfðu gaman af.
Þar var hann á heimavelli.
Hann var hnyttinn í tilsvörum
og húmorinn gat verið beittur.
Í seinni tíð áttum við gamlir
samstarfsmenn ánægjulegar
stundir með Sigurði. Sem fyrr
átti hann sviðið, sagði sínar
mergjuðu sögur með stríðnis-
glampa í augum og við hinir
nutum mjög.
Að leiðarlokum þakka ég
þeim hjónum samfylgdina.
Guðmundur Sophusson,
fyrrv. sýslumaður.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og
stuðning vegna andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu minnar,
EVU BJARGAR SKÚLADÓTTUR,
náms- og starfsráðgjafa,
Hólatúni 13, Akureyri.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnlaugur Þorgeirsson
Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
MAXIMILIAN HELGI ÍVARSSON,
lést þriðjudaginn 8. september
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju
föstudaginn 18. september klukkan 13.
Einlægar þakkir fyrir sýnda samúð og
hlýhug.
Ívar Erlendsson Joanna Marcinkowska
Stefan Erlendur Ívarsson
Alexandra Helga Ívarsdóttir Tinna Ívarsdóttir
Ewa Marcinkowska Stefan Marcinkowski
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HEIÐBJÖRT JÓHANNESDÓTTIR,
Hamrahlíð, Skagafirði,
lést á Heilsugæslustofnuninni á Sauðárkróki
fimmtudaginn 3. september.
Jarðarförin fer fram frá Reykjakirkju fimmtudaginn
17. september klukkan 14.
Börn, tengdabörn og barnabörn
Ástkær systir okkar, mágkona
og móðursystir,
KOLBRÚN SÆVARSDÓTTIR
héraðsdómari,
Grænuhlíð 4, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 9. september. Útför hennar fer fram frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 18. september klukkan 14.
Að auki verður útförinni streymt á eftirfarandi hlekk:
www.livestream.com/luxor/kolbrun.
Þeim sem vilja minnast Kolbrúnar er bent á styrktarreikning
Ljóssins.
Eva Guðrún Gunnbjörnsd. Örn Elvar Arnarson
Stefán Kristján Gunnbjörns.
Steinunn Margrét Larsen Páll Jóhannsson
Jóhannes Arnar Larsen Rannveig Skúla Guðjónsdóttir
Friðrik Rafn Larsen Íris Mjöll Gylfadóttir
Linda Rut Larsen Eiður Ingi Sigurðarson
Freyja Guðrún Mikkelsdóttir, Eldgrímur Kalman og
Gunnbjörn Ernir Atlas Arnarsynir