Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
SLITSTERK OG MJÚK
SÆNGURVERASETT
fastus.is/rumfot
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Slétt
Röndótt
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Dagurinn í dag hentar sérstaklega vel
til að hefjast handa við nýtt verkefni. Láttu
aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á
meðan.
20. apríl - 20. maí
Naut Varastu alla sýndarmennsku því þeir
sem þú vinnur fyrir sjá í gegn um allt slíkt.
Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel
gengur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir að láta það eftir þér að
kaupa eitthvað sem getur bætt heilsu þína til
lengdar. Sjáðu til þess að ekkert og enginn
trufli þig, þú mátt ekki við því.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þessi dagur nýtist þér vel hvað fjár-
málin varðar en það fer þó eftir því hvernig
þú hegðar þér. Losaðu þig við alla bagga og
gakktu keikur á vit framtíðarinnar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur nokkrar ástæður til að vera
reiður við ástvin þinn, en engin þeirra skiptir
miklu máli. Allt á sér sinn stað og sína stund.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fylgdu hugboði þínu og komdu skipu-
lagi á atvinnu- og einkalíf þitt. Veldu þau verk-
efni sem þér henta best og láttu aðra um að
ganga frá hinum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að gefa þér tíma til þess að
koma fjármálunum á hreint. Að hafa yfirsýn
yfir hvert þú stefnir veitir þér öryggi og ró til
að geta notið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt þér virðist lífið eitt allsherj-
arveisluborð sem þú eigir bara að ganga í þá
ertu ekki einn í heiminum. Ekki reyna að
ráðskast með fólk.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert eins og suðupottur og
þarft að fá útrás fyrir reiði þína. Hafðu hug-
fast að ef þú ert tilbúinn til að gefa af þér
færðu heilmikið til baka.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hindranir á ferli þínum má yfir-
stíga með smá styrk og ákveðni. Líttu til þess
sem vel hefur gengið og er þér og þínum til
skemmtunar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þín bíða miklar rannsóknir í sam-
bandi við verkefni sem þér verður falið.
Sinntu þínu og varastu að dragast inn í deilur
manna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Breytingar geta átt við um allt, frá því
að færa húsgögn upp í að skipta um starfs-
vettvang. Vertu óhræddur við að segja nei.
S
igurður Páll Tryggvason
fæddist á Húsavík 3. nóv-
ember 1970 og ólst upp á
Þverá í Reykjahverfi. „Ég
hef alltaf verið sveita-
strákur í mér og verið í búskap meira
og minna alla mína ævi, þótt ég hafi
ekki búið í sveitinni allan tímann og
má segja að ég sé núna hobbýbóndi
með foreldrum mínum á Þverá.“
Sigurður Páll er rótgróinn í Reykja-
hverfinu enda á þriðju kynslóð sem
hafa búið í sveitinni. „Á sumrin var
maður í útileikjum og að hjóla og í
fótbolta og svo var maður á snjóþotu
á veturna að leika sér í snjónum auk
þess sem maður fór snemma að taka
þátt í búverkunum.“ Það er greinilegt
að Sigurður er mikið náttúrubarn en
hann er einnig mjög félagslyndur og
áhugasamur um velferð náungans.
Sigurður er búfræðingur frá
Hvanneyri og útskrifaðist tvisvar,
lauk fyrst hefðbundnu búfræðinámi
og bætti svo við rekstrarfræði frá bú-
fræðideildinni. „Ég starfaði á sambýli
á Húsavík og við liðveislu á mínum
yngri árum. Eftir aldamótin flutti ég
til Akureyrar og starfaði þar í tæp tíu
ár á sambýli þar sem hluti íbúanna
voru aldraðir og einnig var ég á þess-
um árum með allmarga skjólstæð-
inga í liðveislu. Ég hef mikinn áhuga
á mannlegum samskiptum og þroska
manneskjunnar og hefur alltaf fund-
ist það skemmtileg áskorun að leiða
fram styrkleika hvers og eins svo
hann fái notið sín. Liðveislan fólst
mikið í því að rjúfa félagslega ein-
angrun skjólstæðinga minna og efla
andlega og líkamlega heilsu þeirra.“
Hóflega stríðinn
Árið 2008 lauk Sigurður Páll prófi
frá Nuddskóla Íslands, en hann sagði
að á þeim tíma hafi hann verið farinn
að huga að samspili líkama og and-
legrar heilsu og vildi fá meiri þekk-
ingu. „Þar var farið ítarlega í flesta
þætti sem viðkoma heilsu, andlegri
og líkamlegri, eins og næringarfræði,
hreyfingu og líkamsbeitingu. Ég
lærði þar að líta heildrænt á ein-
staklinginn, t.d. út frá göngulagi og
hátterni sem var mjög lærdómsríkt.“
Það þarf ekki að tala lengi við Sig-
urð til að heyra að þar er mikill húm-
oristi á ferð, sem lætur sér annt um
umhverfið og fólkið í kringum sig.
„Ég hef alltaf haft mjög gaman af
fólki og viljað gera öðrum lífið léttara.
Mér finnst gaman að glettast við fólk
og er hóflega stríðinn, nema eig-
inkonunni finnst það stundum mega
vera í minna mæli. Ég kann að meta
hreinskilni fólks.“
Náðu að jarma sig saman
Margir muna frá voðaveðrinu árið
2012 þegar fjöldi kinda fór undir snjó
á Norður- og Norðausturlandi og
bændur misstu margt fé. Sigurður
rifjar upp að hann hafi ásamt föður
sínum farið upp í fjall að leita að fé,
nánast daglega vikum saman. „Þetta
var síðan nokkrum vikum eftir veð-
urofsann og enn verið að leita. Það
var mjög kyrrt og gott veður og við
vorum staddir í þröngum litlum dal
og allt á kafi í snjó. Það var algjör
kyrrð, þegar mér fannst ég heyra
smá jarm langt í burtu og reyndi að
horfa vel í kringum mig en sá ekkert.
Ég prófaði að jarma á móti, gerði það
nokkrum sinnum og þá heyrði ég
jarmið aftur og fór þá að gruna að
þetta væri hugsanlega jarm undir
snjó og kannski nær en mig hafði
grunað. Þá fór ég að leita á ýmsum
stöðum hvar skepnan gæti verið und-
ir snjó. Við jörmumst á, ég og þessi
skepna, og smám saman geng ég á
hljóðið. Þar sem jarmið heyrðist best,
þá reyni ég að stappa niður fótunum
og dett niður á holu og þar er þá eitt
lamb, en ærin var dauð undir lamb-
inu, sem var byrjað að narta í
mömmu sína til að geta lifað af. Þetta
var 4-6 vikum eftir að kindurnar lentu
í snjónum og í raun ótrúlegt að lamb-
ið hafði lifað þetta af.“
Prestakall í Laufási
Eiginkona Sigurðar Páls, Sólveig
Halla Kristjánsdóttir, er prestur og
bjó fjölskyldan eitt ár í Laufási með-
an hún sinnti þar afleysingaprest-
þjónustu frá 2018-2019. Sigurður
vann þá á Grenivík og vinnufélagar
hans þar kölluðu hann gjarnan
prestakall og honum hafi fundist það
svo skemmtilegt að hann ætli bara að
halda þeim titli til streitu. Víst er að
Sigurður heldur áfram að huga að
þeim sem þurfa aðstoð og honum er
tíðrætt um stöðu aldraðra í þjóðfélag-
inu. „Við ættum að sýna þeim eldri
enn þá meiri virðingu, því þetta er jú
fólkið sem ruddi nýjar brautir og
byggði svo margt gott upp sem við
búum að og eigum að varðveita og
fara vel með.“
Sigurður Páll Tryggvason húsfaðir og prestakall – 50 ára
Léttleikinn alltaf í fyrirrúmi
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Bóndinn Hér er Sigurður Páll á Þverá með sumrung á bakinu.
Fjölskyldan Sigurður
Páll og Sólveig Halla
með börn sín Kristján
Pál og Heiðdísi Dalrós.
Til hamingju með daginn
40 ára Ásdís ólst
upp í Keflavík og býr
þar enn, þótt bærinn
sé núna kallaður
Reykjanesbær. Ásdís
er stuðningsfulltrúi í
Njarðvíkurskóla. Ás-
dísi líður best með
fjölskyldunni en hún hefur líka mikinn
áhuga á tónlist.
Maki: Björn Kjartan Sigurþórsson, f.
1979, vinnur við vörudreifingu hjá UPS.
Synir: Kjartan Freyr, f. 2002, Baltasar
Þór, f. 2008, og Aron Óðinn, f. 2011.
Foreldrar: Þorvaldur Ólafsson, f. 1949,
d. 2009, og Sigríður Kjartansdóttir, f.
1951, var meðhjálpari. Hún býr í Kefla-
vík.
Ásdís Björk
Þorvaldsdóttir
40 ára Gestur ólst upp
á Selfossi en býr í Kópa-
vogi. Gestur er við-
skiptastjóri hjá Sec-
uritas. Helstu
áhugamálin eru íþróttir,
t.d. skíði, hjólreiðar og
golf, útilegur og ferðalög
bæði innanlands og erlendis. Síðan er það
samvera með fjölskyldu og vinum.
Maki: Aðalbjörg Eggertsdóttir, f. 1983,
sölu- og markaðsstjóri hjá Lyfjum og
heilsu.
Börn: Eyrún Erla, f. 2006, Ragnheiður
Embla, f. 2013, og Kormákur Breki, f. 2017.
Foreldrar: Guðjón Gestsson, f. 1934, d.
2020, og Rannveig Jóna Einarsdóttir, f.
1944. Hún býr á Selfossi.
Gestur
Guðjónsson
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is