Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 20

Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 ✝ Ólafur Guð-mundsson fæddist í Vest- mannaeyjum 11. maí 1934. Hann andaðist á Landa- koti 24. október 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jóns- son skósmiður á Selfossi, f. 23.4. 1899, d. 16.1. 1989, og Jóhanna Ólafsdóttir hús- móðir, f. 26.7. 1895, d. 27.7. 1984. Bræður Ólafs voru Marinó, f. 1927, d. 2006, og Björgvin, f. 1929, d. 2005. Uppeldisbróðir og bróðursonur Ólafs er Jó- hann Marinósson, f. 1947. Hinn 7. ágúst 1964 giftist Ólafur Ágústu Hafberg banka- starfsmanni, f. 14. apríl 1947, d. 8. janúar 2017, bjuggu þau Hjaltason, f. 2005. Sonur Ernu Margrétar er Viktor Rúnar Nielsen, f. 2010. Synir Guð- laugar Sunnu eru Franz Ágúst, f. 2017, og Valur Kári, f. 2020. Ólafur málarameistari ólst upp í Vestmannaeyjum til 11 ára aldurs en þá flutti hann á Selfoss. Hann lærði málaraiðn á Selfossi og vann við fagið til 75 ára aldurs. Ólafur stundaði stundaði myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskólanum einn vetur og sérhæft myndlist- arnám í Kaupmannahöfn tengt oðrun og marmaramálun. Hann hélt þeirri menntun reglulega við og málaði meðal annars stigaganga og lagaði gamalt handverk með þessari tækni. Ólafur var virkur í félagsmál- um og starfaði um árabil í Mál- arafélagi Reykjavíkur og Al- þýðuflokki Kópavogs. Útför Ólafs fer fram í Garða- kirkju í dag, 3. nóvember 2020, klukkan 15. Streymt verður frá útförinni: https://youtu.be/NCvpkp8GGtM Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat nánast alla sína bú- skapartíð á Þing- hólsbraut í Kópa- vogi. Börn þeirra eru: 1) Vilberg Friðrik, f. 4.4. 1967, í sambúð með Gitte Haman, f. 17.4. 1968. 2) Jó- hanna Guðrún, f. 17.4. 1968, gift Hjalta Guðbirni Karlssyni, f. 17.3. 1962. Barnabörn Ólafs og Ágústu eru átta og þrjú lang- afabörn. Börn Vilbergs eru Erna Mar- grét, f. 1990, Ágústa Jóhanna, f. 1999, Elisabeth Lykke, f. 2003, og Ísak Óli Kjeld, f. 2010. Börn Jóhönnu eru Guðlaug Sunna Karvelsdóttir Gränz, f. 1990, Guðrún Heiða Hjaltadótt- ir, f. 2001, Ólöf Aníta Hjalta- dóttir, f. 2003, og Hjalti Freyr Það er skrítið að vera að kveðja pabba sinn og vera fremur full af þakklæti en yf- irkomin af sorg. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera ná- in pabba. Fengið að læra af honum ýmsa iðn og listfengi. Þakklát fyrir að hafa ljúf- mennsku hans og æðruleysi til eftirbreytni. Og þakklát fyrir að hann þurfti ekki að þjást í veikindum heldur sofnaði hann hljóðlega og sáttur undir góðri þjónustu og fagmennsku heil- brigðisstarfsmanna á Landa- koti. Hann fékk því notið út- sýnisins á Þinghólsbrautinni eins og hann vildi alveg þangað til undir það síðasta. Síðasta daginn sem hann lifði hringdi hann í mig, sagði: „Ég bið að heilsa öllum, og þú veist Jó- hanna að ég elska ykkur öll.“ Það eru orð að sönnu, pabbi elskaði fjölskylduna sína, gerði allt fyrir börn og barnabörn sem í hans valdi stóð, ljúfur og elskulegur. Nú er hann farinn til Gústu sinnar sæll og sáttur lífdaga. Far í friði elsku pabbi. Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir. Í dag kveðjum við góðan vin, Ólaf Guðmundsson málara- meistara. Hann var mér sem bróðir alla tíð. Við ólumst upp á sama heimili, ég var 13 árum yngri en hann. Samskipti okkar voru alla ævi ljúf og góð. Óli var menntaður málari og sér- menntaður frá Kaupmannahöfn í skiltamálun og ýmsu fleiru tengdu faginu. Hann starfaði við fagið mestan hluta ævi sinn- ar. Hann var vandvirkur og ná- kvæmur í öllu sem hann gerði og vann oft fyrir sömu fjöl- skyldurnar áratugum saman. Þegar ég eltist dró úr ald- ursmuninum á milli okkar ein- hvern veginn. Óli varð stóri- bróðir og ég litlibróðir. Óli var góður félagi og vinur og pass- aði vel upp á mig sem ungling og reyndar alla tíð. Sem ungur maður fór hann með vini sínum til Tönsberg í Noregi og vann þar í verk- smiðju í marga mánuði. Þetta var honum mikil upplifun og hann var orðinn sigldur. Lærði líka norsku. Það var ekki al- gengt að fólk færi mikið til út- landa á þeim árum. Og auðvitað fékk „litlibróðir“ flotta jólagjöf þetta ár – svarta drossíu, raf- hlöðudrifna. Lítið úrval var af leikföngum fyrir börn á þessum árum og enginn átti flottari bíl en ég. Síðan liðu árin og við eign- uðumst báðir fjölskyldur. Elstu börnin okkar voru á svipuðum aldri. Við Óli keyptum okkur saman sumarbústað á Stokks- eyri þar sem við nutum þess að eyða parti úr sumrinu. Rækt- uðum grænmeti í sandgarðin- um okkar og krakkarnir undu vel við sitt. Í minningunni skein sólin alla daga þarna á suður- ströndinni og við vorum öll að dunda eitthvað. Krakkarnir veiddu við bryggjuna og komu heim með alls konar veiði, mest marhnúta. Við áttum forfeður frá þess- um stað og það tengdi okkur betur við hann. Eftir 10 ár seldum við svo kotið til ætt- ingja okkar. Seinna ferðuðumst við saman með konum okkar til nokkurra landa. t.d. Kúbu-Níkaragva og líka Evrópu. Það lá vel fyrir honum að læra tungumál, talaði ensku, dönsku og spænsku. Var grúskari og lærði þetta bæði einn og líka á námskeiðum. Ferðirnar okkar voru mjög skemmtilegar samverustundir. Óli var mjög góður og hjálp- legur foreldrum sínum og að- stoðaði þau við ýmislegt þegar þau voru orðin öldruð. Hann elskaði barnabörnin sín mikið og talaði oft um þau og hrósaði. Hann og Ágústa kona hans voru mjög barngóð bæði og krakkar hændust að þeim. Hann var líka mjög hjálpleg- ur við okkur í fjölskyldunni og fljótur að bjóða aðstoð enda handlaginn. En lífið líður hratt og áður en maður veit af er komið að kveðjustund. Ég og kona mín og börn viljum þakka „stóra- bróður“ mínum fyrir alla vin- áttu og hlýju sem við fengum að njóta frá honum alla ævi. Farðu í friði kæri vinur. Jóhann Marinósson. Ólafur Guðmundsson ✝ IngveldurHilmarsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí 1937. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykja- vík 24. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Ásta Kjart- ansdóttir, f. 13. ágúst 1915, d. 8. mars 1986, og Hilmar J. Norðfjörð, f. 2. sept- ember 1906, d. 24. mars 1988. Þau skildu. Ásta giftist Erlendi Þorsteinssyni, f. 12. júní 1906, d. 10. júní 1981. Ingveldur giftist Jóni Ingvarssyni, f. 10. febrúar 1937, d. 6. júní 2016. Börn þeirra eru: 1) Erlendur, f. 27. febrúar 1957, kvæntur Kristínu Einarsdóttur, f. 22. janúar 1958. Börn þeirra voru fjögur, eitt er látið. 2) Kjartan, f. 28. nóv- ember 1959, d. 30. nóvember 2006. Giftur Írenu Er- lings, f. 7. apríl 1961. Börn þeirra eru tvö og barnabörn þrjú. 3) Ásta f. 18. október 1963, d. 14. ágúst 2006, gift Guðsteini Eyjólfssyni, f. 20. desember 1958. Þau skildu. Börn þeirra voru tvö og eitt barnabarn. Nú þegar komið er að því að kveðja þig elsku frænka er margs að minnast en ekki er hægt að telja allt upp hér. Inga var kornung þegar for- eldrar hennar skildu og móðir hennar giftist Erlendi Þor- steinssyni sem reyndist henni besti fósturfaðir. Inga var mik- ið í Þrúðvangi á Laufásvegi 7 hjá afa Kjartani og ömmu Mar- gréti. Hún gekk í Miðbæjar- barnaskólann sem var beint á móti. Ásta og Erlendur fluttu í Eskihlíð 21 og þar ólst Inga upp. Við Inga urðum strax miklar vinkonur og leit ég alltaf upp til hennar þar sem hún var tveim- ur árum eldri en ég. Ásta og Erlendur voru mikið á ferðalagi þar sem hann var varaþing- maður Alþýðuflokksins og í síldarútvegsnefnd á Siglufirði svo hún fékk oft að gista á Ás- vallagötunni heima hjá mér þannig að samband okkar varð nánara og leyndarmálin flugu á milli. Síðan fór Inga frænka til Elínar og Hannesar frænda í New York sem vann þá hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún fór í skóla þar og var einn vetur og tók sérnám í spænsku, sem kom sér vel seinna þegar hún og Jón maðurinn hennar keyptu hús á Spáni sem þau áttu í tíu ár og voru þar á hverjum vetri og heimsóttu börnin þau mikið þangað. Hún leysti mig af hjá Sjóvá eftir sjö ára vinnu þar sem ég gekk með fimmta barnið og í þá daga þurfti að fara heim til fólks og innheimta á staðnum. Seinna komu gíróseðlarnir og Inga var hækkuð upp á skrifstofu og var þar í nær þrjátíu ár. Inga og Jón ferðuðust mikið um landið og voru það ógleymanlegar ferðir sem við fórum með þeim, eins og í Landmannalaugar, Eldgjá og innar í landið, staðir sem ég hafði aldrei komið á, þetta var stórkostleg upplifun. Það var ekki alltaf gleði sem fylgdi þeim hjónum. Þau misstu fyrsta barnabarn sitt, Jón Ingvar, 10 ára úr krabbameini í janúar árið 1990 og sorgin hélt áfram því Ásta dóttir þeirra barðist við krabbamein í fimm ár og lést í ágúst 2006. Kjartan sonur þeirra var fluttur til Danmerkur og var að glíma við MS-sjúkdóminn og kom heim til þess að fylgja systur sinni og þremur mánuðum seinna var hann dáinn, í nóvember 2006. Heilsu hrakaði hjá Ingu fljótlega eftir þetta og var hún meira og minna undir eftirliti lækna. Þau seldu húsið á Spáni 2014 vegna heilsubrests og varð það mikil breyting á lífi þeirra. Jón keyrði hana á Landspítalann til rannsóknar og aðeins nokkrum dögum seinna keyrði Erlendur Jón á Landspítalann vegna sýkingar í sári á hendi sem ekki var hægt að lækna og dó Jón viku seinna úr blóðeitrun. Inga var í dag- vist á Borgum í Grafarvogi og var mjög ánægð þar, þar til hún veiktist í sumar og þurfti að fara á spítala, fyrst Landa- kot, síðan Vífilsstaði og endaði á Sléttuveginum þar sem hún kvaddi þessa jarðvist umkringd fjölskyldunni sinni. Ég kveð þig í bili elsku frænka og þakka allt er við átt- um saman. Áslaug H. Kjartansson. Ingveldur Hilmarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GUNNARSDÓTTIR, Mosabarði 10, Hafnarfirði, lést á Sólvangi sunnudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Anton H. Jónsson Gunnar Már Antonsson Guðrún Lára Guðmundsdóttir Guðrún Antonsdóttir Dan Hillergård Anton Már Antonsson Helga María Guðjónsdóttir Auður Lísa Antonsdóttir Egill Örlygsson Sigurður Hilmar Gíslason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS H. MAGNÚSSON rafvirkjameistari frá Hólmavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 19. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstödd en streymt verður frá athöfninni á Facebook; www.facebook.com/groups/magnus.h.magnusson Þorbjörg Magnúsdóttir Sigrún Hulda Magnúsdóttir Sigrún Harpa Magnúsdóttir Jónas Þórðarson Marín Magnúsdóttir Andri Þór Guðmundsson Eyjólfur Magnússon Auður Agla Óladóttir Sigurbjörg Magnúsdóttir Mohammed Omar og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AMALÍA BERNDSEN, Lundi 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 18. október. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 15. Í ljósi aðstæðna munu einungis þeir nánustu vera viðstaddir. Útförinni verður streymt á streyma.is/utfor. Sálmaskrá verður aðgengileg á vefslóðinni. Einnig verður hægt að nálgast hana í anddyri Seltjarnarneskirkju á útfarardegi. Sveinbjörn Þór Haraldsson Inga Björk Sveinbjörnsdóttir Ágúst Heiðdal Friðriksson Haraldur Þór Sveinbjörnsson Edda Þöll Hauksdóttir Berglind Berndsen Sveinbjörnsdóttir, Steinar V. Ægisson og barnabörn Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÓLÖF ODDSDÓTTIR lífeindafræðingur, Kríuhólum 2, lést 28. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju 6. nóvember klukkan 15. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir, en athöfninni verður streymt á https://www.lindakirkja.is/utfarir/ Þeim sem vilja minnast Ólafar er bent á mæðrastyrksnefnd. Arnar Pálsson Sólveig Sif Halldórsdóttir Þorgeir Arnarsson Lilja Oddsdóttir Áshildur Arnarsdóttir Kristján Oddsson Teitur Arnarsson Ólafur Oddsson Ágústa Oddsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, ÞORSTEINN G. SIGURÐSSON, Þorláksgeisla 1, lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. október. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 6. nóvember klukkan 14.30. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Sigurður Þórir Þorsteinsson Hildur Hrönn Oddsdóttir Halldór Örn Þorsteinsson Lilja Björg Sigurjónsdóttir Kristján Helgason Erna Þórey, Eiður Þorsteinn, Alexandra Mist, Helga Karen, Emma Sóley og Ísak Logi Minningargreinar Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.