Morgunblaðið - 16.09.2020, Side 28

Morgunblaðið - 16.09.2020, Side 28
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Við fyrstu sýn virðist langur vegur á milli ljósmyndunar og reksturs snyrtivöruverslunar en Íris Björk Reynisdóttir hefur sýnt að svo er ekki. „Ég lærði förðun áður en ég fór í ljósmyndanámið, hún efldi tengsla- netið í snyrtivöruheiminum og það hefur komið að góðum notum við verslunarreksturinn,“ segir hún. „Það er líka gaman að vinna við og selja vörur sem maður þekkir vel og hefur áhuga á, að gefa af sér til við- skiptavinanna.“ Ljósmyndun heillaði Írisi Björk þegar hún var á hagfræðibraut í Verzlunarskóla Íslands. Þá var hún meðal annars formaður ljósmynda- nefndar og segir að bóklega námið hafi legið vel fyrir sér en ljósmynda- nám á Englandi hafi togað fastar í sig. Eftir framhaldsskóla hafi hún farið í förðunarnám til að auka lík- urnar á að komast inn í enskan ljós- myndaskóla enda aðallega með bók- legt nám að baki. Síðan hafi hún farið í London College of Fashion og út- skrifast þaðan með BA-gráðu í Fashion Photography and Styling. Að því loknu hafi hún lært net- markaðssetningu og útskrifast með diplómugráðu. „Þá fann ég að net- verslun hentaði mér vel.“ Íris Björk bjó á Englandi í átta ár og vann þar lengst af sjálfstætt við að taka tískumyndir. „Um tveimur árum eftir að ég útskrifaðist úr ljós- myndaskólanum fann ég að þetta tískuumhverfi í London átti ekki við mig og fór að hugsa um að gera eitt- hvað annað.“ Fjölskyldufyrirtæki Fjölskyldan hafði hug á því að fara út í einhvers konar rekstur saman og fyrsta hugmyndin var að útbúa snyrtivörubox mánaðarlega að enskri fyrirmynd og selja í áskrift. Að vel athuguðu máli var það ekki talið vænlegt, en Íris Björk segir að talsmenn heildverslana hafi hvatt þau til þess að opna netverslun vegna þess að almenna snyrtivöru- verslun hafi vantað hérlendis. Fyrir um þremur árum stofnaði Íris Björk fyrirtæki með foreldrum sínum, Valgerði Ólafsdóttur og Reyni Jóhannssyni, snyrtivöru- netverslunina Beautybox.is, og í febrúar síðastliðnum, rétt áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, opn- uðu þau verslun á Langholtsvegi 126 í Reykjavík. Fyrstu tvö rekstrarárin bjó hún á Englandi og sá um heima- síðugerð, vörumerkjastjórnun og markaðsmál en foreldrar hennar um allan daglegan rekstur og sérhæfðari tæknimál. „Ég leigði skrifborð hjá markaðsstofu samfélagsmiðla og vann þar mína vinnu. Þegar ég byrj- aði voru aðeins þrír starfsmenn á skrifstofunni en nú er hún ein öfl- ugasta markaðsstofa samfélagsmiðla í London,“ segir Íris Björk. „Rekst- urinn hefur gengið mjög vel og net- verslunin hefur færst í aukana frá því faraldurinn hófst,“ heldur hún áfram. „Ég hef þá trú að netverslun eigi eftir að aukast til muna eftir að viðskiptavinir eru komnir á bragðið.“ Íris Björk segir umhverfið í snyrtivörunum mjög spennandi og neytendur verði jafnframt sífellt kröfuharðari, jafnt á netinu sem í verslunum. „Þeir koma ekki inn í verslun og láta segja sér hvað þeir eigi að kaupa heldur vita hvað þeir vilja og spyrja krefjandi spurninga: hvað er þetta, hvað er í þessu, hvað gerir þetta? Við höfum brugðist við þessu með því að vera með góðar upplýsingar á íslensku á vefnum og veitum sambærilegar upplýsingar í versluninni.“ Spennandi umhverfi í snyrtivörunum Ljósmyndir Viktor Richardsson Beautybox.is Íris Björk Reynisdóttir í versluninni á Langholtsvegi.  Tískuljósmyndir og förðun góður grunnur hjá Írisi Björk Í Lundúnum Ljósmynd eftir Írisi. e ti t rinn a Ru fæ lustend 10 f ir a r a allega, fín rík ólkinu á h rj gi. a stjarna k f MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. MENNINGÍÞRÓTTIR „Það hefur verið þannig í síðustu leikjum að við ör- væntum ekki þótt við séum ekki að spila okkar besta leik. Við höfum verið að verjast vel og við vitum að við getum alltaf skorað mörk, þótt við séum ekki að spila vel. Við erum með menn sem hafa reynslu af því að vera í toppbaráttu og vita hvað til þarf,“ segir Aron Bjarnason, leikmaður toppliðs Vals í Pepsí Max- deildinni, í samtali við Morgunblaðið í dag. Aron er í liði umferðarinnar í blaðinu sem er birt í dag fyrir frammistöðu sína gegn Víkingi. »22 Vitum að við getum alltaf skorað mörk þótt við spilum ekki vel List án landamæra 2020, listahátíð fatlaðra á Ís- landi, verður haldin 23.-31. október þrátt fyrir erf- iðar aðstæður vegna Covid-19 og verður Helga Matthildur Viðarsdóttir listamaður hátíðarinnar að þessu sinni. Verður í kvöld fjallað um listsköpun hennar í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Helga Matthildur fæddist árið 1971, býr í Reykjavík og hefur unnið að list sinni í nokkur ár undir handleiðslu listkennara hjá Ás styrktarfélagi þar sem hún hefur starfað í um 30 ár. Þar hefur hún sótt vatnslitanámskeið og námskeið í textíl og teikningu. Hún fæst við myndlist daglega af mikilli elju og áhuga, og skapar fjölda teikninga í hverri viku. Fyrsta einkasýningin á verkum hennar verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 23. október og verður opin til 13. nóvember 2020. Helga Matthildur Viðarsdóttir lista- maður Listar án landamæra 2020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.