Morgunblaðið - 03.11.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík
Ýmsar stærðir kælikerfa
í allar stærðir sendi- og
flutningabíla, fyrir kældar
og frystar vörur. Vottuð
kerfi fyrir lyfjaflutninga.
Við ráðleggjum þér með
stærð og gerð búnaðarins
eftir því sem hentar
aðstæðum hverju sinni.
ÖFLUG KÆLIKERFI FRÁ THERMO KING
FÆRANLEG KÆLITÆKI
Í SENDIBÍLA
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fyrstu skrefin í snjallvæðingu
Hafnarfjarðabæjar hafa nú verið
tekin með uppsetningu veður-
stöðvar loftgæðamæla og skynjara
í rusladöllum á miðbæjarsvæðinu.
Lýsir hf. í Hafnarfirði og starfs-
fólk þar hafa útbúið þessa tækni.
„Almenningur kallar eftir upplýs-
ingum sem aftur má nýta til þess
að skila samfélaginu margvíslegu
hagræði,“ segir Hrafn Guðbrands-
son, framkvæmdastjóri Lýsis, í
samtali. Búnaðurinn var kynntur í
sl. viku en í Hafnarfirði er vilji til
þess að innleiða þessa tæknilausn
víðar í starfsemi bæjarins.
Veðurstöð á bókasafnshúsi
„Við bindum miklar vonir við
snjalltækni og að hún auki skil-
virkni, hagræðingu og geti bætt
þjónustu við íbúa,“ segir Rósa
Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í
Hafnarfirði. Af hálfu bæjaryf-
irvalda er horft til þess sem kallað
er „snjallborg“ með skilvirkari
þjónustu að leiðarljósi. Er núna
meðal annars í skoðun að í Hafn-
arfirði verði settir upp heitir reitir
á fjölförnum stöðum í bænum; það
er svæði þar sem er aðgangur að
þráðlausu neti og upplýs-
ingaveitum á netinu. Þar hafa
Thorsplan við Standgötu og tjald-
svæðið á Víðistaðatúni verið
nefnd.
Veðurstöðin í Hafnarfirði er á
þaki bókasafnshússins á horni
Reykjavíkurvegar og Strandgötu.
Hún er tengd svonefndu LoRa-
WAN-kerfi, sem Lýsir á og rekur,
og á vef Hafnarfjarðarbæjar er
hægt að nálgast upplýsingar um
til dæmis úrkomu, vindátt og
-hraða, svikryksmengun, upp-
gufun, sólargeislun og loftþrýsting
auk veðurspár.
Skynjarar sem starfsfólk Lýsir
hefur forritað og virkjað hafa nú
verið settir í rusladalla í Strand-
götu í Hafnarfirði og verður komið
fyrir víðar á næstunni. Búnaður
þessi greinir hve mikið er í stömp-
um þessum og sendir upplýsingar
þar um til þeirra sem stýra sorp-
hirðu. Hreinsunarfólk er þá aðeins
sent út á örkina ef tunnurnar eru
orðnar fullar. Fyrrnefndir skynj-
arar ganga fyrir sparneytnum raf-
hlöðum sem nýtast í allt að fimm
til tíu ár.
Vakti bílastæði og
stýri götuljósum
„Snjalltækni getur nýst á flest-
um sviðum samfélagsins. Mögu-
leikarnir eru endalausir og við er-
um alltaf með spennandi verkefni í
þróun,“ segir Hrafn Guðbrands-
son. „Vöktun á bílastæðum er
meðal verkefna sem við erum með
í vinnslu, betri nýting þeirra er
áherslumál víða. Þá erum við að
útbúa lausn við stjórn götuljósa,
sem er með rauntímaeftirliti þann-
ig að lýsingin verður skilvirkari,
og öruggari en nú.“
Setja skynjara í snjalla dalla
Lýsir með lausn í snjöllum Hafnarfirði Veðurstöð og heitir reitir Hag-
ræði sem bætir þjónustu bæjarins Endalausir möguleikar og spennandi þróun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snjallbær Snjalltækni getur nýst á flestum sviðum samfélagsins, segir
Hrafn Guðbrandsson, hér við rusladallana sem eru við Strandgötuna.
Jón Gunnarsson hjá Ice-Group í
Reykjanesbæ hefur styrkt starf
Fjölskylduhjálpar Íslands (FÍ) í
bænum með rausnarlegum hætti
undanfarin fjögur ár. Hann hefur
fært hjálparstarfinu 100 mat-
argjafir fyrir einstaklinga.
Ice-Group hefur nú ákveðið að
gefa matvörur að upphæð 500.000
kr. á mánuði í október, nóvember
og desember, samtals 1.500.000 kr.
Þetta er gert í samvinnu við Krón-
una sem gefur sérstakan afslátt.
Anna Valdís Jónsdóttir, varafor-
maður FÍ, sagði að Sigurður Magn-
ússon, fisksali í Reykjanesbæ, færði
Fjölskylduhjálpinni í Reykjanesbæ
fiskmeti í hverri viku til úthlutunar.
Auk þess gaf hann 40 gjafabréf til
kaupa á fiskmeti sem skjólstæð-
ingar nýttu sér. Fjölskylduhjálpin á
Suðurnesjum höfðar nú til annarra
fyrirtækja á svæðinu að láta einnig
gott af sér leiða. gudni@mbl.is
Rausnar-
legar gjafir
Fjölskylduhjálpin í
Reykjanesbæ styrkt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjálparstarf Fjölskylduhjálp Ís-
lands úthlutar mat til þurfandi íbúa.