Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ýmsar skoðanir eru uppi meðal Sel- fossbúa um þær fyrirætlanir Lands- bankans að selja húsið við Austur- veg þar í bæ, sem hýst hefur starfsemi bankans í bænum allt frá 1953. Byggingin var auglýst til sölu fyrir helgina og tvær fasteigna- sölur í bænum eru með eignina á skrá. „Viðbrögðin við auglýsingunni hafa verið afar sterk. Í því ljósi tel ég að þessi eign seljist fljót- lega,“ segir Þor- steinn Magn- ússon, lögg. fasteignasali hjá Árborgum á Selfossi. Hvelfing í kjallaranum Í umræðum á samfélagsmiðlum lýsa nokkrir vonbrigðum með fyrir- hugaða sölu hússins, en aðrir sjá tækifæri í stöðunni. Segja að þarna gæti til dæmis verið menningar- starfsemi eða veitingastaðir. Safn með listaverkum úr eigu safnsins er hugmynd sem Unnur Brá Konráðs- dóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur varpað fram. Aðrir telja að nær hefði verið að efla starf- semi Landbankans í húsinu á Sel- fossi og fjölga störfum þar í stað þess að byggja nýjar höfuðstöðvar í Reykjavík. Hús Landsbankans er kjallari, tvær hæðir og ris, að flatarmáli sam- tals 1.214 fermetrar að flatarmáli. Í kjallara er peningahvelfing ásamt vinnurýmum, miðhæðin hýsir aðal- starfsemi bankans og er innréttuð með opnu rými og skrifstofum, á annarri hæð eru skrifstofur og fund- arherbergi og í risi eru mötuneyti og samkomusalur. Í dag leigir Sveitar- félagið Árborg 2. hæð bygging- arinnar fyrir skrifstofur en hitt nýt- ist bankanum. Áður fyrr voru tvær íbúðir í húsinu, fyrir húsvörð í kjall- ara og útibússtjóra á 2. hæð, en því rými hefur fyrir löngu verið breytt. Eðlileg eftirsjá „Það er ósköp eðlilegt að margir muni sjá eftir útibúinu úr húsinu, bæði starfsfólk og viðskiptavinir, en húsið er orðið alltof stórt fyrir starf- semi okkar í dag. Áður þurfti mikið pláss til dæmis fyrir peninga- og skjalageymslur, nokkuð sem nú er meira eða minna allt orðið rafrænt,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans. „Ef eignin selst fyrir ásættanlegt verð stendur vilji bankans til þess að leigja hús- næðið í kannski tvö til fimm ár af nýjum eigendum, semjist um slíkt. Við erum því ekki á förum úr húsinu alveg strax.“ Úti á landi er starfsemi Lands- bankans í tveimur húsum sem eru sviplík byggingunni á Selfossi. Stór- hýsið við Ráðhústorg á Akureyri sem var reist á árunum 1949-1954 og Landsbankahúsið á Ísafirði sem var reist á árunum 1956-1958. „Húsnæð- ismál bankans eru í stöðugri endur- skoðun og á hverjum tíma er leitast við að finna þar hagkvæmar lausnir og byggingar sem henta starfsem- inni sem er alltaf að breytast,“ sagði Rúnar Pálmason. Nú stæði til dæm- is til að koma afgreiðslu bankans á Djúpavogi í ný húsakynni og fleira væri í skoðun. Selfoss Bygging bankans við Austurveg var tekin í notkun 1953. Frum- teikningar voru eftir Guðjón Samúelsson, hinn kunna húsameistara. Húsnæðismál bankans í stöðugri endurskoðun  Landsbankahúsið á Selfossi til sölu  Er alltof stórt  Verði veitingahús eða listasafn  Þrjú í sama stílnum Akureyri Stórhýsi í miðbæ. Forðum voru bæjarskrifstofurnar þarna og því er talað um að húsið sé við Ráðhústorg, rétt eins og í Kaupmannahöfn. Rúnar Pálmason Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Landsbankahúsið við Pólgötu er svipsterkt og í nákvæmlega sama stíl og byggingin á Selfossi, en hlutföllin eru þó aðeins minni. Ruglingur kann að skapast ákveði yfirvöld að notast við sama heiti á sektargreiðslum fyrir að greiða ekki fargjöld í almenningssamgöngur og gert er þegar sektað er fyrir að færa ekki ökutæki til skoðunar á réttum tíma. Þetta er mat sýslumannsins á Vestfjörðum. Svokallað vanrækslugjald hefur verið innheimt um árabil sem viður- lög við brotum á reglugerð um skoð- un ökutækja. Nú eru í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um far- þegaflutninga og farmflutninga á landi en þar er lagt upp með að breyta fyrirkomulagi á greiðslu á fargjöldum í almenningssamgöngur. Hugmyndin er að auka skilvirkni með því að vagnstjóri þurfi ekki að sinna eftirliti með greiðslu fargjalda en þess í stað framkvæmi eftirlits- menn slembiúrtök meðal farþega. Hægt verði að leggja gjald á farþega sem ekki hafa greitt fargjald. Gjaldið er í drögunum nefnt „vanrækslu- gjald“. Í umsögn Jónasar Guðmundsson- ar, sýslumanns á Vestfjörðum, en embætti hans sér um álagningu og innheimtu vanrækslugjalds, um lög- in er lagt til að annað heiti verði fundið á refsingar fyrir þá sem borga ekki í strætó. „Er væntanlega oftast um ásetn- ingsbrot eða viljaverk að ræða þegar fargjald er ekki greitt en ekki van- rækslu eða gáleysi eins og telja má að liggi svolítið í orðinu. Flestum á eða má vera kunnugt að þeim ber að greiða fyrir far með almennings- vögnum og sjaldnast hægt að tala um vanrækslu þegar það er látið ógert,“ skrifar sýslumaður. Leggur hann til að umrætt úrræði verði nefnt „fargjaldasekt“. Það orð sé tiltölulega þjált og komist nokkuð nærri háttseminni sem um ræðir. Einnig komi til greina orðið „far- þegasekt“ en það teljist vart henta eins vel. Þá bendir sýslumaður á, í ljósi reynslu embættisins af álagningu og innheimtu vanrækslugjalds, að ef til vill kunni að vera heppilegra að leggja á hærra gjald en nefnt er en gefa kost á afslætti ef gjaldið sé greitt innan tilskilins tíma. Það sé já- kvæður hvati til að sektin sé greidd sem fyrst. hdm@mbl.is Innheimt verði fargjaldasekt  Sýslumaður leggur til breytingar á áformum um sektargreiðslur í strætó Lykillinn að háum aldri virðist vera að hreyfa sig lítið og halda sig í kulda og myrkri að minnsta kosti fyrir hákarl, segir meðal annars á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar þar sem fjallað er um rannsóknir á heila 245 ára gamals hákarls. Sam- kvæmt niðurstöðum nýbirtrar vís- indagreinar fundust nánast engin þekkt merki öldrunar eins og hún lýsir sér í heila manna með prótein- útfellingum og æðakölkun í heila há- karlsins. Jafnframt sáust engin merki um taugahrörnun. Klara Jakobsdóttir, sérfræðingur á botnsjávarsviði Hafrannsókna- stofnunar, er einn af höfundum greinarinnar, en umræddur hákarl veiddist í haustralli Hafrannsókna- stofnunar 2017 djúpt vestur af land- inu. Rannsóknir hafa bent til að há- karl geti náð óvenjulega háum aldri eða hæstum aldri allra hryggdýra, jafnvel allt að 4-500 árum. Því var markmið rannsóknarinnar að at- huga hvort greina mætti svipuð áhrif öldrunar í heila hákarla eins og þekkt eru í heilum manna og rotta. Höfundar greinarinnar leiða lík- um að því að umhverfi og atferli séu ástæður þess hversu lengi hákarl lif- ir án sýnilegra áhrifa öldrunar á heila. Hákarl er talinn hægsyndur og heldur að mestu til í stöðugu en köldu umhverfi á tiltölulega miklu dýpi í sjó sem er um 4°C heitur. Þetta veldur því að líklega eru efna- skipti hæg og vísbendingar eru um að blóðþrýstingur hákarls sé mun lægri en hjá öðrum hákarlategund- um, segir á heimasíðu Hafrann- sóknastofnunar. aij@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hákarl Lítil hreyfing, kuldi og myrkur lykill að háum aldri. Engin merki öldrunar í heila 245 ára hákarls  Umhverfi og atferli skýra háan aldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.