Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 23
 Ítalska stórliðið Juventus fylgist vel með Ísak Bergmanni Jóhannessyni, leikmanni Norrköping í Svíþjóð. Ísak, sem er aðeins 17 ára, hefur slegið í gegn með Norrköping á leiktíðinni. Ísak skoraði fyrir Norrköping í 2:0- sigri á Kalmar á mánudag og hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp sex til viðbótar á leiktíðinni. Expressen greinir frá því að Ítalíumeistarar Ju- ventus séu á meðal félaga sem fylgj- ast vel með Ísak og var njósnari á veg- um félagsins á leiknum við Kalmar.  Meistaramót Íslands í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut fór fram í Kaplakrika um helgina. Íslandsmeist- ari í 10.000 metra hlaupi varð Arnar Pétursson, Breiðabliki, en hann kom í mark á tímanum 32:48,38 mínútum. Í 5.000 metra hlaupi kom Anna Karen Jónsdóttir, FH, fyrst í mark á 18:34,57 mínútum og tryggði sér þar með Ís- landsmeistaratitilinn.  Enski knattspyrnumaðurinn Jack Grealish gerði í gær nýjan fimm ára samning við uppeldisfélag sitt Aston Villa en hann er fyrirliði liðsins. Greal- ish hefur lengi verið orðaður við Man- chester United, en hann átti afar gott tímabil með Aston Villa á síðustu leik- tíð og átti stóran þátt í að liðið hélt sér naumlega í deild þeirra bestu.  Körfuknattleiksmaðurinn Bjarni Guðmann Jónsson mun ekki leika með Haukum á komandi tímabili, en hann æfði með liðinu í sumar. Hefur framherjinn snúið aftur til Bandaríkj- anna þar sem hann nemur og keppir með Fort Hayes-háskólanum. Karfan.is greinir frá. Sagði Bjarni í samtali við vefmiðilinn að hann ætlaði aðeins að leika með Haukum ef hann kæmist ekki aftur til Bandaríkjanna vegna kór- ónuveirunnar.  Í gær tilkynntu þýsk yfirvöld að áhorfendur yrðu aftur leyfðir á íþrótta- viðburðum í landinu en hvert lið má nýta 20% af stúkusætum sínum. Nýju reglurnar taka gildi samstundis fyrir allar atvinnumannadeildir Þýskalands. Staðan verður svo endurmetin í lok október.  Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í vetur. Var búist við því að Kári myndi spila er- lendis í vetur en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn og verður bak- vörðurinn því áfram í Hafnarfirðinum. Kári hefur síðustu ár verið einn besti leikmaður íslensku deildarinnar og samdi hann við spænska stórliðið Barcelona fyrir tveimur árum. Erfið meiðsli gerðu það að verkum að hann fór í umfangsmiklar aðgerðir og sneri hann aftur í Hauka fyrir síðustu leiktíð. Var Kári að komast í sitt besta form þegar síðasta tímabil var blásið af vegna kór- ónuveirunnar, en hann skoraði þá 17 stig, tók 3,5 fráköst og gaf 6,8 stoð- send- ingar að með- altali í leik. Eitt ogannað NBA Gunnar Valgeirsson Í Los Angeles Eftir því sem á líður í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kúlunni svoköll- uðu er fjarvera heimavallarins fyrir liðin farin að segja til sín. Lið sem áð- ur gátu reitt sig á andrúmsloftið í sinni eigin höll til að stöðva blæð- inguna gegn andstæðingi sem virðist óstöðvandi verða nú að reiða sig á sína eigin samheldni og þjálfun. Síðasta liðið til að finna fyrir þess- um missi heimavallarins er Los Ang- eles Clippers eftir að Denver Nug- gets vann tvo leiki liðanna um síðustu helgi. Með þessum sigrum hefur Denver nú tvívegis unnið upp 1:3 stöðu í leikseríum í kúlunni í Or- lando og að venju getur allt hafa gerst í sjöunda leik liðanna sem fram fór í nótt. Keppnin hefur einnig opinberað veikleika hjá sumum stjörnuleik- mönnum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks rakst á góða vörn hjá Miami Heat og hafði í lokin lítil áhrif á útkomuna þar. Russell Westbrook hjá Houston Rockets gat ekki hitt úr skoti þótt líf hans væri í hættu gegn Los Angeles Lakers. Samherji hans og skotmaskínan James Harden sömuleiðis virtist gefa eftir þegar í harðbakkann sló. Þessir leikmenn eru nú allir úr leik þetta keppnistímabilið, en úr- slitakeppnin hefur tilhneigingu til að opinbera veikleika liða og leikmanna. Clippers ekki enn búið að finna rétta keppnisandann Undirritaður hefur verið fastur í því að Clippers væri sigurstrangleg- asta liðið í NBA frá því í byrjun keppnistímabilsins síðasta haust. Leikserían gegn Denver hefur þó sýnt veikleika sem vekur smá efa- semdir hjá þeim sem spá. Vinni Clip- pers í nótt kemur loks rimman sem allir NBA-eðjótar hafa verið að bíða eftir – og ekki bara hér í Englaborg – innbyrðis viðureign Los Angeles- liðanna í úrslitum Vesturdeildar. (Þeir kalla þessa rimmu „ganga- rimmuna“ en bæði lið eru með sín eigin búningsherbergi í Staples Center og gangurinn þar á milli er stuttur). Clippers verður þó að hafa rankað við sér í nótt til að það geti orðið að raunveruleika. Úrslitin í leiknum í nótt munu hafa mikil áhrif á þessa lokarimmu Vest- urdeildar því tapi Clippers virðast möguleikar Lakers á að komast í lokaúrslit deildarinnar hafa batnað töluvert, því erfitt er að sjá Lakers tapa fjórum leikjum gegn Denver í þessari úrslitakeppni. LeBron James og Antony Davis munu sjá til þess. Lakers hefur verið á uppleið alla úrslitakeppnina og svo virðist sem James og Davis séu staðráðnir í að láta ekkert stöðva marséringuna að titilinum. Verði hinsvegar innbyrðis við- ureign Los Angeles-liðanna að veru- leika, breytist þessi staða nokkuð, því þá erum við að tala um lið sem eru hnífjöfn og þar getur allt gerst. Frank Vogel, þjálfari Lakers, var inntur eftir því hvort lið hans óskaði eftir innbyrðis viðureign gegn Clip- pers í úrslitarimmu Vesturdeildar. „Við erum tilbúnir að takast á við hvern sem er, en frá okkar hendi gengur þetta allt út á að gera liðið tilbúið í slaginn á föstudag.“ Úrslitarimma Vesturdeildar hefst á föstudag. Meistararnir og toppliðið úr leik í Austurdeildinni Það er ekki bara vestanmegin sem hlutirnir smella ekki saman eins og spáð var. Keppnin í Austurdeildinni hefur verið skemmtileg og sýnt að þar á bæ eru mörg lið til kölluð. Í báðum undanúrslitarimmunum gáfu sigurstranglegri liðin eftir þegar á hólminn kom og Miami Heat og Boston Celtics munu því berjast um sigurinn. Miami vann sannfærandi gegn Milwaukee Bucks og Boston rétt marði meistara Toronto Raptors í sjöunda leik liðanna um síðustu helgi. Miami kemur inn í þessa leiks- eríu vel hvílt – heil vika síðan Heat keppti síðast – en það hefur ekki ver- ið eins mikil búbót fyrir liðin í kúl- unni og venjulega, þegar flugferðir og hótel taka sinn toll af leik- mönnum. Þetta eru ólík lið. Boston virðist hafa fleiri toppleikmenn, sérstaklega í bakvarðarstöðunum, en Miami er þrautseigt lið sem sýndi fastheldni og snilli gegn Milwaukee í síðustu umferð. Hér munu þjálfarar liðanna leika stórt hlutverk, en varnarleikur lið- anna verður lykillinn að sigri hér. Brad Stevens hjá Celtics hefur verið talinn einn af bestu þjálfurum deildarinnar síðan hann tók við stjórnartaumunum 2013, en honum hefur ekki tekist að koma liðinu í lokaúrslitin enn. Hann hefur aldrei áður haft betra tækifæri en nú, enda LeBron James fluttur vestur eftir. Erik Spoelstra hjá Miami hefur unn- ið titilinn tvisvar og veit hvað til þarf, en hann hefur þó ekki Shaquille ÓNeal, Dwyane Wade, eða LeBron James í þetta sinn. „Við spiluðum þrisvar við þá í deildarkeppninni, en við getum ekki reitt okkur á þá leiki í undirbún- ingnum nú því það voru ávallt lykil- leikmenn meiddir í þeim leikjum. Við erum ólíkt lið núna frá því sem við vorum í deildarkeppninni og þeir eru það líka,“ sagði Spoelstra þegar hann var inntur eftir mati sínu á leiks- eríunni. Framherjinn Gordon Hayward hjá Boston er mættur að nýju í kúl- una eftir að hafa snúið sig illa á ökkla í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni og hann mun geta gert gæfumuninn seint í þessari rimmu ef hann nær að komast í form á skömmum tíma. Boston tekur þetta í oddaleiknum. gval@mbl.is „Tilbúnir að takast á við hvern sem er“ AFP Klókur Slóvenski Evrópumeistarinn, Goran Dragic, er Miami-liðinu mikilvægur.  LA Lakers bíður andstæðingsins  Jöfn rimma hjá Miami og Boston? ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 Leiknir frá Fáskrúðsfirði nældi í gær í stig sem kemur sér vel í bar- áttunni um að halda sæti í næst- efstu deild karla á næsta ári. Leikn- ir fór til Eyja og gerði markalaust jafntefli gegn ÍBV. Hefur ÍBV þá gert átta jafntefli í sextán leikjum. Liðið er í 4. sæti með 26 stig en Leiknir er með 12 stig í 11. sæti. Nýliðarnir í Vestra eru þremur stigum á eftir ÍBV eftir 2:1 sigur á botnliði Magna sem er með 9 stig. Vladimir Tufegdzic og Pétur Bjarnason skoruðu fyrir Vestra og Tómas Arnarson fyrir Magna. Jafnteflin orðin átta hjá ÍBV Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 1. deild Vladimir Tufegdzic skoraði fyrir Vestra gegn Magna í gær. Haukar unnu afar mikilvægan sig- ur þegar liðið fékk Aftureldingu í heimsókn í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu, Lengjudeildinni, á Ásvelli í Hafnarfirði í 13. umferð deild- arinnar í gær. Leiknum lauk með 3:2-sigri Hauka en það voru þær Hildur Karítast Gunnarsdóttir, Vi- enne Behnke og Sæunn Björns- dóttir sem skoruðu mörk Hauka í leiknum. Haukar fara með sigr- inum upp í 26 stig og eru nú fjórum stigum frá Keflavík sem er í öðru sæti deildarinnar þegar fimm um- ferðir eru eftir af tímabilinu. Haukar brúuðu bilið á Keflavík Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Mark Vienna Behnke var á skot- skónum fyrir Hafnfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.