Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hrekkjavökuvika í Sambíóunum Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma Einn mesti töffari kvikmyndasög- unnar er fallinn frá, Skotinn Sean Connery, sem skaut upp á stjörnu- himininn með túlkun sinni á njósn- aranum James Bond í fyrstu Bond- myndinni. Dr. No, árið 1962. Conn- ery var níræður þegar hann lést, 31. október, á heimili sínu á Bahama- eyjum og hafði þá glímt við langvar- andi veikindi, að sögn sonar hans, Jasons. Connery var einn dáðasti kvik- myndaleikari 20. aldarinnar, kyn- tákn og tískufyrirmynd og í huga margra aðdáenda James Bond hinn eini sanni Bond, þeirra á meðal leik- arans Daniels Craigs sem leikið hef- ur Bond í fimm síðustu myndum um njósnarann. Á vef BBC er haft eftir Craig að Connery hafi verið tákn- mynd ákveðins tímabils og stíls og að leikarinn hafi búið yfir mikilli hnyttni og sjarma. „Hann mun áfram hafa áhrif á leikara og kvikmyndagerðar- menn,“ er haft eftir Craig. Harðjaxl í Edinborg Connery, fullu nafni Thomas Sean Connery, fæddist í Edinborg 25. ágúst 1930. Hann var af verkafólki kominn, ólst upp við mikla fátækt, hætti í skóla 13 ára og fór að sinna ýmsum störfum, var m.a. mjólkur- póstur og múrhleðslumaður áður en hann gekk í breska sjóherinn. Gegndi hann herþjónustu í þrjú ár en þurfti að hætta vegna magasárs. Á vef BBC segir að Connery hafi feng- ið á sig orð í Edinborg fyrir að vera mikill harðjaxl eftir að sex manna gengi reyndi að ræna hann og fékk í kjölfarið að kenna á því. Var gengið afgreitt að hætti Bonds … James Bonds. Connery hélt áfram að sinna ýms- um láglaunastörfum og sat m.a. fyrir í Listaháskólanum í Edinborg. Hann þótti ekki aðeins fagur heldur einnig lipur í knattspyrnu, svo lipur að Manchester United bauð honum samning en Connery kaus heldur að freista gæfunnar sem leikari. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í var Lilacs in the Spring frá árinu 1954 en hann lék einnig í sjónvarpsþáttum og -myndum í upphafi ferilsins og fyrsta aðalhlutverkið var í BBC-sjónvarps- myndinni Blood Money. Það var svo eiginkonu kvikmyndaframleiðand- ans Cubbys Broccolis, Dönu, að þakka að Connery var ráðinn í hlut- verk James Bonds. Þótti henni Connery búa yfir sjarma og kyn- þokka söguhetjunnar og lék hann akski fréttamaðurinn Borat myndi ekki láta sjá sig í honum (sjá mynd fyrir ofan) og hörmungina High- lander 2. Ásakanir um ofbeldi Connery kunni illa athyglinni sem fylgdi því að vera kvikmyndastjarna og kyntákn, var lítið fyrir sviðsljósið og kveikiþráðurinn í honum þótti oft stuttur. Hann kvæntist leikkonunni Diane Cilento árið 1962 en þau skildu árið 1973 og greindi Cilento frá því löngu síðar, árið 2006 í ævisögu sinni sem þá kom út, að Connery hefði beitt hana andlegu og líkamlegu of- beldi. Í viðtali við Playboy árið 1965 sagði Connery að sér þætti ekkert athugavert við að slá konur af og til þótt hann mælti ekki með því. Var því síðar haldið fram af vinum hans að rangt hefði verið haft eftir honum. Árið 1993 voru þó svipuð ummæli höfð eftir honum í Vanity Fair; að sumar konur væru einfaldlega að biðja um kinnhest, og í viðtali við Barböru Walters árið 1987 var Conn- ery spurður út í ummælin í Playboy og sagðist hann enn sömu skoðunar. Árið 2006 var komið annað hljóð í strokkinn. Connery sagði þá að rangt væri að slá konur, eins og rifjað var upp í skoska dagblaðinu The Scots- man og fleiri fjölmiðlum á dánardegi leikarans. helgisnaer@mbl.is Connery … Sean Connery 007 Connery við tökur á Bond-myndinni Goldfinger árið 1964, við hina sígildu glæsibifreið Aston Martin DB5. Óskar Connery í hlutverki lögreglumannsins Jimmys Malones í The Untouchables frá árinu 1987. Við hlið hans sést Kevin Costner í hlutverki Eliots Ness. Conn- ery hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverki fyrir túlkun sína á Malone. AFP Karlmenni Connery brá á leik og hnyklaði vöðvana fyrir ljósmyndara á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí árið 1999. Þar var hann stadddur vegna kvikmyndarinnar Entrapment sem Jon Amiel leikstýrði. Zed Connery í kostulegum búningi í vísindaskáldskaparmyndinni Zard- os frá árinu 1974. Hár og skegg í stíl við fötin en skammbyssan furðulega ófrumleg miðað við annað. Bond alls í sjö kvikmyndum en var tregur til í þeirri síðustu. Með Bond hófst rysjóttur kvikmyndaferill leik- arans sem hlaut þó Bafta-, Golden Globe- og Óskarsverðlaun á ferl- inum. Af eftirminnilegum og vönduðum kvikmyndum sem hann lék í má nefna The Untouchables, The Man Who Would Be King, The Hunt for Red October, Marnie og Nafn rósar- innar, kvikmynd eftir samnefndri bók Umbertos Ecos sem Connery hlaut Bafta-verðlaun fyrir. Af öllu einkennilegri og lélegri myndum má nefna vísindaskáldskaparmyndina Zardoz þar sem Connery var í svo kjánalegum búningi að jafnvel kas-  Skoski leikarinn sem þótti nógu kynþokkafullur og sjarmerandi til að leika James Bond er nú fallinn frá, níræður að aldri  Lék bæði í vönduðum og slökum kvikmyndum á löngum ferli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.