Morgunblaðið - 24.10.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.10.2020, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á hugi Hallveigar Karlsdóttur á sjávarútvegi kviknaði snemma. Hún ólst upp á Borgarfirði eystri og minnist þess að hafa strax sem barn verið fengin til að leysa ýmis verkefni af hendi í fiskverkun föður síns, Karls Sveinssonar. „Ég hef verið pínulítil þegar ég byrjaði að vinna en elsta minningin sem ég á úr fiskvinnslunni er af mér og bekkjarbróður mínum, báðum klæddum í hanska sem náðu alveg upp að öxlum, önnum kafin við að pækla fisk. Til að ná neðstu fisk- unum upp úr karinu þurftum við að standa á kassa og náðum einhvern veginn alltaf að blotna, enda voru handleggirnir stuttir,“ segir Hallveig en hún er í dag gæðastjóri Skinn- eyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði. Hallveig fæddist árið 1988 og segir að árgangur hennar í grunnskólanum hafi verið nokkuð stór og öll börnin með sterka tengingu við sjávarútveg- inn. „Þegar mikið var að gera, bátar á sjó og vöntun á mannskap í aðgerð var ég send í skólann með skilboð um að boða fólk í vinnu og man ég að við vor- um öll afskaplega dugleg og vinnu- söm. Okkur fannst gaman að fá að vinna með fullorðna fólkinu og auðvit- að vorum við í störfum sem voru bæri einföld og ekki hættuleg, og fylgst ná- ið með okkur.“ Þegar hún var komin í háskóla rann upp fyrir Hallveigu að það gæti verið upplagt fyrir hana að afla sér menntunar sem gæti nýst í sjávar- útvegi. „Áður hafði ég lokið námi í hestatamningum frá Hólaskóla en skrái mig síðan í viðskiptafræðinám hjá Háskólanum á Akureyri. Ég var á öðru ári í náminu þegar ég fann að sjávarútvegurinn kallaði á mig og áttaði mig á að þar biðu mín fjöl- breyttir starfsmöguleikar.“ Hallveig fékk stóran hluta við- skiptafræðinámsins metinn upp í gráðu í sjávarútvegsfræðum og blómstraði í náminu. Hún hafði ekki útskrifast frá HA þegar henni var boðið starf gæðastjóra. „Ég þekkti aðeins til hjá Skinney-Þinganesi haf- andi stundað nám með vinnslustjór- anum, og var ráðin sem gæðastjóri til að stýra gæðamálum bæði hjá starfs- stöð fyrirtækisins á Höfn og í bolfisk- vinnslunni sem félagið rekur á Þor- lákshöfn.“ Nákvæmir og mikilvægir ferlar Að sögn Hallveigar er algengt að fólk skilji ekki í hverju hlutverk gæða- stjóra er fólgið og margir sem halda að starfið snúist fyrst og fremst um sýnatökur. „Það er vissulega hluti af starfinu að taka sýni til skoðunar en öðru fremur ber gæðastjórinn ábyrgð á flóknum gæðakerfum og verklagsreglum sem ná yfir alla ferla jafnt frá veiðum og vinnslu til flutn- inga.“ Hallveig segir sjávarútvegsfyr- irtæki í dag fylgja ströngum stöðlum sem bæði eiga að tryggja hámarks- gæði og matvælaöryggi framleiddra afurða. Eru hafðar nánar gætur á fiskinum og hvert skref vaktað og skrásett í þaula. Er þetta m.a. gert til að fullnægja vottunarskilyrðum og mæta kröfum kaupenda, og skiptir miklu máli að haldið sé utan um gæðaeftirlitið af fagmennsku. „Kaupendur gera æ ríkari kröfur um matvælaöryggi og þurfum við að geta framvísað öllum þeim gögnum sem óskað er eftir þegar gerðar eru úttektir á framleiðslunni.“ Vinnan er fjölbreytt en býður líka upp á ákveðinn sveigjanleika. „Vinnutíminn er tiltölulega reglu- legur en mikilvægt að vera til staðar á meðan vinnsla er í gangi. Meiri sveigjanleiki er í þeim hluta starfsins sem snýr að frágangi skjala og finnst mér ágætt að sinna þeim verkum seinni part dags eða um helgar.“ Með hagsmuni neytenda að leiðarljósi Ekki ætti að koma á óvart að kór- ónuveirufaraldurinn hefur flækt starfsemina hjá Skinney-Þinganesi. Eins og önnur sjávarútvegsfyr- irtæki hefur útgerðin þurft að tryggja bæði að faraldurinn raski ekki framleiðslu eða hafi áhrif á ör- yggi þeirra matvæla sem fyrirtækið selur. Segir Hallveig að hafi m.a. verið ráðist í víðtækt áhættumat þar sem rýnt var í alla ferla og mögulega áhættuþætti, s.s. hvað snertir starfsfólkið, hráefnið og um- búðirnar. „Við þurftum að end- urmeta kerfið allt út frá þessum eina þætti enda matvælaöryggi okk- ar aðalverkefni ásamt afhending- aröryggi framleiddra afurða.“ Var gripið til þess ráðs að aðskilja hópa starfsmanna eins og frekast var unnt, m.a. með það fyrir augum að ef smit kæmi upp myndi nægja að setja einn hóp í einangrun og þannig halda starfsemi gangandi. „Það sem má ekki gerast er að við missum alla út og að framleiðslan lamist. Við þurfum að tryggja ör- yggi starfsfólks okkar en líka tryggja að neytendur verði ekki fyr- ir röskun á framboði sjávarafurða,“ segir Hallveig og bætir við að að- gerðir félagsins vegna faraldursins hafi gengið afskaplega vel.Humarinn klár. Hallveig skiptir tíma sínum milli Hafnar og Þorlákshafnar. „Náðum einhvern veginn alltaf að blotna“ Hallveig Karlsdóttir byrjaði ung að vinna í fiski og þegar hún var komin í háskóla ákvað hún að færa sig úr viðskiptafræði yfir í sjávarútvegsfræði. Árið hefur verið krefjandi enda kórónuveirufaraldurinn flækt störf gæðastjóra í sjávarútvegi til muna. Hallveig unir sér vel í starfi gæðastjóra. Fylgjast þarf náið með öllum ferlum. Morgunblaðið/Ómar Skip við bryggju á Höfn í Hornafirði með hrikalegt landslagið í baksýn. Hjá Skinney-Þinganesi var ráðist í ítarlegt áhættumat vegna kórónuveirufaraldursins enda mikið í húfi fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.