Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 26

Morgunblaðið - 03.11.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 Anton Sveinn McKee hafnaði í fjórða sæti í 100 metra bringusundi í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest í Ungverjalandi í gær. Anton keppir með liði Toronto Titans en hann synti á tímanum 56,72 sekúndum en Ilya Shym- anovich frá Hvíta-Rússlandi fór með sigur af hólmi á tímanum 55,85 sekúndum. Fyrir rúmri viku synti Anton á tímanum 56,3 sekúndum og setti bæði Íslands- og Norðurlandamet. Anton synti því aftur undir eldra Íslandsmetinu í gær. Anton í 4. sæti í 100 metrunum Ljósmynd/Simone Castrovillari 100 Anton Sveinn McKee keppti í 100 metra bringusundi í gær. Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, er smitaður af kór- ónuveirunni samkvæmt fréttum RÚV. Fóru allir leikmenn Lemgo í Þýskalandi í skimun, en ekki er vit- að hve margir reyndust jákvæðir. Fram hafði komið að Bjarki myndi ekki taka þátt í landsleiknum gegn Litháen á miðvikudag. Í gær voru gerðar breytingar á hópnum í enn eitt skiptið. Sigvaldi Björn Guðjónsson er kominn í sóttkví í Póllandi og Arnór Þór Gunnarsson mun gefa kost á sér í leikinn í staðinn. Bjarki Már með kórónuveiruna Ljósmynd/Lemgo Veiran Bjarki Már er væntanlega kominn í einangrun í Lemgo. UPPGJÖR 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KR-ingurinn Atli Sigurjónsson var besti leikmaður úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max- deildarinnar, á keppnistímabilinu 2020, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hann vann titilinn á minnsta mun eftir að hann og Steven Lennon, sóknarmaður FH- inga, urðu efstir og jafnir í M- gjöfinni með 15 M hvor. Þar réð úrslitum að Atli lék ein- um leik færra en Lennon. Atli spil- aði alla 17 leiki KR-inga, alla í byrjunarliði, og Lennon spilaði alla 18 leiki FH-inga, alla í byrjunarliði. Óhætt er að segja að Atli hafi tekið stórt stökk á nýliðnu keppn- istímabili. Hann var ekki fram- arlega í M-gjöfinni árið 2019 og var m.a. á eftir fjórum samherjum sín- um í þáverandi Íslandsmeistaralið- inu sem allir voru í úrvalsliði tíma- bilsins hjá Morgunblaðinu. Atli var annar markahæsti leik- maður KR-inga með sex mörk og var í algjöru lykilhlutverki í sókn- arleik Vesturbæinga sem voru í baráttu um Evrópusæti allt þar til mótið var blásið af síðasta föstu- dag. KR-ingar áttu þá eftir fimm leiki. Atli er 29 ára gamall Akureyr- ingur, nánar tiltekið Þórsari, en hann ólst upp norðan Glerár og lék með Þórsliðinu frá unga aldri. Hann spilaði með meistaraflokki fé- lagsins frá 2008 til 2011 og fór þá með liðinu upp í úrvalsdeild, lék með því þar árið 2011 og spilaði þá m.a. bikarúrslitaleik - gegn KR- ingum. Atli kom til liðs við KR fyrir næsta tímabil, 2012, og lék í Vest- urbænum í þrjú ár en síðan með Breiðabliki tímabilin 2015 og 2016. Atli sneri aftur til KR í byrjun tímabilsins 2017 en lék síðustu vik- ur þess sem lánsmaður með Þór. Hann hefur síðan leikið samfleytt með KR undanfarin þrjú tímabil. Lennon var í dauðafæri Steven Lennon átti líka frábært tímabil en óhætt er að segja að hann hafi verið rændur upplögðu marktækifæri þegar mótið var blásið af á föstudag. Lennon var kominn með 17 mörk í 18 leikjum FH-inga og hefði átt að eiga eftir fjóra leiki til að skora þrjú mörk, og verða þar með fyrstur í sögunni til að skora tuttugu mörk á tímabili í efstu deild karla. Hann vantaði tvö mörk í viðbót til að jafna markametið sem fimm leikmenn deila. Óhætt er að segja að Skotinn hefði verið afar líklegur til að ná að minnsta kosti að jafna. Lennon hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu Íslands með frammistöðu sinni undanfarin ár. Hann er orðinn sjöundi marka- hæsti maður efstu deildar karla frá upphafi með 88 mörk og er marka- hæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar. Gríðarlega jafnt í ár Eins og sjá má á meðfylgjandi korti af úrvalsliði Morgunblaðsins úr Pepsi Max-deild karla 2020, byggðu á M-gjöfinni, var gríðarlega mjótt á mununum í ár. Enda árið óvenjulegt að því leyti að enn voru fjórar umferðir, plús einn leikur, en tímabilið þó í raun jafnlangt og það var til ársins 2008 þegar liðum var fjölgað úr tíu í tólf. Það var ekki nóg með að Atli og Lennon yrðu jafnir og efstir heldur voru þrír leikmenn jafnir með 14 M á hælum þeirra. Það voru Patrick Pedersen, sóknarmaður úr Val, Ágúst Eðvald Hlynsson, miðjumað- ur úr Víkingi, og Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður úr ÍA. Þar á eftir koma Valdimar Þór Ingimundarson úr Fylki, Kennie Chopart úr KR og Aron Bjarnason úr Val með 13 M en Valdimar var með forystu í M-gjöfinni þar til hann yfirgaf Fylki eftir 14 umferðir og fór til Strömsgodset í Noregi. Þessir leikmenn eru allir í ellefu manna úrvalsliði Morgunblaðsins sem sjá má hér að ofan. Í ár komu varnarmenn deildarinnar einhverra hluta vegna ekki vel út í M-gjöfinni og þar sem aðeins tveir varn- armenn náðu að vera með 10 M eða meira er Stefáni Teiti stillt upp með þeim sem þriðja varnarmanni í byrjunarliðinu. Til hliðar eru síðan tíu vara- menn, þeir sem stóðu næstir því að komast í liðið. Atli besti leikmaðurinn eftir hnífjafna keppni  Atli Sigurjónsson og Steven Lennon fengu báðir 15 M fyrir frammistöðu sína Ljósmynd/Þórir Tryggvason KR Atli Sigurjónsson var í lykilhlutverki í sumar og fékk 15 M. 3-4-3 Hversu oft leikmaður var valinn í lið umferðarinnar2 Varamannabekkur Fjöldi sem leikmaður fékk á leiktíð2 Haraldur Björnsson Stjörnunni 9 Patrick Pedersen Val 14 11 10 Pablo Punyed KR Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA Gunnar Nielsen FH Karl Friðleifur Gunnarsson Gróttu Viktor Karl Einarsson Breiðablik Brynjólfur Willumsson Breiðablik Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Sigurður Egill Lárusson Val Kristinn Freyr Sigurðsson Val Birnir Snær Ingason HK 2 5 9 12 12 11 11 10 10 10 Þórir Jóhann Helgason FH 12 2 Stefán Teitur Þórðarson ÍA 14 3 Aron Bjarnason Val 13 5 Valdimar Þór Ingimundarson Fylki 13 4 Kennie Chopart KR 13 2 Brynjar Ingi Bjarnason KA 10 4 Atli Sigurjónsson KR 15 4 Steven Lennon FH 15 5 Ágúst Eðvald Hlynsson Víkingi 14 2 2 3 3 4 4 3 4 3 1 2 Lið ársins 2020 hjá Morgunblaðinu England Fulham – WBA......................................... 2:0 Leeds – Leicester..................................... 1:4 Staðan: Liverpool 7 5 1 1 17:15 16 Leicester 7 5 0 2 17:9 15 Tottenham 7 4 2 1 18:9 14 Everton 7 4 1 2 15:11 13 Southampton 7 4 1 2 14:12 13 Wolves 7 4 1 2 8:8 13 Chelsea 7 3 3 1 16:9 12 Aston Villa 6 4 0 2 15:9 12 Arsenal 7 4 0 3 9:7 12 Manch.City 6 3 2 1 9:8 11 Newcastle 7 3 2 2 10:11 11 Leeds 7 3 1 3 13:13 10 Crystal Palace 7 3 1 3 8:11 10 West Ham 7 2 2 3 13:10 8 Manch.Utd 6 2 1 3 9:13 7 Brighton 7 1 2 4 11:14 5 Fulham 7 1 1 5 7:14 4 WBA 7 0 3 4 6:16 3 Sheffield Utd 7 0 1 6 3:10 1 Burnley 6 0 1 5 3:12 1 Ítalía C-deild: Cesena – Padova...................................... 0:2  Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Padova. Bandaríkin New York City – New York Red Bulls.. 5:2  Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá NYC á 86. mínútu. Danmörk SönderjyskE – AGF................................. 1:1  Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamað- ur hjá SönderjyskE.  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 61. mínútuna með AGF. Staðan: SønderjyskE 7 4 2 1 13:9 14 Vejle 7 4 1 2 15:13 13 Midtjylland 7 4 1 2 11:11 13 AGF 7 3 3 1 14:8 12 Brøndby 7 4 0 3 12:12 12 Nordsjælland 7 3 2 2 15:10 11 AaB 7 3 2 2 8:9 11 København 7 3 1 3 14:13 10 OB 7 3 1 3 11:11 10 Randers 7 2 1 4 9:7 7 Horsens 7 0 2 5 4:13 2 Lyngby 7 0 2 5 7:17 2 Svíþjóð AIK – Varberg ......................................... 1:0  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á hjá AIK eftir 74 mínútur. Helsingborg – Malmö.............................. 0:1  Arnór Ingvi Traustason var á vara- mannabekknum hjá Malmö. Staðan: Malmö 26 15 8 3 52:25 53 Elfsborg 26 10 13 3 41:33 43 Djurgården 26 12 6 8 43:30 42 Häcken 26 10 11 5 39:27 41 Norrköping 26 11 7 8 52:39 40 Hammarby 26 10 10 6 42:37 40 Sirius 26 9 10 7 42:43 37 Örebro 26 10 6 10 33:36 36 Mjällby 26 9 8 9 40:41 35 AIK 26 9 8 9 27:28 35 Östersund 26 8 9 9 26:32 33 Varberg 26 7 7 12 33:39 28 Gautaborg 26 4 12 10 27:40 24 Falkenberg 26 5 8 13 29:44 23 Helsingborg 26 4 10 12 28:42 22 Kalmar 26 4 9 13 28:46 21 B-deild: Norrby – Brage........................................ 1:4  Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik- mannahópi Brage.  Lögreglan mun rannsaka mögu- leg brot karla- liða Vals og Leiknis Reykja- vík á sótt- varnalögum en leikmenn beggja liða fögnuðu vel þegar Íslands- mótið í knatt- spyrnu var blás- ið af. Valsmenn fögnuðu Íslands- meistaratitlinum og Leiknismenn fögnuðu sæti í efstu deild á næsta ári. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfir- lögregluþjónn, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að málið yrði rannsakað. Birtust myndir og myndbönd af fögnuði beggja liða og leikur grunur á broti á sótt- varnalögum, en fleiri en 20 virtust koma saman í fögnuði beggja liða. Félögin sendu bæði frá sér yfirlýs- ingu þar sem beðist var afsökunar á framferðinu. johanningi@mbl.is Fögnuður til rannsóknar Ásgeir Þór Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.