Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Guðni Einarsson
Jóhann Ólafsson
Staða kórónuveirufaraldursins á
Norðurlandi er að þyngjast og var
Sjúkrahúsið á Akureyri fært á
hættustig á laugardaginn var, að
sögn Ölmu D. Möller landlæknis á
upplýsingafundi almannvarna í gær.
„Það er ótrúlegt að heyra dæmi
frá starfsfólki í verslunum sem lýsir
hótunum frá viðskiptavinum þegar
þeim er leiðbeint í verslunum,“ sagði
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á
fundinum. Fólk hafði í hótunum og
nánast beitti ofbeldi þegar bent var
á grímuskyldu í verslunum.
„Þetta er svo mikið kjaftæði að ég
trúi ekki að við séum að takast á við
þetta núna,“ sagði Víðir. Hann sagði
að samfélagslega mikilvæg og
ómissandi starfsemi, t.d. í matvæla-
iðnaði eða einstaka stórfyrirtæki,
fengi undanþágur frá hertum sam-
komutakmörkunum. Á laugardaginn
var bárust um 300 beiðnir um und-
anþágur frá hertum reglum sem
tóku gildi á miðnætti á föstudag.
Víðir sagði æskilegt að ekki væri
sótt um undanþágu nema um lífs-
nauðsynlega ástæðu væri að ræða.
Um 70 bakverðir við störf
Í fyrri bylgju faraldursins var
nefnt hvort opna ætti farsóttar-
sjúkrahús. Kári Stefánsson, for-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
sagði nýlega að hugleiða þyrfti að
flytja aðhlynningu Covid-19-sjúk-
linga á aðra stofnun en Landspít-
alann. Ekki sé hægt að búa við það
lengi að fólk komist ekki í valkvæðar
aðgerðir.
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, kvaðst ekki vera viss um
að sérstakt farsóttarsjúkrahús
þyrfti til að leysa vandann.
„Það þarf að tryggja flæði fólks
sem lokið hefur meðferð á Landspít-
alanum og að geta sent það annað
þar sem það fær viðeigandi þjón-
ustu. Sérstakt Covid-sjúkrahús mun
ekki leysa það vandamál,“ sagði
Páll. „Það er og verður verkefni
þjóðfélagsins næstu áratugina að
tryggja þjónustu fyrir okkar elstu
borgara, þegar þeir geta ekki búið
lengur einir. Ekki bara að byggja
húsnæði heldur að finna peninga til
að reka þá þjónustu.“ Hann sagði að
þjóðin hefði elst og því fylgdi þetta
gríðarstóra verkefni eins og reynsla
þjóða sem við viljum bera okkur
saman við sýnir.
Páll segir að enn sé svigrúm á
Landspítala til að taka við Covid-19-
sjúklingum ef þörf er á. Staðan er
þó síbreytileg og fundar farsóttar-
nefnd spítalans fyrst klukkan 7.30 á
morgnana og svo reglulega allan
daginn og langt fram á kvöld. „Spít-
alinn getur brugðist við og tekið að
sér gríðarlega erfið verkefni, tíma-
bundið. En þá þurfa aðrir hlekkir í
keðjunni að taka að sér þá sjúklinga
sem lokið hafa meðferð og þurfa að
útskrifast. Það er áskorunin,“ sagði
Páll. Sjúkrahús í nágrannasveitar-
félögum höfuðborgarinnar og
Reykjalundur hefðu öll tekið við
sjúklingum af Landspítalanum í
miklum mæli auk fleiri staða.
Um 70 bakverðir eru komnir til
starfa á Landspítalanum, þótt
stöðugildin séu ekki jafn mörg. Páll
vonar að bakvörðum fjölgi og reynt
sé eftir megni að fá hæft starfsfólk.
Verkefni spítalans hvíli þó fyrst og
fremst á fastráðnu, þaulreyndu
starfsfólki spítalans sem leggi nótt
við dag. Reynsla bakvarðanna er
misjöfn og stundum nýtist hún best
á öðrum stofnunum, þannig að hægt
sé að útskrifa fólk annað af Land-
spítalanum.
Enginn á gjörgæslu á Akureyri
„Miðað við það sem var í fyrstu
bylgjunni segir tölfræðin að við get-
um átt von á að fá 10-12% af því sem
Landspítalinn sér hjá sér miðað við
svæðið sem við þjónum aðallega,“
sagði Bjarni Jónasson, forstjóri
Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Í
gær voru 68 sjúklingar inniliggjandi
á Landspítala vegna Covid-19. Sam-
kvæmt því mætti búast við 7-8 sjúk-
lingum á Akureyri. Á SAk lágu þrír
sjúklingar með Covid-19 í gær og
enginn þeirra á gjörgæslu.
Bjarni sagði að SAk gæti tekið við
8-15 sjúklingum með Covid-19, áður
en grípa þarf til verulegra ráðstaf-
ana. Hægt er að taka við allt að 34
sjúklingum ef allt fer á versta veg.
Við þær aðstæður mundi ríkja neyð-
arástand á sjúkrahúsinu.
Ekki hefur komið til tals að SAk
taki við sjúklingum af Landspítalan-
um til að létta þar á. „Það þarf mikið
að ganga á áður en til þess kemur,“
sagði Bjarni. SAk hætti með val-
kvæðar skurðaðgerðir í síðustu viku
og eins hefur verið dregið úr annarri
valkvæðri starfsemi.
Lítil legudeild á Eyrarbakka
Díana Óskarsdóttir, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
(HSU), sagði að þar væru ekki inni-
liggjandi sjúklingar með Covid-19.
Aðstaða og áætlun er til hjá HSU ef
þarf að setja upp slíka deild.
Díana segir að HSU hafi stigið
inn með stuðning hjá Sólvöllum,
heimili aldraðra á Eyrarbakka, þeg-
ar upp kom Covid-19-smit hjá 11
heimilismönnum. Hjúkrunarfræð-
ingur frá HSU hefur starfað þar síð-
an á miðvikudaginn var. Útbúin var
lítil legudeild fyrir heimilisfólk sem
smitaðist. Aðrir fóru í annað hús-
næði í sóttkví. Sýni eru tekin reglu-
lega hjá þeim.
Hjá HSU er hólfuð deild þar sem
tekið er við sjúklingum sem mögu-
lega geta verið smitaðir af Covid-19.
Þeim er haldið aðskildum frá öðrum
þar til niðurstaða sýnatöku er ljós.
Kórónuveirusmit á Íslandi
Staðfest smit frá 30. júní
4.931 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 1. nóvember:
198,0 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
Nýgengi, landamæri:
23,5 14 daga nýgengi
72 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af 3 á gjörgæslu
26 ný inn an lands smit greindust 1. nóvember
1.488
í skimunarsóttkví
100
80
60
40
20
0
2.023 einstaklingar eru í sóttkví
905 eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september október
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum16 einstaklingar eru látnir
Farsóttarsjúkrahús ekki lausn
Afgreiðslufólki hótað í verslunum Enn er svigrúm á Landspítalanum Þrír sjúklingar með kór-
ónuveiru lágu á SAk í gær HSU veitti Sólvöllum, heimili aldraðra, stuðning þegar þar kom upp smit
Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn nefndarfund á
morgun klukkan níu. Tilefnið er að Landspítali hafi verið
færður á neyðarstig í fyrsta sinn.
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar,
segir í samtali við Morgunblaðið að nefndin hafi átt í góðu
samstarfi við þríeyki almannavarna, Landspítalann og
ráðherra frá því fyrsta kórónuveirusmit kom upp hér á
landi. Það skipti máli að fá upplýsingar frá þessum að-
ilum til þess að stjórnvöld geti búið þannig um hnútana
að starfsemin fari fram með sem bestum hætti.
Fundurinn hefst klukkan níu og verða gestir Páll
Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Anna Sigrún Bald-
ursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, Már Kristjánsson,
yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og formaður farsótta-
nefndar Landspítala, Alma Möller landlæknir, Laura
Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og teymis-
stjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Elsa B. Friðfinns-
dóttir skrifstofustjóri og Ásta Valdimarsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Ræða ástand spítalans
Mikilvægt að nefndin hafi yfirsýn yfir stöðu spítalans svo
að tryggja megi starfsemi, segir formaður velferðarnefndar
Morgunblaðið/Ómar
Neyðarstig Landspítali var settur á neyðarstig 25.
október eftir hópsmit á Landakoti.
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Netverslun Nettó hefur haldist stöð-
ug frá því að þriðja bylgja heimsfar-
aldurs kórónuveiru hófst hér á landi.
Þá virðist sem breytt kauphegðun sé
komin til að vera. Þetta segir Gunnar
Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri
hjá Samkaupum. „Þetta er orðinn
verulegur hluti af markaðnum og
þróunin hefur verið mjög hröð. Net-
verslun er orðin það stór á stuttum
tíma að þetta er breyting í kaup-
hegðun til framtíðar,“ segir Gunnar.
Í kjölfar fyrstu bylgju faraldurs-
ins margfaldaðist netsala Nettó og á
tímabili annaði verslunin vart eftir-
spurn. Afkastagetan var af þeim sök-
um aukin.
Ná að anna mikilli eftirspurn
„Við lærðum alveg helling og
breyttum um aðferðafræði, fórum af
stað með vöruhús og bættum af-
kastagetu. Núna erum við að ná að
anna allri eftirspurninni innan dags-
ins. Hins vegar getur afgreiðslutím-
inn lengst aðeins ef eftirspurnin
eykst. Á Akureyrarsvæðinu er til
dæmis gríðarlegt álag,“ segir Gunn-
ar og bætir við að salan hafi minnkað
í sumar. Hins vegar hafi hún tekið
fljótt við sér í haust. „Í ágúst fjór-
faldaðist salan og hefur frá þeim
tíma verið jöfn. Á sama tíma hefur
salan í verslunum haldið sér. Það er
auðvitað enginn í útlöndum og marg-
ir veitingastaðir eru lokaðir. Það er
því meira keypt í búðunum þó fólk
fækki kannski ferðunum þangað.
Helsta breytingin er að fólk fer
sjaldnar og kaupir meira inn í einu,“
segir Gunnar.
Styrkja góð málefni
Nú á dögunum hrinti Nettó verk-
efninu, Notum netið til góðra verka,
úr vör. Felur verkefnið í sér 200 kr.
styrk til góðra málefna með hverri
keyptri sendingu úr netverslun
Nettó. Ef vel tekst til má ráðgera að
styrkurinn kunni að hlaupa á millj-
ónum króna. Fyrirtækið hefur óskað
eftir tillögum um góð málefni frá við-
skiptavinum. „Á laugardag komu
160 athugasemdir sem sýnir kannski
hvar netverslun er stödd. Verkefnið
verður í gangi út nóvember.“
Netsala hefur
haldist stöðug
Mikið álag fyrir norðan Telur
kauphegðun breytta til frambúðar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nettó Netverslun hefur blómstrað í faraldrinum og þar eru matarinnkaup
engin undantekning. Netverslun hefur margfaldast hjá Nettó á þessu ári.