Morgunblaðið - 03.11.2020, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
Við erum sérfræðingar
í malbikun
Faye athafnakona, sem veitekki aura sinna tal, helduruppteknum hætti í spennu-sögunni Silfurvængjum,
sem er sjálfstætt framhald af Gull-
búrinu eftir Camillu Läckberg, gefur
reyndar í og lætur engan eiga inni hjá
sér, allra síst karl-
rembudrullu-
sokka.
Þegar utanað-
komandi áhrif eins
og til dæmis kór-
ónuveira, sem
enginn virðist
ráða við og ætlar
allt eins og gleði
og bjartsýni að
drepa, er hress-
andi að lesa hetjusögu eins og Silf-
urvængi. Það er líka ágætis tilbreyt-
ing að hafa ofurkonu í aðalhlutverkinu
og konur henni til aðstoðar. Faye læt-
ur ekkert stöðva sig, allra síst skít-
seiði sem reyna að bregða fyrir hana
fæti. Hún er alltaf með ás uppi í erm-
inni, búin að hugsa nokkra leiki fram í
tímann og beitir króki á móti bragði.
Faye fórnaði öllu fyrir Jack, eins og
lesa má um í Gullbúrinu, en kom
tvíefld til baka og svipti hann því sem
skipti hann mestu máli. Tveimur ár-
um síðar hefur hún komið sér fyrir á
Ítalíu, en rekur gullnámuna, fyrir-
tækið Revenge eða Hefnd, í Stokk-
hólmi og hyggur á útrás í Bandaríkj-
unum. Minna má það ekki vera fyrir
konu sem klæðist fötum frá helstu
tískuhúsunum, skartar dýrustu
skartgripum og lítur ekki við hús-
gögnum sem almúginn verður að láta
sér nægja. Toppkona, sem lætur
karla ekki ráðskast með sig heldur
ráðskast með þá, jafnt í vinnu sem frí-
tíma, en ekkert er fullkomið og svo
bregðast krosstré og svo framvegis.
Í sögunni eru flestir karlmenn, ef
karlmenn skyldi kalla, vonlausir
eiginhagsmunaseggir, sem líta á kon-
ur eins og gluggaskraut, nauðgarar
og persónur sem misnota börn og
konur eins og að drekka vatn. Dusil-
menni sem eiga ekkert gott skilið.
Inn í frásögnina blandast upprifjun
frá uppvexti Faye og hvernig hann
mótaði hana að því sem hún nú er.
Silfurvængir er fyrst og fremst góð
afþreying, þar sem lög og reglur eru
bara orð á blaði, skáldskapur, sem
hittir örugglega víða í mark.
Läckberg „Silfurvængir er fyrst og
fremst góð afþreying, þar sem lög
og reglur eru bara orð á blaði,
skáldskapur, sem hittir örugglega
víða í mark.“
Karlrembur finna
til tevatnsins
Glæpasaga
Silfurvængir bbbnn
Eftir Camillu Läckberg.
Sigurður Þór Salvarsson þýddi.
Sögur útgáfa, 2020. Kilja, 315 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er sérstakt að koma fram með
þessum hætti en maður verður bara
öðru hvoru að loka augunum og
ímynda sér að það séu áheyrendur í
salnum. Þetta verður óneitanlega
öðruvísi,“ segir sópransöngkonan
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir um
hádegistónleika þeirra Antoníu Hev-
esi píanóleikara, sem verður streymt
frá Hafnarborg í dag. Útsendingin
hefst klukkan 12 en vegna sam-
komubannsins verða engir gestir í
salnum. Slóðina má finna á heima-
síðu Hafnarborgar og á facebook-
síðu safnsins.
Kórónuveirufaraldurinn er sviðs-
listafólki erfiður og fá tækifæri til að
koma fram en Hanna Þóra segist þó
hafa náð að koma fram á tónleikum í
Reykholti og heimabæ sínum, Akra-
nesi, í vor þegar ástandið var betra.
„Annars hefur verið lítið að gera.
Við áttum til dæmis að vera í upp-
tökum í ágúst, að taka upp óperu
Daníels Bjarnasonar, Brothers, en
það var flautað af. Þetta eru flóknir
tímar. Ég er samt frekar heppin því
ég starfa líka við annað, er sjúkraliði
á lyflækningadeild sjúkrahússins
hér á Akranesi, og reyni svo að
syngja eins mikið og ég get.“
Aríur eftir eftirlætið, Puccini
Hanna Þóra hóf söngnám við Tón-
listarskólann á Akranesi árið 1996.
Haustið 1999 innritaðist hún í Söng-
skólann í Reykjavík og þaðan lauk
hún áttundastigsprófi vorið 2005.
Hún hefur líka stundað söngnám í
Kaupmannahöfn, Osló og Berlín.
Hún hefur sungið ýmis óperu-
hlutverk og var meðal annars ein-
söngvari í óperunni Ragnheiði eftir
Gunnar Þórðarson og Friðrik Erl-
ingsson sem sett var upp í Íslensku
óperunni 2014.
Yfirskrift tónleika Hönnu Þóru og
Antoníu í dag er „Dísætir tónar“ og
munu valdar aríur hljóma.
„Ég nefndi nokkrar aríur og svo
valdi Antonía úr þeim, og valdi vel,“
segir Hanna Þóra. „Ég hef mikið
sungið þær allar gegnum tíðina.
Puccini er eiginlega eftirlætis-
óperutónskáldið mitt og ég syng
þrjár þekktar aríur úr La Bohème,
meðal annars þær tvær sem Mimi
syngur, og svo syng ég líka aríu úr
Toscu og úr Adriana Lecouvreur
eftir Cilea.“
Þegar blaðamaður hefur orð á að
það sé kannski við hæfi að sjúkraliði
syngi hlutverk berklasjúklingsins
Mimiar, hún hafi innsýn í veikindi,
tekur Hanna Þóra undir það.
„Það getur verið en þetta hlutverk
snertir mig líka vegna þess að föður-
amma mín dó úr berklum 33 ára
gömul. Ég kynntist henni aldrei en
skilst að ég sé mjög lík henni í útliti.
En mér finnst ég ná vel tilfinn-
ingalega utan um hlutverk Puccinis
og lýríkin hans á vel við mig.“
Söng lög Sigfúsar í vitanum
Hanna Þóra bætir við að ef henni
þykir vænt um einhverja tónlist og
hrífst af, þá finnist henni hún eiga að
syngja hana. „Sama hvort það er
ópera eða dægurlag. Ég elska öll fal-
legu íslensku dægurlögin eins og eft-
ir Sigfús Halldórsson, lögin hans eru
í miklu uppáhaldi. Á aldarafmælinu
hans í september fór ég í vitann hér
á Akranesi og flutti með Jónínu Arn-
ardóttur píanóleikara og skólastjóra
í tónlistarskólanum hér þrjú lög eftir
hann.“
Rétt eins og á tónleikunum í dag
voru engir áheyrendur en flutning-
urinn tekinn upp og svo sendur út.
„Tónlistin gefur okkur flytjendunum
rosalega mikið en það er auðvitað
ennþá betra að geta miðlað henni til
annarra. En nú verðum við bara að
hafa í huga að þótt gestir séu ekki í
salnum verða samt einhverjir að
hlusta og horfa. Ég reyni að sjá þá
fyrir mér og mun gefa alveg jafn
mikið af mér og væru gestir í saln-
um. Ef einhvern tímann hefur verið
mikilvægt að tónlist fái að heyrast,
þá er það núna,“ segir hún.
Ímyndar sér að það séu
áheyrendur í salnum
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir í streymi frá Hafnarborg
Ljósmynd/Hólmar Hólm
Flytjendurnir Antonía Hevesi píanóleikari og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
sópran koma fram á hádegistónleikum. Tónleikunum verður streymt.
Afhending Hönnunarverðlauna, og
málþing tengt þeim, átti að fara
fram á fimmtudaginn kemur. Í ljósi
aðstæðna í samfélaginu hefur verið
tekin ákvörðun um að fresta verð-
laununum og freista þess að hægt
verði að halda raunverulegan við-
burð þegar fram líða stundir.
Stefnt er að því að afhending
Hönnunarverðlauna Íslands muni
fara fram snemma á nýju ári en
dómnefnd verðlaunanna hefur lok-
ið störfum og verður hulunni þá
svipt af verðlaunahöfum.
Afhendingu Hönnunarverðlauna frestað
Leikarinn Johnny Depp tapaði í
gær máli sem hann höfðaði gegn
breska dagblaðinu The Sun, eftir
að hann var í blaðinu vorið 2018
sagður hafa beitt fyrrverandi eig-
inkonu sína, Amber Heard, and-
legu og líkamlegu ofbeldi. Depp
hafði krafist þess að ummælin
yrðu dæmd ómerk en talsmenn
Sun fullyrtu að þau væru sönn.
Málflutningurin stóð í rúmar
tvær vikur í London í júlí og vakti
mikla athygli fjölmiðla enda Depp
með kunnustu leikurum samtím-
ans.
Í úrskurði dómarans segir að
The Sun hafi sýnt fram á að mikið
væri til í því sem kæmi fram í
greininni.
Depp hefur einnig höfðað mál í
Bandaríkjunum gegn Heard, eftir
að hún birti í
Washington Post
grein þar sem
lögmaður Depps
segir að gefið sé
í skyn að hann
hafi beitt Heard
ofbeldi, sem
hann harðneitar.
Lögmaður henn-
ar sagði í gær að
í málaferlunum vestanhafs yrðu
lagðar fram enn frekari sannanir
fyrir því að svo hafi verið.
Í úrskurði dómarans í gær segir
að vörn Depps hafi snúist um að
sýna fram á að Heard hafi sett
upp blekkingaleik til að hafa af
honum fé en sú hafi ekki verið
raunin, heldur sé víst að ásakanir
hafi átt við rök að styðjast.
Depp tapaði skaðabótamálinu
Johnny Depp
Guðmundur
Lúther Haf-
steinsson, sviðs-
stjóri húsasafns
Þjóðminjasafns
Íslands, mun í
hádeginu í dag
flytja erindi um
hið merka húsa-
safn. Fyrirlest-
urinn verður
fluttur í gegnum teams-live-
stream, slóðina má sjá á vef safns-
ins, thjodminjasafn.is, og verður
hann einnig tekinn upp og birtur
á youtuberás Þjóðminjasafnsins.
Húsasafn Þjóðminjasafns Ís-
lands veitir innsýn í húsakost
þjóðarinnar á seinni öldum og
þróun húsagerðar á Íslandi. Húsa-
safnið er kjarni safnkosts Þjóð-
minjasafns Íslands á landsbyggð-
inni. Meðal húsa Þjóðminja-
safnsins eru allir stærstu og
merkustu torfbæir landsins og all-
ar þær torfkirkjur sem eru í upp-
runalegri gerð.
Í húsasafninu eru tæplega
fjörutíu ólíkar byggingar sem all-
ar þykja mikilvægar.
Fyrirlestur um húsasafn Þjóðminjasafns
Þverá í Laxárdal