Morgunblaðið - 24.10.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 24.10.2020, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 Hvaða áhrif hefur faraldurinn haft á starf- semi stofnunarinnar og eftirlitshlutverk varðskipanna? „Við upphaf faraldursins voru ferðir varð- skipanna lengdar og þess gætt að ávallt væri hægt að hafa eitt varðskip til taks á sjó hverju sinni. Ferðirnar fóru úr því að vera þrjár vik- ur í fimm til að tryggja að Landhelgisgæslan gæti haldið úti öflugu viðbragði á hafinu um- hverfis Ísland. Núna eru áhafnir skipanna skimaðar fyrir brottför og með því móti geta ferðir varðskipanna verið hefðbundnar að lengd. Áhafnir varðskipa hafa þurft að sýna var- kárni þegar farið hefur verið um borð í skip til eftirlits og einnig hefur verið brugðið á það ráð að eftirlitið fari fram úr hæfilegri fjarlægð í góðri samvinnu við skipstjórnar- menn skipanna. Þannig er og hefur eftirliti út frá loftförum Landhelgisgæslunnar verið háttað þannig að sóttvarnir hafa lítil sem eng- in áhrif haft á eftirlitsstarfsemi flugdeildar. Hins vegar hefur fjareftirlit fengið aukið vægi og faraldur sem þessi sýnir þörfina á að efla þann möguleika Landhelgisgæslunnar enn frekar.“ Hafa sóttvarnaaðgerðir aukið álagið á starfsfólk stofnunarinnar? „Það er óhætt að segja að sóttvarnaaðgerð- irnar hafi aukið álagið á starfsfólk stofnunar- innar sem sýnt hefur mikla fórnfýsi við krefj- andi kringumstæður. Vaktafyrirkomulagi hefur víðast hvar verið breytt og áhafnir varðskipanna stóðu sig til dæmis einstaklega vel þegar ferðirnar voru lengdar úr þremur vikum í fimm og varðstjórar í stjórnstöð þurftu einnig að færa fórnir. Sama á við um þá viðkvæmu starfsemi sem fram fer í flug- deild Landhelgisgæslunnar. Þar hafa allir unnið að því markmiði að Landhelgisgæslan geti starfað með óbreyttu sniði og það hefur útheimt mikinn aga og skipulag þeirra sem þar starfa. Að auki hafa starfsmenn Land- helgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Kefla- víkurflugvelli unnið baki brotnu við að skipu- leggja fjölmennar komur erlends liðsafla og útbúið árangursríkt skipulag í kringum sótt- varnir þeirra. Það er því óhætt að segja að allir starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi staðið sig með miklum sóma við þær snúnu aðstæður sem uppi hafa verið.“ Hvaða afleiðingar myndi það hafa ef smit kæmi upp á varðskipi eða hjá þyrluáhöfn? „Starfsemi varðskipanna og flugdeildar- innar er viðkvæm eins og gefur að skilja. Til að mynda er úr takmörkuðum hópi að velja þegar kemur að þyrluflugmönnum, sigmönn- um og spilmönnum þannig að einstaklega mikilvægt er að vernda þessa hópa svo björg- unargeta Landhelgisgæslunnar haldist óbreytt.“ Hefur þú haft áhyggjur af því að slíkt gæti gerst? „Við megum alveg eiga von á því að smit komi upp í þyrlu- eða varðskipsáhöfn á næstu mánuðum miðað við það sem hefur gerst ann- ars staðar. Ég hræðist aftur á móti ekki af- leiðingarnar fyrir björgunargetu Landhelg- isgæslunnar ef horft er til þeirra áætlana sem við höfum unnið eftir. Það er afar mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“ Hefur haft áhrif á starf Gæslunnar, segir Georg Lárusson Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S óttvarnasvið kynnti lands- áætlunina og hélt æfingu í öllum heilbrigðisumdæmum á landinu í kjölfar útgáfu hennar en hún var mótuð með að- komu fjölda ríkisstofnana, segir Íris Marelsdóttir, verkefnisstjóri á sótt- varnasviði hjá landlæknisembætt- inu. Að mótun landsáætlunar komu meðal annars fulltrúar almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar, Landhelgis- gæslu Íslands, Hafnasambands Ís- lands og Samgöngustofu. „En svo gerist það í vetur að það kemur Covid og þá drifum við okkur í að gera leiðbeiningar fyrir hafnir og skip. Þær voru gerðar í vor og voru síðast uppfærðar í september. Þessi tvö skjöl (landsáætlunin og leiðbeiningarnar) eru grunnurinn. […] Alltaf þegar vaknar grunur um smit þá fylgjum við þessu,“ segir Íris og bætir við að það sé gott samstarf við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í málaflokknum. Þá séu haldnir viku- legir leiðbeininga- og upplýs- ingafundir, en þangað mæta einnig öryggisstjórar skipaflutningafyrir- tækja. Gæslan sér um samskiptin Komi til þess að það verði grunur um smit um borð í skipi „þá er það alltaf þannig að viðkomandi skip- stjóri lætur Ladhelgisgæsluna vita. Skipstjóra ber að tilkynna grun, hvort sem það er stórt eða lítið skip,“ útskýrir Íris og bætir við að það sé Landhelgisgæslunnar að gera landlæknisembættinu viðvart. Þetta segir einnig Georg Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, spurður um hlutverk stofn- unarinnar er koma upp tilvik þar sem er grunur um smit um borð. „Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar annast samskipti við áhafnir skipa í slíkum tilfellum og hefur milligöngu um samskipti við landlæknisemb- ættið og önnur heilbrigðisyfirvöld í landi auk annarra sem að málinu koma.“ Við bætist, ef skipið er að koma að utan að þá „ber að senda Landhelgisgæslunni sérstaka heil- brigðisyfirlýsingu sem undirrituð er af skipstjóra eða skipslækni og get- ur gefið upplýsingar um hugsanlegt Covid-19-smit um borð. Skipum er óheimilt að koma til hafnar nema umræddar upplýsingar berist.“ Stjórnstöð leiðir málið Þegar landlæknisembættinu hefur borist tilkynning um smit eða grun um smit er næstu skrefum lýst í leið- beiningum, að sögn Írisar. „Við upp- lýsum hlutaðeigandi umdæmislækni og biðjum um samþykki fyrir því að skipið megi koma til hafnar. Því ef það er vitlaust að gera í þessari höfn, segjum að það sé mikið smit í gangi eins og þegar kom skip á Grundar- tanga um daginn, þá er beðið um samþykki fyrir því að það komi til hafnar. Síðan er lið sent niður að skipshlið og skimað. Síðan þarf skip- ið að bíða þar til niðurstaða liggur fyrir og ef allir eru neikvæðir geta þeir farið. […] En ef þeir eru já- kvæðir fara allir í einangrun og eftir það tekur Covid-göngudeildin við. Nákvæmlega sama fyrirkomulag var sett í gang þegar Valdimar kom til Njarðvíkur, þegar 14 voru um borð og allir jákvæðir, þá koma þeir að landi og allir vita að þeir séu að koma að landi. Það er stjórnstöð Gæslunnar sem leiðir alltaf málið,“ útskýrir hún. Spurð hvort þetta fyrirkomulag hafi virkað vel, svarar Íris því ját- andi. „Þetta fyrirkomulag hefur virkað vel. Útgerðin hefur verið að ýta við okkur og fá þessa einkenna- lausu sýnatöku, en á móti hafa þeir lagt hart að sínum sjómönnum að haga sér eins og í sóttkví dagana áð- ur en þeir fara á sjó, sérstaklega ef þeir eru að fara langt og verða lengi í burtu.“ Er Georg er spurður hvernig Landhelgisgæslunni hafi tekist að takast á við verkefni af þessum toga, segir hann að „samstarf við áhafnir skipa, útgerðir, umboðsmenn og við- eigandi yfirvöld hefur verið til fyrir- myndar. Við hjá Landhelgisgæsl- unni skynjum að áhafnir báta og skipa gæti fyllstu varúðar um borð í slíkum tilfellum og það er okkar upplifun að ráðleggingum sé fylgt til hins ýtrasta. Vakni grunur um smit um borð er viðkomandi einangraður frá öðrum í áhöfninni.“ Málafjöldinn um 900 Þá hefur stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar komið að 19 tilvikum þar sem grunur hefur verið um kórónu- veirusmit og voru 11 skipanna ís- lensk, en heildarmálafjöldi sem tengist farsóttinni er orðinn tæplega 900, að sögn Georgs. „En megnið tengist sendingu og móttöku á heilsufarsyfirlýsingunni. Þá hefur Landhelgisgæslan veitt aðstoð við að koma sýnum og fólki á milli staða vegna farsóttarinnar.“ Skyldi sjómaður verða alvarlega veikur vegna kórónuveirusmits, gæti þurft að flytja viðkomandi í miklum flýti til viðeigandi aðhlynn- ingar. Spurður hvort þyrla á vegum Landhelgisgæslunnar gæti flutt slíkan einstakling, svarar Georg: „Já, unnið er eftir sérstökum leið- beiningum Embættis landlæknis um sjúkraflutninga. Almenna reglan hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæsl- unnar er að viðhafa ávallt grundvall- arvarúð gagnvart sýkingum við alla sjúklinga. Ef grunur leikur á að sjúklingur sé með Covid-19 þarf áhöfnin að klæðast sérstökum hlífð- arbúnaði. Þyrlulæknar í samvinnu við stýri- menn Landhelgisgæslunnar, sem eru menntaðir í sjúkraflutningum, unnu þar að auki sérstakt Covid-19 verklag fyrir bæði þyrlur og flugvél. Þar er gerður greinarmunur á því hvernig skal annast flutning á sjúk- lingi með eða án einangrunarhylkis. Verklagið tekur einnig á hlífðarbún- aði þyrluáhafnarinnar, en til dæmis ef verið er að flytja sjúkling án ein- angrunarhylkis, þá eru grímur, hlífðargleraugu, sloppur og hanskar til reiðu í þyrlunni og sérstakar leið- beiningar þess efnis hvernig skal klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Þyrl- urnar eru svo sótthreinsaðar sér- staklega eftir hvert flug.“ Fyrsta skref að tilkynna smit til Landhelgisgæslunnar Smitvarnir um borð í skipum byggjast á landsáætlun um sótt- varnir hafna og skipa, sem kom út 2017, og er einnig að finna á vef landlæknisembættisins sérstakar leiðbeiningar fyrir hafnir og skip. Fyrsta skref þegar grunur vaknar um smit um borð er að skip- stjóri láti Landhelgis- gæsluna vita. Þyrlur Gæslunnar eru færar um að flytja veika áhafnarmeðlimi, skyldu þeir vera sýktir af kór- ónuveirunni. Morgunblaðið/Eggert Íris Marelsdóttir, verkefnastjóri á sviði sóttvarna hjá Embætti landlæknis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjarnarson Sýnataka framkvæmd á hafnarbakkanum. Enginn fer frá borði á meðan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.