Morgunblaðið - 03.11.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
„ÉG KIPPI MÉR OFTAST EKKI UPP VIÐ
AÐ VERA STOPPAÐUR AF LÖGGUNNI, EN
ÞETTA VAR BRÚÐKAUPSDAGURINN OKKAR
OG ÉG VILDI AÐ ALLT VÆRI FULLKOMIÐ.”
„VIÐ TÖFÐUMST SVOLÍTIÐ. ÍSJAKINN
RAKST Á SKIP.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að deila með sér.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF!
EKKI GLEYMA AÐ KÍKJA Á
HEIMASÍÐUNA OKKAROG
SVARA NOKKRUM SPURNINGUM
ÉG HATA LÍKA
NÚTÍMAHUNDA
ÉG HEF ALDREI SÉÐ
HERTOGANN SVONA REIÐAN
EFTIR RÁNSFERÐ!
ÉG HIRTI EKKI UPP
EFTIR SNATA!
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar Páls er Sólveig
Halla Kristjánsdóttir, f. 14.1. 1977,
sóknarprestur í Húsavíkursókn. For-
eldrar hennar eru hjónin Kristján
Hermannsson, f. 18.12 1939, og Jór-
unn Sigtryggsdóttir, f. 11.8. 1950, d.
25.6. 2002, bændur í Lönguhlíð í
Hörgárdal. Kristján er nú ekkill og
býr á Akureyri.
Börn Sigurðar og Sólveigar eru
Heiðdís Dalrós, f. 27.2. 2010, og Krist-
ján Páll, f. 9.3. 2012. Börn úr fyrri
samböndum eru Sindri Már, f. 26.4.
1993, starfar á Plastiðjunni Bjargi og
býr á sambýlinu Þrastarlundi á Akur-
eyri; Adam Lárus, f. 14.4. 1995,
grunnskólakennari á Selfossi og
Mjalldís Ósk, f. 3.2. 2001. Dóttir
hennar er Alena Mist, f. 19.3. 2018, og
þær búa á Akureyri.
Systkini Sigurðar Páls eru Óskar,
f. 26.2. 1967, starfsmaður hjá Jarð-
borunum hf., búsettur í Reykjahverfi;
Aðalheiður, f. 23.3. 1968, skólaliði á
Húsavík, og Unnsteinn, f. 24.10. 1976,
starfsmaður á Meðferðarheimilinu á
Laugalandi og býr í Eyjafjarðarsveit.
Foreldrar Sigurðar Páls eru hjónin
Tryggvi Óskarsson, f. 18.3. 1942, og
Árdís Sigurðardóttir, f. 8.7. 1947,
bændur á Þverá, þar sem þau hafa
búið allan sinn búskap.
Sigurður Páll
Tryggvason
Jónína Ólafsdóttir
húsfreyja í Miðhlíð II,
Hagasókn,V-Barð.
Þorgrímur Ólafsson
bóndi í Ytri-Miðhlíð á
Barðaströnd og í Miðhlíð II,
Hagasókn,V-Barð.
Aðalheiður Þorgrímsdóttir
húsfreyja og bóndi í
Skógahlíð
Sigurður Pálsson
bóndi í Skógahlíð í
Reykjahverfi
Árdís Sigurðardóttir
húsfreyja og bóndi á
Þverá
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfreyja í Skógum
Páll Sigurðsson
bóndi á Skógum,Reykjahverfi.
Hagur á tré og járn.
Skáldmæltur.
Guðrún Kristmundsdóttir
húsfreyja á Litla-Búrfelli og
Smyrlabergi,A-Hún.
Stefán Jónsson
bóndi á Litla-Búrfelli í
Svínadal og Smyrlabergi í
Torfalækjarhr.,A-Hún.
Steinunn Stefánsdóttir
húsfreyja og bóndi á
Reykjarhóli
Óskar Sigtryggsson
bóndi og smiður, á
Reykjarhóli í Reykjahverfi
Ásta Lovísa Jónasdóttir
húsfreyja á Stóru-Reykjum
Sigtryggur Hallgrímsson
bóndi á Stóru-Reykjum í
Reykjahverfi
Úr frændgarði Sigurðar Páls Tryggvasonar
Tryggvi Óskarsson
bóndi á Þverá í
Reykjahverfi
Sean Connery er fallinn frá ogharmdauði aðdáendum James
Bonds. Ágúst Frímann Jakobsson
kastaði fram dróttkvæðum brag „til
heiðurs manni sem kenndi oss að
bera hátt vor sköllóttu höfuð“.
Skarð fyr skildi orðið
skalli frækinn fallinn;
bestur Bond ok mestur
bráðfagr ok dáður.
Lék hann löngum keikur
lagði skúrk með bragði.
Loks var fjör þó fokið
féll hann þá úr elli.
Sigurlín Hermannsdóttir yrkir:
Um Vesturbæinn gekk í gær
þar garðar voru skrýddir,
kusk í trjánum, köngulær
og kettir, ljósum prýddir.
Furðuverur fóru á stjá
og fúlar galdrakindur.
Litlar nornir liðu hjá,
líka beinagrindur.
Í tröppum glóðu gulleit ker,
gladdist barnafjöldi.
Á gangstéttum sá heilan her
á hrekkjavökukvöldi.
Gylfi Þorkelsson skrifar á Boðn-
armjöð við fallegar myndir af því
sem við blasir: „Það verður ekki
tekið af Flóanum að þar er fallegt –
að líta annað. Ég stöðvaði bifreið-
ina á leið úr vinnu því austur- og
norðausturfjöllin nutu sín ein-
staklega vel í skuggavarpi tærrar
birtu undir lágskýjum“:
Mikið gras í móanum
en marg- víst þykir sannað
að feikna er í Flóanum
fagurt að líta annað.
Við þessu urðu sterk viðbrögð.
Atli Harðarson kvað:
Flóinn sjálfur fagur er
fyrir þann sem hefur vit
á að gleðjast ef hann sér
uppgröft, skurði og moldarlit.
Arnar Bjarnason bætti við:
Hér er byggð og blómleg sveit
ber mér yl í hjarta;
þeir sem búa á þessum reit
þurfa ei neitt að kvarta.
Guðmundur Beck kvað:
Drullusíki og gróður grár
geðið einatt þrúga.
Flatneskja og fúablár
fúlt er við að búa.
Guðrún Bjarnadóttir bætti við:
Í Grafningnum er grasið fínt.
Grímsnes einstök hlýja.
Um Flóann er víst engum sýnt.
Við Eyrarbakka Kría.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af James Bond
og ráp um Vesturbæinn