Morgunblaðið - 03.11.2020, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
Hreyfing Það er kjörið í notalegu haustveðri að leggja í göngu og upplifa fallegu haustlitina sem er að finna í íslenskri náttúru. Þá er ekki verra að hafa góðan félagsskap.
Eggert
Mjög miklar breyt-
ingar hafa orðið á
samfélaginu á árinu
2020 enda hefur kór-
ónuveirufaraldurinn
sett mark sitt á dag-
legt líf allra lands-
manna. Áhrifanna
gætir alls staðar í
samfélaginu en sótt-
varnaaðgerðir hafa
leitt til takmarkana á
skólastarfi, ferðafrelsi
og félagsstarfi svo fátt eitt sé nefnt.
Þá hefur ástandið leitt til fé-
lagslegrar einangrunar ýmissa
hópa í viðkvæmri stöðu líkt og eldri
borgara. Þessi staða verður sífellt
þyngri þar sem faraldurinn hefur
dregist á langinn, ekki síst meðal
viðkvæmra hópa. Með það í huga er
mikilvægt að gerð verði úttekt á því
hver raunveruleg
staða er í Reykjavík.
Sjálfstæðisflokk-
urinn leggur til út-
tekt á stöðu geð-
heilbrigðismála
Í borgarstjórn í dag
mun ég fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík flytja til-
lögu um að gerð verði
úttekt á stöðu geðheil-
brigðismála hjá
Reykjavíkurborg
vegna kórónuveir-
unnar. Í kjölfarið verði unnin að-
gerðaáætlun sem fylgt verði eftir.
Fulltrúum velferðarsviðs, skóla- og
frístundasviðs og íþrótta- og tóm-
stundasviðs verði falin gerð úttekt-
ar annars vegar og aðgerðaáætl-
unar hins vegar enda eru það þau
svið Reykjavíkurborgar sem málið
snertir helst. Vinnan verði jafn-
framt unnin í samstarfi við fagaðila
á sviði geðheilbrigðismála ásamt
fulltrúum frá samtökum sem sinna
geðheilbrigðismálum. Lagt er til að
vinnu við greiningu og aðgerða-
áætlun ljúki eigi síðar en í árslok
2020 og niðurstöðunni verði skilað
til borgarráðs. Aðgerðaáætlun
komi til framkvæmda í ársbyrjun
2021.
Mikilvægt að bregðast við
Það ástand sem hefur skapast í
samfélaginu vegna kórónuveir-
unnar bitnar illa á viðkvæmum hóp-
um og því miður benda bráða-
birgðatölur frá Ríkislögreglustjóra
vegna sjálfsvíga til þess að staða
geðheilbrigðismála sé þung. Alls
var farið í 30 útköll vegna sjálfsvíga
á fyrstu átta mánuðum ársins en út-
köll á sama tíma árið 2019 voru 18
talsins. Að óbreyttu stefnir í aukið
atvinnuleysi og mun þrengri stöðu
en núna er í samfélaginu og því
brýn nauðsyn að bregðast við.
Félagsleg einangrun
meðal ungmenna
Í ofanálag við kórónuveiruna er
ástandið meðal barna og ungmenna
ekki eins og best verður á kosið í
geðheilbrigðismálum. Það er því
hætt við að þeirra staða sé að
versna þar sem félagsleg einangrun
er töluverð meðal ungmenna sem
ekki hafa mátt mæta í skóla og lítið
hefur verið um virkt félagslíf. Ung-
mennaráð borgarinnar höfðu þegar
árið 2017 óskað eftir því að geð-
fræðsla fyrir nemendur á mið- og
unglingastigi yrði efld. Tillaga þess
var samþykkt en hefur ekki komið
til framkvæmdar. Það er mikilvægt
að efla fræðslu um geðheilbrigði og
ætti það að vera eitt af forgangs-
atriðum sem farið væri í núna.
Verum leiðandi
Mikilvægt er að við beinum at-
hygli okkar að forvörnum og heilsu-
eflingu í ríkara mæli, samhliða því
að bæta kerfið sem tekst á við af-
leiðingar geðraskana. Reykjavík-
urborg verður að hafa skýra
stefnumótun og vera leiðandi í því
að allir íbúar sveitarfélagsins setji
geðheilsuna í forgang. Þrengri fé-
lagsleg staða vegna kórónuveir-
unnar gerir það enn brýnna en ella.
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur »Ungmennaráð borg-
arinnar höfðu þegar
árið 2017 óskað eftir því
að geðfræðsla fyrir
nemendur á mið- og
unglingastigi yrði efld.
Valgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
valgerdur.sigurdardottir@reykja-
vik.is
Hugum að geðheilbrigði í heimsfaraldri
Lög um fæðingar-
orlof heyra undir
barna- og félagsmála-
ráðherra (bfr) sem er
svolítið sérstakt vegna
þess að þá mætti ætla
að lögin væru til að
gæta að félagslegum
réttindum og hags-
munum barna og frek-
ar þyrfti að gæta að
þeim börnum sem ættu
verr stadda foreldra. Félagslegt ör-
yggi er þegar ríkið verndar ein-
staklinga fyrir alls kyns efnahags-
legum og félagslegum vandamálum,
líkt og vandamálum sem tengjast
m.a. veikindum, meðgöngu og fæð-
ingu. Talið er að ríkinu beri skylda
til að tryggja að einstaklingar sem á
þurfa að halda fái bætur. Samkvæmt
íslensku stjórnarskránni er ríkinu
bannað að mismuna fólki með lög-
um, þó hefur verið talið að ríkinu sé
heimilt að aðstoða þá sem minna
mega sín umfram þá sem betra hafa
það, en það virðist hafa breyst.
Lög um fæðingarorlof slógu alveg
nýjan streng þegar kom að styrk-
veitingum ríkisins. Lögin kveða á
um að ríkið skuli styðja þá sem
hærri laun hafa um-
fram hina. Þetta eru
eiginlega kapítalísk
lög. Hjálpa skal hinum
„duglegu“ en hinir geta
étið það sem úti frýs.
Einkennilegt að lögin
heyri undir bfr nema
það sé komin fram ný
stefna um félagsmál og
fullreynt með „aum-
ingjana“ og rétt að rík-
ið einbeiti sér að því að
styrkja þá sem betra
hafa það og hafa sýnt
hversu „duglegir“ þeir eru. Ekki að
það þurfi að vera slæmt. Er þá ekki
um að ræða ráðherra kapítalískra
leiða sem og félagslegra. Með lög-
unum er ljóst að ríkið telur að börn
sem eiga foreldra sem minna mega
sín skuli fá að finna fyrir því hvernig
það er og þess vegna sé ekki rétt að
veita þeim sama styrk og foreldrum
hinna „duglegu“. Um þessi lög er
mikil sátt í þjóðfélaginu, sem sjá má
á því að verkalýðshreyfingin styður
þau sem og að sjálfsögðu bfr og Al-
þingi, og Hæstiréttur telur þau í
samræmi við stjórnarskrána.
Í lögunum eru mörg ákvæði til að
koma í veg fyrir að „aumingjarnir“
fái umfram það sem þeim ber. Svo
kom kórónuveiran og bætti um bet-
ur. Veiran kom eins og himnasend-
ing til stjórnvalda vegna þess að þeir
sem hefðu átt rétt misstu hann.
Stjórnvöld bönnuðu fólki að mæta í
vinnuna. Samkvæmt lögum er hægt
að dæma fólk í þriggja ára fangelsi
ef það mætir í vinnuna. Almennt er
fólk þannig innstillt að það telur rétt
að fylgja reglum stjórnvalda þótt
þær séu ekki endilega alltaf gáfuleg-
ar, en það er kannski vegna þess að
oft gefast ráð því verr sem fleiri
koma saman.
Dóttir mín vinnur á hárgreiðslu-
stofu og yfirvöld skipuðu að þeim
yrði lokað m.a. í apríl. Vegna þess að
dóttir mín var í skóla á þessum tíma
vann hún einungis 25%-40% vinnu.
Stjórnvöld ákváðu þá að koma fram
með eitthvað sem nefnt hefur verið
hlutabótaleiðin. Til að hún ætti rétt á
leiðinni greiddi atvinnurekandi
hennar henni mótframlag í apríl
vegna þess að atvinnurekandinn hélt
þá að hún ætti rétt á hlutabótaleið-
inni. Starfshlutfall hennar lækkaði
um 100% vegna þess að yfirvöld
bönnuðu henni að vinna. Samkvæmt
reglum um hlutabótaleiðina þurfti
starfshlutfall að lækka um a.m.k.
20%, sem það hafði gert í hennar til-
felli. Hún þurfti hins vegar, til að
eiga einhver réttindi, að vinna 50%
vinnu, en það var bannað. Svo
stjórnvöld sögðu henni að hún ætti
ekkert inni hjá þeim, hvorki atvinnu-
leysisbætur né bætur í samræmi við
hlutabótaleiðina. Eru þeir sem falla
svona milli skips og bryggju kannski
„aumingjarnir“ sem þarf að gæta að
því að fái ekki of mikið? Falla þeir
kannski ekki milli skips og bryggju?
Dóttir mín er barnshafandi og
varð veik og þurfti þess vegna að
fara í veikindafrí tveimur mánuðum
fyrir ætlaðan fæðingardag. Enn og
aftur leitaði hún á náðir stjórnvalda.
Lög um fæðingarorlof kveða á um að
sé þungaðri konu nauðsynlegt af
heilsufarsástæðum að leggja niður
launuð störf eða hætta þátttöku á
vinnumarkaði meira en mánuði fyrir
áætlaðan fæðingardag barns skuli
hún eiga rétt á greiðslum í fæðing-
arorlofi þann tíma en þó aldrei leng-
ur en tvo mánuði. Skýrara gat þetta
nú ekki verið svo dóttir mín sótti um
réttindi í samræmi við framangreint
og skilaði öllu sem henni bar að skila
og beðið var um eins og t.d. lækn-
isvottorði.
Svarið kom svo frá Vinnu-
málastofnun og það kom örlítið á
óvart og var á þá leið að þar sem hún
hefði ekki verið í vinnu í apríl ætti
hún engan rétt! Stjórnvöld bönnuðu
henni að mæta til vinnu í apríl og
hún hlýddi því, enda þriggja ára
fangelsi yfirvofandi ef hún mætti.
Stjórnvöld neituðu henni um réttindi
sem hún hefði átt fullan rétt á ef
stjórnvöld hefðu ekki bannað henni
að mæta til vinnu í apríl.
Þetta er jafn gáfulegt og ef at-
vinnurekandi hringdi í starfsmann
sem væri með ráðningarsamning við
hann og segði að hann þyrfti ekkert
að mæta í vinnu næstu viku vegna
þess að atvinnurekandinn ætlaði að
nota tímann til að þrífa og mála en
svo ætti starfsmaðurinn að mæta til
vinnu eftir það. – Þegar launin voru
svo greidd fékk starfsmaðurinn ekki
laun vegna þessarar viku. Þegar
hann spurðist fyrir um hverju það
sætti sagði atvinnurekandinn að það
væri vegna þess að hann hefði ekki
mætt til vinnu.
Bfr var látinn vita af þessu og
honum virðist hafa þótt þetta eðli-
legt.
Eftir Berg
Hauksson » Þeir sem hefðu átt
réttindi missa þau
vegna þess að stjórn-
völd bönnuðu þeim að
mæta til vinnu.
Bergur Hauksson
Höfundur er lögmaður og afi.
„Kapítalista“-, barna- og félagsmálaráðherra?