Morgunblaðið - 16.09.2020, Side 21

Morgunblaðið - 16.09.2020, Side 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 fréttum og stjórnmálum og fylgist vel með. Hann hefur líka áhuga á golfi, skotveiði, myndlist, tónlist og kvikmyndum eins og margir. En ekki allir vita að hann hefur líka sér- stakan áhuga á köttum og bresku konungsfjölskyldunni. „Ég hef gríð- arlegan áhuga á köttum og maður myndi ætla að ég ætti kött heima en svo er þó ekki. Vandamálið er að þótt kettir séu þekktir fyrir að vera mjög snyrtilegir, þá eru þeir ekki jafn snyrtilegir og ég. Það þýðir að ég hef ekki lagt í langtímasambúð með ketti, því ég held að það myndi bara ekki ganga upp, en ég hef samt stundum passað ketti í styttri tíma sem hefur verið ágætt.“ Fjölskylda Kærasti Davíðs er Daniel Barrios Castilla, f. 26.4. 1992, meistaranemi í raforkuverkfræði við HR. Foreldrar Daniels eru Luis Adolfo Barrios Re- strepo, f. 4.8. 1959, framkvæmda- stjóri og Maria Elva Castilla San- chez, 27.5. 1958, endurskoðandi. Þau búa í Medellín í Kólumbíu. Systkini Davíðs eru Gauti Elfar Arnarsson, hálfbróðir sammæðra, f. 23.4, 1993, tryggingaráðgjafi í Reykjavík, Karl Þorláksson, hálf- bróðir samfeðra, f. 13.5. 1993, nemi í Kópavogi, Skúli Þorláksson, hálf- bróðir samfeðra, f. 15.4. 1995, tölvu- maður í Reykjavík, Nína María Arn- arsdóttir, hálfsystir sammæðra, f. 2.5. 1996, nemi á Akureyri, Marínó Geir Arnarsson, hálfbróðir sam- mæðra, f, 2.5. 1996, d. 2.5. 1996. Foreldrar Davíðs eru Þorlákur Karlsson, f. 2.7, 1954, rannsókna- stjóri og dósent í Háskólanum í Reykjavík og María Grenó, f. 29.7. 1959, aðalbókari Kjarnafæðis á Ak- ureyri. Þau skildu. Davíð Þorláksson Úr frændgarði Davíðs Þorlákssonar Margrét Magnúsdóttir verkakona, Akureyri Ingólfur Árnason verkamaður á Akureyri Hrafnhildur Ingólfsdóttir leiðbeinandi á leikskóla, Akureyri Ólafur Aðalbjörnsson skipstjóri, Akureyri Soffía Hafl iðadóttir húsfreyja, Hólakoti við Grenivík Aðalbjörn Jóhannsson útgerðarmaður, Hólakoti við Grenivík María Grenó aðalbókari Kjarnafæðis, Akureyri Pétur Ólafsson hafnarstjóri, Akureyri Anna Rakel Péturs- dóttir lands liðs kona í knattspyrnu, Svíþjóð Guðrún Gestsdóttir húsfreyja, Meðalheimum á Ásum Eysteinn Björnsson bóndi, Meðalheimi á Ásum Brynhildur Eysteinsdóttir húsfreyja, Hrauni í Ölfusi Karl Þorláksson bóndi, Hrauni í Ölfusi Vigdís Sæmundsdóttir húsfreyja, Hrauni í Ölfusi Þorlákur Jónsson bóndi, Hrauni í Ölfusi Hrafnkell Karlsson bóndi á Hrauni í Ölfusi Þorlákur Karlsson dósent í HR, Reykjavík „FRÁBÆR MYND. RIFJAÐI UPP MARGAR MINNINGAR SEM ÉG VILDI AÐ VÆRU MÍNAR.” „SVONA NÚ! BIDDU HANN AFSÖKUNAR Á ÞVÍ AÐ HAFA TROÐIÐ Á HONUM ÞARNA EFST Í STIGANUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... verðmætari en peningar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann FLJÚGANDI FÍLL ! ÁÐUR EN ÞIÐ FÁIÐ BORÐ ÞARF ÉG AÐ KYNNA YKKUR NOKKUR ATRIÐI UM HOLLUSTUHÆTTI! HVER ERU ÞAU? YKKUR VÆRI HOLLAST AÐ HAFA HVORKI Í HÓTUNUM VIÐ NEINN HÉR NÉ VALDA LÍKAMSMEIÐINGUM! Helgi R. Einarsson sendi mérlínu með athugasemdinni „mér datt þetta svona í hug“ og kallar „Ímyndunarafl“: Að Jesús Kristur sé kona kirkjunnar menn virðast vona. Hún ósköp er trist þessi umræða’ um Krist. „Af hverju láta þeir svona?“ Og Helgi hélt áfram: „Fyrst við erum komin á þessar slóðir kemur önnur, sem dregur dám af ástand- inu í þjóðfélaginu“ – „Presturinn“: Um morguninn peysuna prjónaði. E.h. bílinn sinn bónaði. Skrapp svo í sund, synti um stund og um kvöldið í kirkjunni tónaði. Gylfi Þorkelsson yrkir á Boðnar- miði í tilefni af því að „kirkjuþing biðst afsökunar á að hafa fagnað fjölbreytileikanum“: Af Jesú og himnanna jarli er jarðföst hin staðlaða mynd af hvítum, miðaldra karli að klóra sér, neðan við þind. Því er fagnað með fordómasnarli að fjölbreytileikinn er synd. Á heimasíðu Gylfa las ég þetta erindi og fékk vatn í munninn: Bleikja, hún er besta fæða bragðlaukana kætir mjög. Um annan fisk þarf ei að ræða. Út á gott að setja lög, kartöflur með sætar snæða og salatblað. Já, veisla hög. Jón Gottskálksson Selá orti um sjálfan sig: Búið verður býsna vel og borðað spaðið feita þegar karl í Ketusel kemst til rólegheita. Jón bjó í Ketuseli á Skaga. Þegar Kvæðakver Halldórs Lax- ness kom út orti Ingveldur Einars- dóttir á Reykjum í Mosfellssveit, en kverið var mjög gisprentað og oft aðeins ein vísa á síðu: Þitt hef ég lesið, Kiljan, kver; um kvæðin lítt ég hirði, en eyðurnar ég þakka þér; þær eru nokkurs virði. Ólafur Bjarnason á Munaðarhóli var bátasmiður góður. Þannig fór- ust honum orð um skipasmíðar sínar: Hundrað eitt með höfuð sveitt hlunnajóra fríða, þrjátíu tvenna og átta enn eg hef gjört að smíða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Kristi, konu og prestinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.